Hvers vegna stefndi BHM ríkinu? Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 23. júní 2015 00:00 BHM hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna laga nr. 31/2015 sem afgreidd voru á Alþingi 13. júní sl. Beiðni um flýtimeðferð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur var samþykkt og málflutningur verður fyrir dómnum 3. júlí nk. Það gerist ekki á hverjum degi að stéttarfélög neyðist til að stefna ríkinu – sem í þessu tilviki er vinnuveitandi – fyrir dómstóla en ólög þau er Alþingi setti til að banna verkfallsaðgerðir félaga innan BHM gerðu það óhjákvæmilegt. Að mati BHM felur lagasetningin í sér ólögmætt inngrip í starfsemi BHM sem frjálsra og löglegra félagasamtaka. Lögin brjóti gegn 74. gr. Stjórnarskrárinnar og 11. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Þá brjóti þau einnig gegn samþykktum ILO og Félagsmálasáttmála Evrópu. Lagasetningin er að mati BHM reist á ómálefnalegum sjónarmiðum og að engu hafandi. Þar má fyrst benda á að inn í lögin eru skrifaðar forsendur niðurstöðu væntanlegs gerðardóms og þess vandlega gætt að ekki sé hægt að miða við kjarasamninga sem nýlega hafa verið gerðir við aðrar sambærilegar háskólamenntaðar stéttir, t.d. lækna og framhaldsskólakennara. BHM telur að því fari fjarri að verkfallsaðgerðir félaga innan vébanda þess hafi stofnað öryggi í hættu. Undanþágunefndir afgreiddu mörg hundruð beiðnir á meðan á verkfallsaðgerðum stóð, gagngert í því augnamiði að koma í veg fyrir að neyðarástand skapaðist. Ekki verður því séð að fullnægjandi rök hafi verið færð fyrir því að verkfallsaðgerðir félaga innan BHM hafi stefnt þessari þjónustu í hættu. Lögin eru lítið annað en gróf aðför að samnings- og verkfallsrétti háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna innan BHM. Og enn skal minnt á það að ríkisvaldið gerði ekkert til þess að afstýra verkfallsaðgerðum, né heldur gerði það tilraun til þess að mæta kröfum BHM á meðan 10 vikna langt verkfall stóð yfir. Það undirstrikar þær sýndarviðræður sem í gangi voru. Ríkið ber algjöra ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin. Það hefur skilað auðu sem vinnuveitandi þúsunda félagsmanna BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
BHM hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna laga nr. 31/2015 sem afgreidd voru á Alþingi 13. júní sl. Beiðni um flýtimeðferð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur var samþykkt og málflutningur verður fyrir dómnum 3. júlí nk. Það gerist ekki á hverjum degi að stéttarfélög neyðist til að stefna ríkinu – sem í þessu tilviki er vinnuveitandi – fyrir dómstóla en ólög þau er Alþingi setti til að banna verkfallsaðgerðir félaga innan BHM gerðu það óhjákvæmilegt. Að mati BHM felur lagasetningin í sér ólögmætt inngrip í starfsemi BHM sem frjálsra og löglegra félagasamtaka. Lögin brjóti gegn 74. gr. Stjórnarskrárinnar og 11. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Þá brjóti þau einnig gegn samþykktum ILO og Félagsmálasáttmála Evrópu. Lagasetningin er að mati BHM reist á ómálefnalegum sjónarmiðum og að engu hafandi. Þar má fyrst benda á að inn í lögin eru skrifaðar forsendur niðurstöðu væntanlegs gerðardóms og þess vandlega gætt að ekki sé hægt að miða við kjarasamninga sem nýlega hafa verið gerðir við aðrar sambærilegar háskólamenntaðar stéttir, t.d. lækna og framhaldsskólakennara. BHM telur að því fari fjarri að verkfallsaðgerðir félaga innan vébanda þess hafi stofnað öryggi í hættu. Undanþágunefndir afgreiddu mörg hundruð beiðnir á meðan á verkfallsaðgerðum stóð, gagngert í því augnamiði að koma í veg fyrir að neyðarástand skapaðist. Ekki verður því séð að fullnægjandi rök hafi verið færð fyrir því að verkfallsaðgerðir félaga innan BHM hafi stefnt þessari þjónustu í hættu. Lögin eru lítið annað en gróf aðför að samnings- og verkfallsrétti háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna innan BHM. Og enn skal minnt á það að ríkisvaldið gerði ekkert til þess að afstýra verkfallsaðgerðum, né heldur gerði það tilraun til þess að mæta kröfum BHM á meðan 10 vikna langt verkfall stóð yfir. Það undirstrikar þær sýndarviðræður sem í gangi voru. Ríkið ber algjöra ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin. Það hefur skilað auðu sem vinnuveitandi þúsunda félagsmanna BHM.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun