Rússar eyða mestu í bjór og vín á barnum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. júní 2015 07:00 Eyðsla meðalferðamannsins frá Kanada, Noregi og Danmörku á skemmtistöðum og börum samanlögð dugar ekki til að jafna eyðslu meðalrússans. nordicphotos/getty Viðskipti Rússneskir ferðamenn hérlendis straujuðu greiðslukort sín fyrir að meðaltali þrefalt meira fé á skemmtistöðum og börum en næsteyðslufrekasta þjóðin í þeim efnum, Kanadamenn. Frá þessu er greint í skýrslu Rannsóknaseturs verslunarinnar. Meðalrússinn kaupir drykki á skemmtistöðum og börum fyrir um níu þúsund krónur meðan á dvöl hans stendur. Meðalkínverjinn eyddi hins vegar minnstu á barnum, einungis 76 krónum. Rússar tróna einnig á toppnum þegar litið er til meðaleyðslu í mat og drykk. Meðalrússinn eyðir um þrjátíu þúsund krónum í veitingaþjónustu hérlendis og er eyðsla á börum og skemmtistöðum meðtalin. Á hæla Rússa í veitingaeyðslu koma Norðmenn, Svisslendingar, Danir og Bandaríkjamenn. Þrátt fyrir umfangsmestu skyndibitamenningu í heimi eru það ekki Bandaríkjamenn sem kaupa skyndibita fyrir mestan pening hérlendis heldur Danir. Þeir eyða um fimm þúsund krónum að meðaltali í skyndibita. Þegar til heildarútgjalda ferðamanna er litið greiddu erlendir ferðamenn 46,8 prósent meira með kortum sínum í maí í ár en árið á undan. Heildarútgjöld ferðamanna af greiðslukortum voru því 13,1 milljarður króna. Mestu var eytt í ferðaþjónustu innanlands eða samtals 3,1 milljarði króna. Á eftir komu gistiþjónusta, 2,6 milljarðar króna, verslun, 1,6 milljarðar króna og veitingar, 1,5 milljarðar króna. Miðað við sama mánuð í fyrra tvöfaldaðist eyðsla ferðamanna í ferðaþjónustu innanlands. Eyðsla dróst ekki saman í neinum útgjaldalið. Meðalferðamaðurinn eyðir um 144 þúsund krónum hérlendis en það er átta prósentum meira en í sama mánuði í fyrra. Svisslendingar eru sú þjóð sem eyðir langmestu að meðaltali, eða 263 þúsund krónum. Rússar koma næstir og eyða 201 þúsund krónum og síðan Bandaríkjamenn sem eyða 190 þúsund krónum. Sparsamastir eru hins vegar Pólverjar en meðalpólverjinn eyðir einungis 38 þúsund krónum meðan á dvöl hans stendur. Kínverjar eru svo næstsparsamastir og eyða 64 þúsund krónum en Japanar 68 þúsund krónum. Tölur um meðaleyðslu ferðamanna eftir þjóðerni gætu þó verið skakkar að einhverju leyti segir í skýrslunni. Skekkjan orsakast meðal annars af lengd dvalar og hvort greitt hafi verið fyrir ferðina fyrir komu hingað til lands. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Viðskipti Rússneskir ferðamenn hérlendis straujuðu greiðslukort sín fyrir að meðaltali þrefalt meira fé á skemmtistöðum og börum en næsteyðslufrekasta þjóðin í þeim efnum, Kanadamenn. Frá þessu er greint í skýrslu Rannsóknaseturs verslunarinnar. Meðalrússinn kaupir drykki á skemmtistöðum og börum fyrir um níu þúsund krónur meðan á dvöl hans stendur. Meðalkínverjinn eyddi hins vegar minnstu á barnum, einungis 76 krónum. Rússar tróna einnig á toppnum þegar litið er til meðaleyðslu í mat og drykk. Meðalrússinn eyðir um þrjátíu þúsund krónum í veitingaþjónustu hérlendis og er eyðsla á börum og skemmtistöðum meðtalin. Á hæla Rússa í veitingaeyðslu koma Norðmenn, Svisslendingar, Danir og Bandaríkjamenn. Þrátt fyrir umfangsmestu skyndibitamenningu í heimi eru það ekki Bandaríkjamenn sem kaupa skyndibita fyrir mestan pening hérlendis heldur Danir. Þeir eyða um fimm þúsund krónum að meðaltali í skyndibita. Þegar til heildarútgjalda ferðamanna er litið greiddu erlendir ferðamenn 46,8 prósent meira með kortum sínum í maí í ár en árið á undan. Heildarútgjöld ferðamanna af greiðslukortum voru því 13,1 milljarður króna. Mestu var eytt í ferðaþjónustu innanlands eða samtals 3,1 milljarði króna. Á eftir komu gistiþjónusta, 2,6 milljarðar króna, verslun, 1,6 milljarðar króna og veitingar, 1,5 milljarðar króna. Miðað við sama mánuð í fyrra tvöfaldaðist eyðsla ferðamanna í ferðaþjónustu innanlands. Eyðsla dróst ekki saman í neinum útgjaldalið. Meðalferðamaðurinn eyðir um 144 þúsund krónum hérlendis en það er átta prósentum meira en í sama mánuði í fyrra. Svisslendingar eru sú þjóð sem eyðir langmestu að meðaltali, eða 263 þúsund krónum. Rússar koma næstir og eyða 201 þúsund krónum og síðan Bandaríkjamenn sem eyða 190 þúsund krónum. Sparsamastir eru hins vegar Pólverjar en meðalpólverjinn eyðir einungis 38 þúsund krónum meðan á dvöl hans stendur. Kínverjar eru svo næstsparsamastir og eyða 64 þúsund krónum en Japanar 68 þúsund krónum. Tölur um meðaleyðslu ferðamanna eftir þjóðerni gætu þó verið skakkar að einhverju leyti segir í skýrslunni. Skekkjan orsakast meðal annars af lengd dvalar og hvort greitt hafi verið fyrir ferðina fyrir komu hingað til lands.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira