Uppalin í fjölmiðlaheiminum Rikka skrifar 19. júní 2015 12:00 Helga Margrét reykdal Vísir/Einkasafn Helga Margrét Reykdal hefur skipulagt komu ótal kvikmynda- og auglýsingaframleiðenda til Íslands við gott orðspor undanfarin tólf ár og unnið hörðum höndum að því að koma landinu á kortið sem heppilegum upptökustað. Hún segist vera fædd og uppalin í fjölmiðlaheiminum enda liggi ástríða hennar þar. „Þegar langa verkfallið var 1984 fóru prentarar í verkfall og verkbann var sett á blaðamenn, auk þess sem opinberir starfsmenn voru í verkfalli og því var hvorki útvarp né sjónvarp. Blaðamenn á DV tóku þá upp á því að setja á laggirnar „ólöglegt“ útvarp, Fréttaútvarpið, og þar var pabbi, Jóhannes Reykdal, innsti koppur í búri. Hann fékk mig til þess að hjálpa sér við að gera prufuútsendingarnar, þannig urðu mín fyrstu beinu kynni af fjölmiðlum. Síðar sama ár var ég svo fengin til þess að skrifa grein í Vikuna. Það hafði þá eitthvað komið upp á hjá pistlahöfundinum sem sá um poppið og blaðið við það að fara í prent. Á þessum tíma bjó ritstjóri Vikunnar í næsta húsi og þekkti því til mín. Það varð úr að ég skrifaði grein um Wham, sem var mér mjög nærtækt á þessum tíma. Það hitti líka svo vel á að þegar greinin kom út þá skaust Everything She Wants á topp vinsældalista Rásar 2, þannig að greinin átti vel við. Meðfram menntaskólaárunum vann Helga á smáauglýsingadeild DV og styrkti tengsl sín innan fjölmiðlaheimsins og upp frá því var framtíðarfarvegur hennar ráðinn. Eftir háskólanám ákvað Helga að sækja sér nýja reynslu áður en hún færi í framhaldsnám tengt fjölmiðlum og réð sig til bókaútgáfunnar Arnar & Örlygs þar sem hún kynntist Ingólfi Margeirssyni rithöfundi. Þau áttu skap saman og úr varð að Helga gerðist aðstoðarmanneskja hjá honum og Völu Matt við gerð sjónvarpsþáttanna Í sannleika sagt, sem framleiddir voru af Saga film. „Það var mitt verk að aðstoða þau við efnistök og finna réttu viðmælendurna. Að þeim þáttum loknum ílengdist ég hjá Saga film og flakkaði þar á milli deilda. Þetta var mikið fjör og alltaf eitthvað í gangi, sérstaklega þurfti maður að vera á tánum í beinu útsendingunum, en þá þarf allt að ganga upp.“Orðsporið skiptir öllu Hjá Saga film kynntist Helga þeim Leifi Dagfinnssyni og Árna Páli Hanssyni, en þau stofnuðu framleiðslufyrirtækið True North árið 2003 með það að markmiði að þjónusta erlend kvikmynda- og framleiðslufyrirtæki. „Við vildum gera hlutina á okkar hátt og einbeita okkur að því að þjónusta erlenda aðila sem vildu taka upp efni hérna á Íslandi. Það er ótrúlegt að það séu komin tólf ár síðan og það akkúrat í dag, 19. júní,“ segir Helga. Boltinn fór fljótlega að rúlla hratt hjá þríeykinu, en eitt af fyrstu verkefnunum sem fyrirtækið fékk var að koma Latabæ á koppinn og finna allt sem þurfti til þess að sú framleiðsla yrði að veruleika. Síðan hafa þau tekið á móti þekktum nöfnum í kvikmynda- og auglýsingaheiminum. „Þetta er mikil vinna og í þessum geira skiptir orðsporið og traust mestu máli. Það mætti í rauninni segja að þetta sé lítill heimur því kjarninn í þessum kvikmyndaheimi þekkist vel og ef einhverjum dettur í hug að nota Ísland sem tökustað þá fer hann oftast þá leið að fá meðmæli frá einhverjum öðrum sem hefur verið hér,“ segir Helga. Traust og trúnaður eru grundvallaratriði þegar verið er að gera bíómyndir og segir Helga það skipta einna mestu máli að halda söguþræðinum leyndum allt til loka upptaka. „Það veit enginn hvað við erum að gera fyrr en eftir á og ástæðan fyrir því myndi ég segja að við höfum verið mjög heppin með starfsfólk sem komið hefur að kvikmyndunum hérna heima. Það verður að halda spennunni þar til myndin kemur í bíó.“Helga Margrét segir Ísland hentugan tökustað fyrir kvikmyndir og auglýsingar.Hrósaði Íslandi í hástert Það er öllum ljóst sem ferðast um landið að Ísland er eitt fegursta land sem fyrirfinnst og auðvelt að búa til spennandi ævintýraheim hvar sem er, en hverjir eru fleiri kostir þess, fyrir utan fegurðina, að taka upp kvikmyndir og auglýsingar á Íslandi? „Það sem fólk er aðallega að sækja hingað til Íslands er náttúran, ljósið og auðvitað fegurðin auk þess sem það er tiltölulega stutt á milli staða út frá hringveginum, miðað við til dæmis svæði í Bandaríkjunum og annars staðar í heimunum. Íslendingar eru líka jákvæðir gagnvart erlendri kvikmyndagerð og það hjálpar að sjálfsögðu mikið til,“ segir Helga og bætir við að það sé einnig jákvæð þróun að íslensku stöðugildunum við erlenda framleiðslu hér á landi fari sífellt fjölgandi. „Eftir því sem reynslan verður meiri hjá Íslendingunum fá þeir sífellt stærri og viðameiri verkefni. Útlendingarnir hafa verið mjög hrifnir af því fólki sem valið hefur verið í verkefnin enda mikið af góðum og hæfileikaríkum einstaklingum í þessum geira.“ Fjöldinn allur af þekktum einstaklingum fylgir framleiðslu á stórum kvikmyndum og er skemmst að minnast þess þegar Ben Stiller var hér um árið við gerð kvikmyndarinnar The Secret Life of Walter Mitty, sem og Tom Cruise við gerð kvikmyndarinnar Oblivion, en sá síðarnefndi komst heldur betur í heimsfréttirnar þegar slitnaði upp úr sambandi hans og Katie Holmes á meðan á tökum stóð hér á landi. Fyrir marga af þessum þekktu einstaklingum virðist Ísland vera vin í eyðimörkinni, því hér fær fólk frið fyrir slúðurpressunni og trylltum lýð, svona að mestu leyti. „Yfirleitt eru þessir einstaklingar spenntir fyrir því að vera hér á landi og aðlagast fljótt þeim aðstæðum sem boðið er upp á, eins og aðrir sem koma hingað til þess að kvikmynda. Oft á tíðum eru þeir með einstaklinga sem ferðast með þeim, sem sjá um að sinna smáatriðunum sem skipta þá máli. Við sjáum meira um að gistingin sé í lagi, ferðalagið sjálft og aðbúnaðurinn, annað sjá þau um sjálf og höfum við aldrei lent í neikvæðum aðstæðum enda þetta fólk mjög miklir fagmenn á sínu sviði. Það er aftur á móti mikil landkynning að fá þekkta einstaklinga til landsins og má til dæmis minnast á Ben Stiller, en hann var mjög hrifinn af landi og þjóð og hrósaði öllu í hástert í hverju viðtalinu á eftir öðru,“ segir Helga og bætir við að öll slík kynning skili sér aftur til ferðaþjónustunnar þar sem margir ferðamenn velja sér áfangastaði eftir að hafa horft á sjónvarpsþætti eða kvikmyndir.Helga Margrét ReykdalStórt skref fram undan Nýlega tók Netflix til sýninga þættina Sense 8 sem Wachowski-systkinin skrifuðu, en þau heilluðust það mikið af Íslandi þegar þau sáu myndefni sem var notað í kvikmynd þeirra Jupiter Ascending, að þau ákváðu að skrifa það inn í handrit þáttanna. „Þættirnir fjalla um átta karaktera sem allir tengjast á mjög sérstakan hátt. Af þessum átta einstaklingum er einn íslenskur og eru þættirnir að hluta til teknir hér á landi, þar sem Reykjavík og þekkt kennileiti eins og Harpan eru áberandi. Einnig eru ýmsir íslenskir aukaleikarar sem koma við sögu, eins og til dæmis söngvarinn KK, en hann leikur föður þessarar íslensku konu.“ segir Helga. Fram undan eru svo stórir hlutir að gerast hjá Helgu en þau í True North eru að byrja upptökur í næsta mánuði á sinni fyrstu kvikmynd sem sýnd verður fljótlega á nýju ári. „Þetta er mjög stórt skref fyrir okkur en við teljum þetta rétta tímapunktinn. Óskar Jónasson leikstýrir og skrifar handritið ásamt Kristjáni Þórði Hrafnssyni. Þetta verður svona rómantísk gamanmynd sem fjallar um óframfærinn einstakling sem lætur til sín taka í ástamálunum með spaugilegum afleiðingum,“ segir Helga að lokum. Það er ljóst að Helga er vakin og sofin í sínu heitasta áhugamáli enda virðist það vera svo að þessi heimur, sem er allt annað en hefðbundin vinna frá níu til fimm, sé ávanabindandi enda umhverfið síbreytilegt og aldrei lognmolla í kringum hana. Lífið Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
Helga Margrét Reykdal hefur skipulagt komu ótal kvikmynda- og auglýsingaframleiðenda til Íslands við gott orðspor undanfarin tólf ár og unnið hörðum höndum að því að koma landinu á kortið sem heppilegum upptökustað. Hún segist vera fædd og uppalin í fjölmiðlaheiminum enda liggi ástríða hennar þar. „Þegar langa verkfallið var 1984 fóru prentarar í verkfall og verkbann var sett á blaðamenn, auk þess sem opinberir starfsmenn voru í verkfalli og því var hvorki útvarp né sjónvarp. Blaðamenn á DV tóku þá upp á því að setja á laggirnar „ólöglegt“ útvarp, Fréttaútvarpið, og þar var pabbi, Jóhannes Reykdal, innsti koppur í búri. Hann fékk mig til þess að hjálpa sér við að gera prufuútsendingarnar, þannig urðu mín fyrstu beinu kynni af fjölmiðlum. Síðar sama ár var ég svo fengin til þess að skrifa grein í Vikuna. Það hafði þá eitthvað komið upp á hjá pistlahöfundinum sem sá um poppið og blaðið við það að fara í prent. Á þessum tíma bjó ritstjóri Vikunnar í næsta húsi og þekkti því til mín. Það varð úr að ég skrifaði grein um Wham, sem var mér mjög nærtækt á þessum tíma. Það hitti líka svo vel á að þegar greinin kom út þá skaust Everything She Wants á topp vinsældalista Rásar 2, þannig að greinin átti vel við. Meðfram menntaskólaárunum vann Helga á smáauglýsingadeild DV og styrkti tengsl sín innan fjölmiðlaheimsins og upp frá því var framtíðarfarvegur hennar ráðinn. Eftir háskólanám ákvað Helga að sækja sér nýja reynslu áður en hún færi í framhaldsnám tengt fjölmiðlum og réð sig til bókaútgáfunnar Arnar & Örlygs þar sem hún kynntist Ingólfi Margeirssyni rithöfundi. Þau áttu skap saman og úr varð að Helga gerðist aðstoðarmanneskja hjá honum og Völu Matt við gerð sjónvarpsþáttanna Í sannleika sagt, sem framleiddir voru af Saga film. „Það var mitt verk að aðstoða þau við efnistök og finna réttu viðmælendurna. Að þeim þáttum loknum ílengdist ég hjá Saga film og flakkaði þar á milli deilda. Þetta var mikið fjör og alltaf eitthvað í gangi, sérstaklega þurfti maður að vera á tánum í beinu útsendingunum, en þá þarf allt að ganga upp.“Orðsporið skiptir öllu Hjá Saga film kynntist Helga þeim Leifi Dagfinnssyni og Árna Páli Hanssyni, en þau stofnuðu framleiðslufyrirtækið True North árið 2003 með það að markmiði að þjónusta erlend kvikmynda- og framleiðslufyrirtæki. „Við vildum gera hlutina á okkar hátt og einbeita okkur að því að þjónusta erlenda aðila sem vildu taka upp efni hérna á Íslandi. Það er ótrúlegt að það séu komin tólf ár síðan og það akkúrat í dag, 19. júní,“ segir Helga. Boltinn fór fljótlega að rúlla hratt hjá þríeykinu, en eitt af fyrstu verkefnunum sem fyrirtækið fékk var að koma Latabæ á koppinn og finna allt sem þurfti til þess að sú framleiðsla yrði að veruleika. Síðan hafa þau tekið á móti þekktum nöfnum í kvikmynda- og auglýsingaheiminum. „Þetta er mikil vinna og í þessum geira skiptir orðsporið og traust mestu máli. Það mætti í rauninni segja að þetta sé lítill heimur því kjarninn í þessum kvikmyndaheimi þekkist vel og ef einhverjum dettur í hug að nota Ísland sem tökustað þá fer hann oftast þá leið að fá meðmæli frá einhverjum öðrum sem hefur verið hér,“ segir Helga. Traust og trúnaður eru grundvallaratriði þegar verið er að gera bíómyndir og segir Helga það skipta einna mestu máli að halda söguþræðinum leyndum allt til loka upptaka. „Það veit enginn hvað við erum að gera fyrr en eftir á og ástæðan fyrir því myndi ég segja að við höfum verið mjög heppin með starfsfólk sem komið hefur að kvikmyndunum hérna heima. Það verður að halda spennunni þar til myndin kemur í bíó.“Helga Margrét segir Ísland hentugan tökustað fyrir kvikmyndir og auglýsingar.Hrósaði Íslandi í hástert Það er öllum ljóst sem ferðast um landið að Ísland er eitt fegursta land sem fyrirfinnst og auðvelt að búa til spennandi ævintýraheim hvar sem er, en hverjir eru fleiri kostir þess, fyrir utan fegurðina, að taka upp kvikmyndir og auglýsingar á Íslandi? „Það sem fólk er aðallega að sækja hingað til Íslands er náttúran, ljósið og auðvitað fegurðin auk þess sem það er tiltölulega stutt á milli staða út frá hringveginum, miðað við til dæmis svæði í Bandaríkjunum og annars staðar í heimunum. Íslendingar eru líka jákvæðir gagnvart erlendri kvikmyndagerð og það hjálpar að sjálfsögðu mikið til,“ segir Helga og bætir við að það sé einnig jákvæð þróun að íslensku stöðugildunum við erlenda framleiðslu hér á landi fari sífellt fjölgandi. „Eftir því sem reynslan verður meiri hjá Íslendingunum fá þeir sífellt stærri og viðameiri verkefni. Útlendingarnir hafa verið mjög hrifnir af því fólki sem valið hefur verið í verkefnin enda mikið af góðum og hæfileikaríkum einstaklingum í þessum geira.“ Fjöldinn allur af þekktum einstaklingum fylgir framleiðslu á stórum kvikmyndum og er skemmst að minnast þess þegar Ben Stiller var hér um árið við gerð kvikmyndarinnar The Secret Life of Walter Mitty, sem og Tom Cruise við gerð kvikmyndarinnar Oblivion, en sá síðarnefndi komst heldur betur í heimsfréttirnar þegar slitnaði upp úr sambandi hans og Katie Holmes á meðan á tökum stóð hér á landi. Fyrir marga af þessum þekktu einstaklingum virðist Ísland vera vin í eyðimörkinni, því hér fær fólk frið fyrir slúðurpressunni og trylltum lýð, svona að mestu leyti. „Yfirleitt eru þessir einstaklingar spenntir fyrir því að vera hér á landi og aðlagast fljótt þeim aðstæðum sem boðið er upp á, eins og aðrir sem koma hingað til þess að kvikmynda. Oft á tíðum eru þeir með einstaklinga sem ferðast með þeim, sem sjá um að sinna smáatriðunum sem skipta þá máli. Við sjáum meira um að gistingin sé í lagi, ferðalagið sjálft og aðbúnaðurinn, annað sjá þau um sjálf og höfum við aldrei lent í neikvæðum aðstæðum enda þetta fólk mjög miklir fagmenn á sínu sviði. Það er aftur á móti mikil landkynning að fá þekkta einstaklinga til landsins og má til dæmis minnast á Ben Stiller, en hann var mjög hrifinn af landi og þjóð og hrósaði öllu í hástert í hverju viðtalinu á eftir öðru,“ segir Helga og bætir við að öll slík kynning skili sér aftur til ferðaþjónustunnar þar sem margir ferðamenn velja sér áfangastaði eftir að hafa horft á sjónvarpsþætti eða kvikmyndir.Helga Margrét ReykdalStórt skref fram undan Nýlega tók Netflix til sýninga þættina Sense 8 sem Wachowski-systkinin skrifuðu, en þau heilluðust það mikið af Íslandi þegar þau sáu myndefni sem var notað í kvikmynd þeirra Jupiter Ascending, að þau ákváðu að skrifa það inn í handrit þáttanna. „Þættirnir fjalla um átta karaktera sem allir tengjast á mjög sérstakan hátt. Af þessum átta einstaklingum er einn íslenskur og eru þættirnir að hluta til teknir hér á landi, þar sem Reykjavík og þekkt kennileiti eins og Harpan eru áberandi. Einnig eru ýmsir íslenskir aukaleikarar sem koma við sögu, eins og til dæmis söngvarinn KK, en hann leikur föður þessarar íslensku konu.“ segir Helga. Fram undan eru svo stórir hlutir að gerast hjá Helgu en þau í True North eru að byrja upptökur í næsta mánuði á sinni fyrstu kvikmynd sem sýnd verður fljótlega á nýju ári. „Þetta er mjög stórt skref fyrir okkur en við teljum þetta rétta tímapunktinn. Óskar Jónasson leikstýrir og skrifar handritið ásamt Kristjáni Þórði Hrafnssyni. Þetta verður svona rómantísk gamanmynd sem fjallar um óframfærinn einstakling sem lætur til sín taka í ástamálunum með spaugilegum afleiðingum,“ segir Helga að lokum. Það er ljóst að Helga er vakin og sofin í sínu heitasta áhugamáli enda virðist það vera svo að þessi heimur, sem er allt annað en hefðbundin vinna frá níu til fimm, sé ávanabindandi enda umhverfið síbreytilegt og aldrei lognmolla í kringum hana.
Lífið Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira