Haftalosun í þremur liðum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 9. júní 2015 07:00 Mikil gleði ríkti hjá oddvitum ríkisstjórnarinnar og starfsfólki ráðuneytanna eftir kynninguna í gær. VÍSIR/GVA Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynntu í gær aðgerðaáætlun um losun hafta. Heildarumfang aðgerðanna nemur 1.200 milljörðum króna, en það sem lýtur að slitabúum gömlu bankanna nemur 900 milljörðum króna. Afgangurinn snýr að aflandskrónum. Aðgerðaáætlunin er þríþætt, eins og sjá má hér til hliðar, en með henni er ætlað að losa um gjaldeyrishöftin sem hafa verið við lýði í sjö ár. Stóru línurnar felast annars vegar í stöðugleikaskatti sem lagður verður á slitabúin hafi þau ekki náð nauðasamningum fyrir áramót. Skatturinn nemur 39 prósentum og tekur gildi 15. ágúst 2016 og þarf að hafa verið greiddur að fullu 31. ágúst sama ár. Vilji kröfuhafar komast hjá skattlagningu þurfa þeir að ná nauðasamningum sem uppfylla stöðugleikaskilyrði sem fram koma í lögum sem lögð voru fram á Alþingi í gær. Í skilyrðunum felst meðal annars að slitabúin þurfa að greiða stöðugleikaframlag og endurgreiða neyðarlán frá ríkinu. Stöðugleikaframlagið tekur tillit til framtíðarmatsbreytinga á innlendum eignum slitabúanna, en þær geta aukist um allt að 200 milljarða á næstu tveimur árum. Það hefði að óbreyttu veruleg neikvæð áhrif á greiðslujöfnuð. Ólíklegt er að til greiðslu skattsins komi því vilji kröfuhafanna stendur til að ná samningum. Skatturinn nemur samtals 850 milljörðum króna. Sigmundur Davíð sagði á kynningunni í gær að þessi mál gætu haft raunveruleg og mikil áhrif á daglegt líf fólks, enda eru upphæðirnar af þeirri stærðargráðu að verulegu máli skiptir fyrir ríkissjóð. Aflandskrónuvandi að upphæð 300 milljarðar króna verður leystur með einskiptisuppboði og endurfjárfestingu í innlendum fjármálagerningum. Í kynningunni kom fram að tíu fagfjárfestar eiga meirihluta aflandskrónanna, en gjaldeyrisuppboð Seðlabankans hefðu dregið verulega úr stærð aflandskrónuvandans sem nú væri 300 milljarðar í stað 600. Í þriðja lagi verður raunhagkerfið styrkt meðal annars með því að lífeyrissjóðunum gefst færi á að fjárfesta erlendis fyrir allt að tíu milljarða króna á ári. Gjaldeyrishöft Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynntu í gær aðgerðaáætlun um losun hafta. Heildarumfang aðgerðanna nemur 1.200 milljörðum króna, en það sem lýtur að slitabúum gömlu bankanna nemur 900 milljörðum króna. Afgangurinn snýr að aflandskrónum. Aðgerðaáætlunin er þríþætt, eins og sjá má hér til hliðar, en með henni er ætlað að losa um gjaldeyrishöftin sem hafa verið við lýði í sjö ár. Stóru línurnar felast annars vegar í stöðugleikaskatti sem lagður verður á slitabúin hafi þau ekki náð nauðasamningum fyrir áramót. Skatturinn nemur 39 prósentum og tekur gildi 15. ágúst 2016 og þarf að hafa verið greiddur að fullu 31. ágúst sama ár. Vilji kröfuhafar komast hjá skattlagningu þurfa þeir að ná nauðasamningum sem uppfylla stöðugleikaskilyrði sem fram koma í lögum sem lögð voru fram á Alþingi í gær. Í skilyrðunum felst meðal annars að slitabúin þurfa að greiða stöðugleikaframlag og endurgreiða neyðarlán frá ríkinu. Stöðugleikaframlagið tekur tillit til framtíðarmatsbreytinga á innlendum eignum slitabúanna, en þær geta aukist um allt að 200 milljarða á næstu tveimur árum. Það hefði að óbreyttu veruleg neikvæð áhrif á greiðslujöfnuð. Ólíklegt er að til greiðslu skattsins komi því vilji kröfuhafanna stendur til að ná samningum. Skatturinn nemur samtals 850 milljörðum króna. Sigmundur Davíð sagði á kynningunni í gær að þessi mál gætu haft raunveruleg og mikil áhrif á daglegt líf fólks, enda eru upphæðirnar af þeirri stærðargráðu að verulegu máli skiptir fyrir ríkissjóð. Aflandskrónuvandi að upphæð 300 milljarðar króna verður leystur með einskiptisuppboði og endurfjárfestingu í innlendum fjármálagerningum. Í kynningunni kom fram að tíu fagfjárfestar eiga meirihluta aflandskrónanna, en gjaldeyrisuppboð Seðlabankans hefðu dregið verulega úr stærð aflandskrónuvandans sem nú væri 300 milljarðar í stað 600. Í þriðja lagi verður raunhagkerfið styrkt meðal annars með því að lífeyrissjóðunum gefst færi á að fjárfesta erlendis fyrir allt að tíu milljarða króna á ári.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun