Tæplega gripið inn í áður en sést til lands Óli Kristján Ármannsson skrifar 9. júní 2015 07:00 Í Karphúsinu í gær. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari tók á móti samninganefndum iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins eftir hádegi í gær. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilu ríkisins við BHM og hjúkrunarfræðinga. Fréttablaðið/Stefán Ákveðið var á fundi í félagsmálaráðuneytinu í gærmorgun að falla frá hugmyndum um að kalla saman sáttanefnd vegna kjaradeilna ríkisins við háskólamenn og hjúkrunarfræðinga. Páll Halldórsson, formaður samninganefndar Bandalags háskólamanna (BHM), segir hafa verið sameiginlega niðurstöðu forsvarsmanna félaganna og fulltrúa ráðuneytisins að það myndi ekki hjálpa til við lausn kjaradeilunnar að færa hana úr lögbundnum farvegi hjá ríkissáttasemjara til sáttanefndar. Slík nefnd hafi ekki yfir öðrum verkfærum að ráða en ríkissáttasemjari. „Þannig að staðan er í stórum dráttum óbreytt enn. Við bíðum bara eftir fundi.“ Vandamálið við samningaborðið segir Páll hins vegar ekki snúa að því hvernig staðið er að sáttaumleitunum. „Vandamálið er að fjármuni vantar til að hægt sé að leysa vandann. Það er auðvitað það sem stendur upp á ríkið núna. Það sem er í boði dugar ekki til að leysa deiluna.“ Um leið vill Páll þó ekki meina að deilan sé alveg „stál í stál“, heldur hafi verið kastað fram hlutum sem verið sé að velta fyrir sér. „En það hefur ekki náðst að þróast alveg nógu vel áfram,“ segir hann en vonast eftir bendingu um það í síðasta lagi í dag, að rétt sé að setjast að samningaborðinu á ný.Páll HalldórssonMeðal þess sem ríkissáttasemjari getur gert er að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilum sem félagsmenn kjósa um án þess að samninganefndir komi að. Páli finnst hins vegar frekar ósennilegt að eitthvað slíkt sé í pípunum. „Það verður að sjást til lands einhvers staðar í deilunni þegar svoleiðis er gert og mitt mat er að svo sé ekki nú,“ segir hann en áréttar um leið að sáttasemjari taki sjálfstæða ákvörðun um slíkt. Síðdegis í gær hafði ekki enn verið boðað til nýs samningafundar í deilu félaganna við ríkið, en síðast var fundað fyrir helgi. Hluti félaga BHM, svo sem geislafræðingar og fleiri sérfræðingar Landspítalans, hefur verið í verkfalli í níu vikur, eða frá 7. apríl síðastliðnum. Dýralæknar og fleiri hafa verið í verkfalli í rúmar sjö vikur. Þá hafa hjúkrunarfræðingar nú verið í verkfalli í tvær vikur. Ástandið endurspeglast einna helst í skorti á vörum í verslunum, erfiðleikum fyrirtækja sem reiða sig á þjónustu Matvælastofnunar, hægagangi í heilbrigðiskerfinu og uppsögnum sem þar eru hafnar. Þannig er um þriðjungur geislafræðinga á Landspítalanum sagður hafa sagt upp störfum og ljósmæður og dýralæknar sækja í auknum mæli um starfsleyfi á Norðurlöndum, samkvæmt upplýsingum frá BHM. Verkfall 2016 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Ákveðið var á fundi í félagsmálaráðuneytinu í gærmorgun að falla frá hugmyndum um að kalla saman sáttanefnd vegna kjaradeilna ríkisins við háskólamenn og hjúkrunarfræðinga. Páll Halldórsson, formaður samninganefndar Bandalags háskólamanna (BHM), segir hafa verið sameiginlega niðurstöðu forsvarsmanna félaganna og fulltrúa ráðuneytisins að það myndi ekki hjálpa til við lausn kjaradeilunnar að færa hana úr lögbundnum farvegi hjá ríkissáttasemjara til sáttanefndar. Slík nefnd hafi ekki yfir öðrum verkfærum að ráða en ríkissáttasemjari. „Þannig að staðan er í stórum dráttum óbreytt enn. Við bíðum bara eftir fundi.“ Vandamálið við samningaborðið segir Páll hins vegar ekki snúa að því hvernig staðið er að sáttaumleitunum. „Vandamálið er að fjármuni vantar til að hægt sé að leysa vandann. Það er auðvitað það sem stendur upp á ríkið núna. Það sem er í boði dugar ekki til að leysa deiluna.“ Um leið vill Páll þó ekki meina að deilan sé alveg „stál í stál“, heldur hafi verið kastað fram hlutum sem verið sé að velta fyrir sér. „En það hefur ekki náðst að þróast alveg nógu vel áfram,“ segir hann en vonast eftir bendingu um það í síðasta lagi í dag, að rétt sé að setjast að samningaborðinu á ný.Páll HalldórssonMeðal þess sem ríkissáttasemjari getur gert er að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilum sem félagsmenn kjósa um án þess að samninganefndir komi að. Páli finnst hins vegar frekar ósennilegt að eitthvað slíkt sé í pípunum. „Það verður að sjást til lands einhvers staðar í deilunni þegar svoleiðis er gert og mitt mat er að svo sé ekki nú,“ segir hann en áréttar um leið að sáttasemjari taki sjálfstæða ákvörðun um slíkt. Síðdegis í gær hafði ekki enn verið boðað til nýs samningafundar í deilu félaganna við ríkið, en síðast var fundað fyrir helgi. Hluti félaga BHM, svo sem geislafræðingar og fleiri sérfræðingar Landspítalans, hefur verið í verkfalli í níu vikur, eða frá 7. apríl síðastliðnum. Dýralæknar og fleiri hafa verið í verkfalli í rúmar sjö vikur. Þá hafa hjúkrunarfræðingar nú verið í verkfalli í tvær vikur. Ástandið endurspeglast einna helst í skorti á vörum í verslunum, erfiðleikum fyrirtækja sem reiða sig á þjónustu Matvælastofnunar, hægagangi í heilbrigðiskerfinu og uppsögnum sem þar eru hafnar. Þannig er um þriðjungur geislafræðinga á Landspítalanum sagður hafa sagt upp störfum og ljósmæður og dýralæknar sækja í auknum mæli um starfsleyfi á Norðurlöndum, samkvæmt upplýsingum frá BHM.
Verkfall 2016 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum