Afsökunarbeiðni Magnús Guðmundsson skrifar 15. júní 2015 07:00 Það fer lítið fyrir sáttinni í samfélaginu þessa dagana. Konur brjóta af sér hlekki feðraveldis, ofbeldis og fordóma. Heilu stéttirnar berjast fyrir réttlátum launum fyrir menntun sína, sérþekkingu og erfiði. Sjúklingar bíða í óvissu um viðeigandi heilbrigðisúrræði. Fimmtíu þúsund Íslendingar mótmæla fiskveiðifrumvarpi sjávarútvegsráðherra. Afkoma og hagsmunir aldraðra og öryrkja virðast eiga að liggja óbætt hjá garði og svo mætti lengi telja. Við slíkar aðstæður hafa baráttukonur og menn víða góðan málstað að verja og margur fer mikinn. Því miður er þó oft svo að í almennri umræðu fer oft mest fyrir þeim sem hafa hæst og eru glaðastir til yfirlýsinga, fullyrðinga og aðdróttana um það sem þeim finnst standa þeirra ágæta málstað einna helst fyrir þrifum. Þetta blessaða og kappsfulla baráttufólk virðist aldrei hafa hugleitt þau ágætu varnaðarorð að kapp er best með forsjá, heldur fer fram með fullyrðingum og aðdróttunum um stéttir, manneskjur og málefni. Allt í nafni þess að það hafi svo góðan málstað að verja. Engu að síður tekst þessu ágæta fólki oft að vinna málstað sínum meira tjón en gagn. Það virðist ítrekað rugla saman fullyrðingum og staðreyndum, ályktunum og sannindum og svo mætti áfram til telja. Kappið hefur völdin en lítið fer fyrir almennri forsjá og tillitssemi við þær manneskjur sem mögulega verða fyrir aurskriðunni án þess að hafa til þess unnið. Það er nefnilega svo að hjúkrunarfræðingar, þingmenn, ráðherrar, sjómenn, háskólamenntaðir, aldraðir og öryrkjar eiga það öll sameiginlegt að vera manneskjur og af því skyldu orðin miðast. Án undantekninga. En þegar svo er ekki og kappið er haft að leiðarljósi láta viðbrögðin sjaldnast á sér standa og umræðan er komin út í skítkast og skæting um menn og málefni, engum til gagns en kannski einhverjum til gamans. Verði þeim að góðu. Reyndar gefst kappsfullu baráttátufólki sem og reiðum ráðamönnum, sem hafa látið falla einhverjar kjánalegar fullyrðingar í hita leiksins, oft tækifæri til þess að koma umræðunni aftur til betri vegar. En til þess þarf að gera það sem virðist vera óhugsandi í íslenskri umræðu: Að biðjast afsökunar. Fátt eitt getur nefnilega aukið á virðingu manneskju jafn mikið og það að biðjast afsökunar. Því öllum verður okkur á og öll höfum við rangt fyrir okkur af og til. Að viðurkenna vitleysuna í okkur er eitt það besta sem við getum gert fyrir okkur sjálf sem og þann málstað sem við viljum koma á framfæri. Flest erum við meira að segja alin upp við að læra að biðja aðra afsökunar. Segja fyrirgefðu við þá sem við komum illa fram við eða af frekju og yfirgangi. Takast í hendur, horfast í augu og biðjast fyrirgefningar og halda svo áfram með lífið. Engu að síður virðist mörgum slík afsökunarbeiðni vera hin versta ófærð og kjósa frekar að kenna öðrum um eða draga fram hinar ólíklegustu afsakanir og réttlætingar. Fyrir vikið herða margir á skítkastinu og ósættið er algert. Það er því óskandi að allt það ágæta fólk sem tjáir sig mikið um menn og málefni reyni nú að finna hjá sér léttinn yfir því að gangast við eigin vitleysu og frelsunina sem er fólgin í fyrirgefningunni. Því sanngirnin er sátta móðir eins og stendur einhvers staðar og það er nú ekki nema sanngjarnt að maður fái að hafa rangt fyrir sér af og til og á þessum orðum er því hér með beðist afsökunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Sjá meira
Það fer lítið fyrir sáttinni í samfélaginu þessa dagana. Konur brjóta af sér hlekki feðraveldis, ofbeldis og fordóma. Heilu stéttirnar berjast fyrir réttlátum launum fyrir menntun sína, sérþekkingu og erfiði. Sjúklingar bíða í óvissu um viðeigandi heilbrigðisúrræði. Fimmtíu þúsund Íslendingar mótmæla fiskveiðifrumvarpi sjávarútvegsráðherra. Afkoma og hagsmunir aldraðra og öryrkja virðast eiga að liggja óbætt hjá garði og svo mætti lengi telja. Við slíkar aðstæður hafa baráttukonur og menn víða góðan málstað að verja og margur fer mikinn. Því miður er þó oft svo að í almennri umræðu fer oft mest fyrir þeim sem hafa hæst og eru glaðastir til yfirlýsinga, fullyrðinga og aðdróttana um það sem þeim finnst standa þeirra ágæta málstað einna helst fyrir þrifum. Þetta blessaða og kappsfulla baráttufólk virðist aldrei hafa hugleitt þau ágætu varnaðarorð að kapp er best með forsjá, heldur fer fram með fullyrðingum og aðdróttunum um stéttir, manneskjur og málefni. Allt í nafni þess að það hafi svo góðan málstað að verja. Engu að síður tekst þessu ágæta fólki oft að vinna málstað sínum meira tjón en gagn. Það virðist ítrekað rugla saman fullyrðingum og staðreyndum, ályktunum og sannindum og svo mætti áfram til telja. Kappið hefur völdin en lítið fer fyrir almennri forsjá og tillitssemi við þær manneskjur sem mögulega verða fyrir aurskriðunni án þess að hafa til þess unnið. Það er nefnilega svo að hjúkrunarfræðingar, þingmenn, ráðherrar, sjómenn, háskólamenntaðir, aldraðir og öryrkjar eiga það öll sameiginlegt að vera manneskjur og af því skyldu orðin miðast. Án undantekninga. En þegar svo er ekki og kappið er haft að leiðarljósi láta viðbrögðin sjaldnast á sér standa og umræðan er komin út í skítkast og skæting um menn og málefni, engum til gagns en kannski einhverjum til gamans. Verði þeim að góðu. Reyndar gefst kappsfullu baráttátufólki sem og reiðum ráðamönnum, sem hafa látið falla einhverjar kjánalegar fullyrðingar í hita leiksins, oft tækifæri til þess að koma umræðunni aftur til betri vegar. En til þess þarf að gera það sem virðist vera óhugsandi í íslenskri umræðu: Að biðjast afsökunar. Fátt eitt getur nefnilega aukið á virðingu manneskju jafn mikið og það að biðjast afsökunar. Því öllum verður okkur á og öll höfum við rangt fyrir okkur af og til. Að viðurkenna vitleysuna í okkur er eitt það besta sem við getum gert fyrir okkur sjálf sem og þann málstað sem við viljum koma á framfæri. Flest erum við meira að segja alin upp við að læra að biðja aðra afsökunar. Segja fyrirgefðu við þá sem við komum illa fram við eða af frekju og yfirgangi. Takast í hendur, horfast í augu og biðjast fyrirgefningar og halda svo áfram með lífið. Engu að síður virðist mörgum slík afsökunarbeiðni vera hin versta ófærð og kjósa frekar að kenna öðrum um eða draga fram hinar ólíklegustu afsakanir og réttlætingar. Fyrir vikið herða margir á skítkastinu og ósættið er algert. Það er því óskandi að allt það ágæta fólk sem tjáir sig mikið um menn og málefni reyni nú að finna hjá sér léttinn yfir því að gangast við eigin vitleysu og frelsunina sem er fólgin í fyrirgefningunni. Því sanngirnin er sátta móðir eins og stendur einhvers staðar og það er nú ekki nema sanngjarnt að maður fái að hafa rangt fyrir sér af og til og á þessum orðum er því hér með beðist afsökunar.
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun