Stríðið um sýndarheima hefst Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 15. júní 2015 00:01 Palmer Luckey, annar stofnenda Oculus Vr, kynnir endanlega útgáfu Oculus Rift til leiks í San Francisco. VÍSIR/GETTY Oculus Rift-sýndarveruleikagleraugun verða fáanleg snemma á næsta ári. Bylting er í vændum í tölvuleikjaiðnaðinum og hið íslenska fyrirtæki CCP, ásamt öðrum, er í framvarðasveit hennar. Allt frá því að Oculus Rift-sýndarveruleikagleraugun skutu upp kollinum á hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter í ágúst árið 2012 hefur bylting vofað yfir tölvuleikjaiðnaðinum. Þremur árum síðar erum við enn að bíða. Mikið vatn hefur þó runnið til sjávar. Facebook hefur eignast Oculus VR, framleiðanda Rift-gleraugnanna, fyrir litla 230 milljarða króna og tugir tækni- og leikjafyrirtækja af öllum stærðargráðum hafa nú sambærilega tækni í þróun. Oculus Rift og Oculus Touch.VÍSIR/GETTYRift á næsta leiti Forstjóri Oculus VR, Brendan Iribe, var ekki lengi að sannfæra leikjaheiminn um að byltingin sem lofað var væri sannarlega á leiðinni þegar hann steig á svið í troðfullum ráðstefnusal í San Francisco síðasta fimmtudag. Hann tilkynnti að Rift-gleraugun myndu koma á markað á fyrsta ársfjórðungi næsta árs og svipti jafnframt hulunni af endanlegri útgáfu Oculus Rift. „Þau eru létt, þú getur haldið á þeim í annarri hendi. Þetta er ekki ósvipað því að vera með venjuleg gleraugu.“ Iribe gat ekki upplýst ráðstefnugesti um hvenær gleraugun fara í sölu eða hvað þau munu kosta. Oculus VR verður áberandi á E3-leikjaráðstefnunni árlegu í Los Angeles sem haldin er í mánuðinum en líklegt þykir að Iribe muni þar kynna útgáfudag og verð. Flest bendir til að Rift muni kosta á bilinu 25.000 til 50.000 krónur. Þá kynnti Iribe einnig Oculus Touch til leiks, afar nýstárlegan stýripinna fyrir gleraugun sem les og nemur hreyfingu handanna í þrívíðu rými og birtir spilaranum í sýndarveruleika. Þetta gerir honum kleift að teygja út hendurnar og hafa áhrif á sýndarumhverfið. Stýripinnarnir nema einnig staðsetningu og hreyfingu fingranna. Þessi tækni nýtist aðeins í leikjum og hugbúnaði sem hannaður er frá grunni fyrir sýndarveruleika. Slíkur hugbúnaður er af skornum skammti. Þannig kynntu stjórnendur Oculus VR einnig tímamótasamstarf við Microsoft og munu spilara geta notað Xbox One-stýripinnann með gleraugunum.Með frá byrjun Þegar kemur að sjálfum hugbúnaðinum hefur Oculus VR boðið fjölbreyttum hópi leikjaframleiðanda að þróa leiki fyrir Rift-gleraugun. Stjórnendur þessara fyrirtækja stigu á svið í San Francisco á fimmtudaginn og kynntu fyrstu kynslóð tölvuleikja fyrir sýndarveruleika. Mörg þeirra voru með fyrstu stuðningsaðilum Rift-verkefnisins, þar á meðal CCP, framleiðandi EVE: Online. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, var fyrstur á svið í San Francisco og sagði það hefð hjá CCP að afmá línur milli raunheims og sýndarheims. Mantra fyrirtækisins væri að skapa sýndarheima sem hafa meiri þýðingu en raunheimurinn. „Þetta er nokkuð klikkuð fullyrðing,“ sagði Hilmar Veigar. „Og við höfum oft tekist á um hana innan fyrirtækisins. En nú, þegar við verðum vitni að upphafi sýndarveruleikans, held ég að við höfum ekki tilefni lengur til að afsaka okkur.“Hilmar Veigar Pétursson á sviði.VÍSIR/CCPEitthvað allt annað Þróun EVE: Valkyrie hófst með fyrstu tilraunaútgáfu Rift-gleraugnanna og verður með fyrstu fáanlegu leikjum á endanlegri útgáfu þeirra. Leikurinn er jafnframt fyrsta raunverulega (ef svo má að orði komast) tilraun CCP með sýndarveruleika. Spilarinn æðir um himintunglin í lítilli orrustuþotu og tekur þátt í loftbardögum þegar spilarar hvaðanæva úr heiminum mætast. Leikurinn hefur vakið gríðarlega athygli. Það er spilunin, það hvernig sýndarveruleiki er nýttur til að hafa áhrif á leikinn, sem leikjahönnuðir reyna nú að skilja og læra á. „Með endanlegri útgáfu Oculus Rift-gleraugnanna getum við sagt að þú kemst ekki nær því að vera raunverulegur flugmaður í geimorrustuþotu en með EVE: Valkyrie,“ sagði Hilmar Veigar. Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Oculus Rift-sýndarveruleikagleraugun verða fáanleg snemma á næsta ári. Bylting er í vændum í tölvuleikjaiðnaðinum og hið íslenska fyrirtæki CCP, ásamt öðrum, er í framvarðasveit hennar. Allt frá því að Oculus Rift-sýndarveruleikagleraugun skutu upp kollinum á hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter í ágúst árið 2012 hefur bylting vofað yfir tölvuleikjaiðnaðinum. Þremur árum síðar erum við enn að bíða. Mikið vatn hefur þó runnið til sjávar. Facebook hefur eignast Oculus VR, framleiðanda Rift-gleraugnanna, fyrir litla 230 milljarða króna og tugir tækni- og leikjafyrirtækja af öllum stærðargráðum hafa nú sambærilega tækni í þróun. Oculus Rift og Oculus Touch.VÍSIR/GETTYRift á næsta leiti Forstjóri Oculus VR, Brendan Iribe, var ekki lengi að sannfæra leikjaheiminn um að byltingin sem lofað var væri sannarlega á leiðinni þegar hann steig á svið í troðfullum ráðstefnusal í San Francisco síðasta fimmtudag. Hann tilkynnti að Rift-gleraugun myndu koma á markað á fyrsta ársfjórðungi næsta árs og svipti jafnframt hulunni af endanlegri útgáfu Oculus Rift. „Þau eru létt, þú getur haldið á þeim í annarri hendi. Þetta er ekki ósvipað því að vera með venjuleg gleraugu.“ Iribe gat ekki upplýst ráðstefnugesti um hvenær gleraugun fara í sölu eða hvað þau munu kosta. Oculus VR verður áberandi á E3-leikjaráðstefnunni árlegu í Los Angeles sem haldin er í mánuðinum en líklegt þykir að Iribe muni þar kynna útgáfudag og verð. Flest bendir til að Rift muni kosta á bilinu 25.000 til 50.000 krónur. Þá kynnti Iribe einnig Oculus Touch til leiks, afar nýstárlegan stýripinna fyrir gleraugun sem les og nemur hreyfingu handanna í þrívíðu rými og birtir spilaranum í sýndarveruleika. Þetta gerir honum kleift að teygja út hendurnar og hafa áhrif á sýndarumhverfið. Stýripinnarnir nema einnig staðsetningu og hreyfingu fingranna. Þessi tækni nýtist aðeins í leikjum og hugbúnaði sem hannaður er frá grunni fyrir sýndarveruleika. Slíkur hugbúnaður er af skornum skammti. Þannig kynntu stjórnendur Oculus VR einnig tímamótasamstarf við Microsoft og munu spilara geta notað Xbox One-stýripinnann með gleraugunum.Með frá byrjun Þegar kemur að sjálfum hugbúnaðinum hefur Oculus VR boðið fjölbreyttum hópi leikjaframleiðanda að þróa leiki fyrir Rift-gleraugun. Stjórnendur þessara fyrirtækja stigu á svið í San Francisco á fimmtudaginn og kynntu fyrstu kynslóð tölvuleikja fyrir sýndarveruleika. Mörg þeirra voru með fyrstu stuðningsaðilum Rift-verkefnisins, þar á meðal CCP, framleiðandi EVE: Online. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, var fyrstur á svið í San Francisco og sagði það hefð hjá CCP að afmá línur milli raunheims og sýndarheims. Mantra fyrirtækisins væri að skapa sýndarheima sem hafa meiri þýðingu en raunheimurinn. „Þetta er nokkuð klikkuð fullyrðing,“ sagði Hilmar Veigar. „Og við höfum oft tekist á um hana innan fyrirtækisins. En nú, þegar við verðum vitni að upphafi sýndarveruleikans, held ég að við höfum ekki tilefni lengur til að afsaka okkur.“Hilmar Veigar Pétursson á sviði.VÍSIR/CCPEitthvað allt annað Þróun EVE: Valkyrie hófst með fyrstu tilraunaútgáfu Rift-gleraugnanna og verður með fyrstu fáanlegu leikjum á endanlegri útgáfu þeirra. Leikurinn er jafnframt fyrsta raunverulega (ef svo má að orði komast) tilraun CCP með sýndarveruleika. Spilarinn æðir um himintunglin í lítilli orrustuþotu og tekur þátt í loftbardögum þegar spilarar hvaðanæva úr heiminum mætast. Leikurinn hefur vakið gríðarlega athygli. Það er spilunin, það hvernig sýndarveruleiki er nýttur til að hafa áhrif á leikinn, sem leikjahönnuðir reyna nú að skilja og læra á. „Með endanlegri útgáfu Oculus Rift-gleraugnanna getum við sagt að þú kemst ekki nær því að vera raunverulegur flugmaður í geimorrustuþotu en með EVE: Valkyrie,“ sagði Hilmar Veigar.
Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira