Nú er Seðlabankanum að mæta! Skjóðan skrifar 17. júní 2015 08:00 Vart hafði fagnaðarlátum linnt vegna stöðugleikaáætlunar ríkisstjórnarinnar þegar Seðlabankinn steig fram og stöðvaði fögnuðinn. Stýrivextir bankans voru hækkaðir um 50 punkta, boðuð önnur eins hækkun (hið minnsta) í ágúst og áframhaldandi brattar hækkanir eftir það. Ástæður hinna miklu vaxtahækkana eru, að sögn seðlabankastjóra, miklar kauphækkanir í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði og óhóflegar kröfur háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Fyrir liggur að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði ganga mjög nærri flestum fyrirtækjum í landinu þannig að fyrirtækin munu þurfa að hleypa hluta launahækkana út í verðlag. Slíkt leiðir óhjákvæmilega til aukinnar verðbólgu. Sú verðbólga er ekki tilkomin vegna aukinnar eftirspurnar heldur vegna kostnaðar. Í ljósi skulda- og framfærsluvanda stórs hluta heimila landsins er ólíklegt að launahækkanir hjá lág- og meðaltekjufólki hafi teljandi áhrif á aukna eftirspurnarþenslu í hagkerfinu. Grundvallarmunur er á eftirspurnarverðbólgu annars vegar og kostnaðarverðbólgu hins vegar. Í eftirspurnarverðbólgu kann að vera skynsamlegt hjá seðlabönkum að bregðast við með vaxtahækkunum. Vaxtatækið er þó tvíeggjað sverð gegn verðbólgu í opnu hagkerfi, eins og við Íslendingar kynntumst eftirminnilega í aðdraganda hruns, þegar hávaxtastefna Seðlabankans leiddi til stórfelldra vaxtamunarviðskipta auk þess sem íslensk fyrirtæki og neytendur kusu að fjármagna sig með gengisbundnum lánum fremur en að borga hina háu vexti Seðlabankans. Vaxtamunarviðskiptin fyrir hrun bjuggu til snjóhengjuna sem stöðugleikaáætlun stjórnvalda er ætlað að bræða nú sjö árum eftir að höftum var komið á. Í kostnaðarverðbólgu er mjög varasamt, og jafnvel glæfralegt, að bregðast við með hækkun vaxta. Vextir eru jú kostnaðarliður fyrirtækja, rétt eins og laun, og hækkun vaxta ofan á hækkun launa leiðir til þess að skuldsett fyrirtæki þurfa að hækka vöruverð meira en ella. Þar með veldur vaxtahækkunin verðbólgu en vinnur ekki gegn henni eins og til er ætlast. Það er svo til að auka á skaðleg áhrif vaxtahækkunar Seðlabankans að fyrir voru vextir nálægt því fimmtíu sinnum hærri en vextir í nágrannalöndum Íslands. Vegna verðtryggingar neytenda- og húsnæðislána virka stýrivextir Seðlabankans enn fremur seint og illa til að slá á eftirspurn, jafnvel þegar um eftirspurnarverðbólgu er að ræða. Tímasetning vaxtahækkunar Seðlabankans og hótana bankastjórans um stórfelldar vaxtahækkanir í framhaldinu er athyglisverð í því ljósi að hún er tilkynnt í sömu viku og stjórnvöld setja fram vandaða áætlun um að vinda ofan af afleiðingum hávaxtastefnu Seðlabankans fyrir hrun og aukið frelsi í viðskiptum með gjaldeyri. Seðlabanki Íslands virðist lítið sem ekkert hafa lært af mistökunum, sem gerðu hrunið hér á landi alvarlegra og kostnaðarsamara en víðast hvar annars staðar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Vart hafði fagnaðarlátum linnt vegna stöðugleikaáætlunar ríkisstjórnarinnar þegar Seðlabankinn steig fram og stöðvaði fögnuðinn. Stýrivextir bankans voru hækkaðir um 50 punkta, boðuð önnur eins hækkun (hið minnsta) í ágúst og áframhaldandi brattar hækkanir eftir það. Ástæður hinna miklu vaxtahækkana eru, að sögn seðlabankastjóra, miklar kauphækkanir í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði og óhóflegar kröfur háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Fyrir liggur að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði ganga mjög nærri flestum fyrirtækjum í landinu þannig að fyrirtækin munu þurfa að hleypa hluta launahækkana út í verðlag. Slíkt leiðir óhjákvæmilega til aukinnar verðbólgu. Sú verðbólga er ekki tilkomin vegna aukinnar eftirspurnar heldur vegna kostnaðar. Í ljósi skulda- og framfærsluvanda stórs hluta heimila landsins er ólíklegt að launahækkanir hjá lág- og meðaltekjufólki hafi teljandi áhrif á aukna eftirspurnarþenslu í hagkerfinu. Grundvallarmunur er á eftirspurnarverðbólgu annars vegar og kostnaðarverðbólgu hins vegar. Í eftirspurnarverðbólgu kann að vera skynsamlegt hjá seðlabönkum að bregðast við með vaxtahækkunum. Vaxtatækið er þó tvíeggjað sverð gegn verðbólgu í opnu hagkerfi, eins og við Íslendingar kynntumst eftirminnilega í aðdraganda hruns, þegar hávaxtastefna Seðlabankans leiddi til stórfelldra vaxtamunarviðskipta auk þess sem íslensk fyrirtæki og neytendur kusu að fjármagna sig með gengisbundnum lánum fremur en að borga hina háu vexti Seðlabankans. Vaxtamunarviðskiptin fyrir hrun bjuggu til snjóhengjuna sem stöðugleikaáætlun stjórnvalda er ætlað að bræða nú sjö árum eftir að höftum var komið á. Í kostnaðarverðbólgu er mjög varasamt, og jafnvel glæfralegt, að bregðast við með hækkun vaxta. Vextir eru jú kostnaðarliður fyrirtækja, rétt eins og laun, og hækkun vaxta ofan á hækkun launa leiðir til þess að skuldsett fyrirtæki þurfa að hækka vöruverð meira en ella. Þar með veldur vaxtahækkunin verðbólgu en vinnur ekki gegn henni eins og til er ætlast. Það er svo til að auka á skaðleg áhrif vaxtahækkunar Seðlabankans að fyrir voru vextir nálægt því fimmtíu sinnum hærri en vextir í nágrannalöndum Íslands. Vegna verðtryggingar neytenda- og húsnæðislána virka stýrivextir Seðlabankans enn fremur seint og illa til að slá á eftirspurn, jafnvel þegar um eftirspurnarverðbólgu er að ræða. Tímasetning vaxtahækkunar Seðlabankans og hótana bankastjórans um stórfelldar vaxtahækkanir í framhaldinu er athyglisverð í því ljósi að hún er tilkynnt í sömu viku og stjórnvöld setja fram vandaða áætlun um að vinda ofan af afleiðingum hávaxtastefnu Seðlabankans fyrir hrun og aukið frelsi í viðskiptum með gjaldeyri. Seðlabanki Íslands virðist lítið sem ekkert hafa lært af mistökunum, sem gerðu hrunið hér á landi alvarlegra og kostnaðarsamara en víðast hvar annars staðar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira