Ætla ekki að líkja mér við Beckham Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. júní 2015 08:30 Jóhann Berg er í flottu formi og á örugglega eftir að gera Tékkum lífið leitt á morgun. fréttablaðið/getty „Ég spilaði mjög vel í vetur og mæti til leiks með sjálfstraustið í botni,“ segir landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson en hann er klár í slaginn fyrir stórleikinn gegn Tékkum á morgun. Svo sannarlega risaleikur fyrir strákana þar sem toppsætið í riðli Íslands í undankeppni EM er undir. Jóhann Berg skoraði tíu mörk fyrir Charlton í ensku B-deildinni í vetur og nokkur þeirra komu úr glæsilegum aukaspyrnum. Spyrnurnar vöktu athygli og var honum líkt við sjálfan David Beckham. „Þetta var eitthvað sem þjálfarinn sagði og strákarnir eru búnir að stríða mér svolítið út af þessu. Vilja meina að ég hafi sagt þetta en ég er ekki svo kolruglaður að ætla að líkja mér við Beckham,“ segir Jóhann Berg hlæjandi en honum fannst samlíkingin ekkert leiðinleg. „Nei, það var fínt að fá að heyra þetta.“ Frammistaða Jóhanns hefur komið honum enn frekar á kortið. Úlfarnir eru meðal annars sagðir vera að undirbúa tilboð í hann. „Ég ætla bara að taka þennan leik og sjá svo til hvað gerist. Ég á auðvitað eitt ár eftir af samningi mínum við Charlton, það eru því þreifingar því ég spilaði vel. Ég vil spila í eins sterkri deild og mögulegt er og ég hef líka sagt að ég vil sjá hvað Charlton gerir í sumar. Hver metnaður liðsins sé. Ég vil auðvitað vera í liði sem er að reyna að komast upp af alvöru.“ Líkt og aðrir í hópnum getur Jóhann ekki beðið eftir stóra leiknum annað kvöld. „Það er gaman að spila alvöruleik hér á Laugardalsvelli. Fullur völlur og fyrsta sætið í boði. Það er ekki hægt að biðja um mikið meira,“ segir Jóhann og bætir við að leikmenn liðsins séu komnir með reynslu af því að spila stórleiki. „Flestir eru vanir því með félagsliðum sínum og skemmtilegra að gera það með landsliðinu. Þetta eru allt stórleikir núna og ef við náum góðum úrslitum í þessum leik erum við komnir í góða stöðu til að komast á okkar fyrsta stórmót. Það er gaman fyrir þjóðina núna að fá svona stórleik enda yfir litlu að gleðjast þar sem veðrið leikur ekki beint við fólk,“ segir Jóhann Berg léttur. „Við ætlum að njóta þess að spila þennan leik. Við lærðum mikið af fyrri leiknum. Þeir pressuðu okkur hátt og við leystum það alls ekki nógu vel. Menn urðu svolítið hræddir eftir að við komumst yfir. Fórum að verja markið í stað þess að halda áfram okkar leik. Við verðum líka að sjá til hvernig þeir leggja þetta upp. Þetta verður örugglega svolítil skák en við ætlum að gera betur en í fyrri leiknum í Tékklandi. Við höfum fulla trú á okkur.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Sjá meira
„Ég spilaði mjög vel í vetur og mæti til leiks með sjálfstraustið í botni,“ segir landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson en hann er klár í slaginn fyrir stórleikinn gegn Tékkum á morgun. Svo sannarlega risaleikur fyrir strákana þar sem toppsætið í riðli Íslands í undankeppni EM er undir. Jóhann Berg skoraði tíu mörk fyrir Charlton í ensku B-deildinni í vetur og nokkur þeirra komu úr glæsilegum aukaspyrnum. Spyrnurnar vöktu athygli og var honum líkt við sjálfan David Beckham. „Þetta var eitthvað sem þjálfarinn sagði og strákarnir eru búnir að stríða mér svolítið út af þessu. Vilja meina að ég hafi sagt þetta en ég er ekki svo kolruglaður að ætla að líkja mér við Beckham,“ segir Jóhann Berg hlæjandi en honum fannst samlíkingin ekkert leiðinleg. „Nei, það var fínt að fá að heyra þetta.“ Frammistaða Jóhanns hefur komið honum enn frekar á kortið. Úlfarnir eru meðal annars sagðir vera að undirbúa tilboð í hann. „Ég ætla bara að taka þennan leik og sjá svo til hvað gerist. Ég á auðvitað eitt ár eftir af samningi mínum við Charlton, það eru því þreifingar því ég spilaði vel. Ég vil spila í eins sterkri deild og mögulegt er og ég hef líka sagt að ég vil sjá hvað Charlton gerir í sumar. Hver metnaður liðsins sé. Ég vil auðvitað vera í liði sem er að reyna að komast upp af alvöru.“ Líkt og aðrir í hópnum getur Jóhann ekki beðið eftir stóra leiknum annað kvöld. „Það er gaman að spila alvöruleik hér á Laugardalsvelli. Fullur völlur og fyrsta sætið í boði. Það er ekki hægt að biðja um mikið meira,“ segir Jóhann og bætir við að leikmenn liðsins séu komnir með reynslu af því að spila stórleiki. „Flestir eru vanir því með félagsliðum sínum og skemmtilegra að gera það með landsliðinu. Þetta eru allt stórleikir núna og ef við náum góðum úrslitum í þessum leik erum við komnir í góða stöðu til að komast á okkar fyrsta stórmót. Það er gaman fyrir þjóðina núna að fá svona stórleik enda yfir litlu að gleðjast þar sem veðrið leikur ekki beint við fólk,“ segir Jóhann Berg léttur. „Við ætlum að njóta þess að spila þennan leik. Við lærðum mikið af fyrri leiknum. Þeir pressuðu okkur hátt og við leystum það alls ekki nógu vel. Menn urðu svolítið hræddir eftir að við komumst yfir. Fórum að verja markið í stað þess að halda áfram okkar leik. Við verðum líka að sjá til hvernig þeir leggja þetta upp. Þetta verður örugglega svolítil skák en við ætlum að gera betur en í fyrri leiknum í Tékklandi. Við höfum fulla trú á okkur.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Sjá meira