Afgerandi samþykki í kjöri um samninga við SA og FA Óli Kristján Ármannsson skrifar 23. júní 2015 08:00 Eftir undirritun. Sigurður Bessason, formaður Eflingar og talsmaður Flóabandalagsins, og Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastóri SA, eftir undirritun samninga hjá Ríkissáttasemjara 29. maí síðastliðinn. vísir/vilhelm Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna VR, LÍV, Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins hafa samþykkt kjarasamning félaganna við Samtök atvinnulífsins (SA) og Félag atvinnurekenda (FA) sem skrifað var undir í lok maí. Kosningunni um samningana, sem hófst í annari viku júnímánaðar, lauk í gær og lá niðurstaða fyrir samdægurs hjá félögunum. Samningarnir gilda til loka árs 2018 og ná til tæplega 70 þúsund manns á vinnumarkaði. Hjá aðildarfélögunum fimmtán hjá Starfsgreinasambandinu voru samningarnir samþykktir með rétt tæplega 80 prósenta meirihluta, frá 71,67 prósentum hjá Bárunni stéttarfélagi til 89.81 prósents meirihluta hjá Verkalýðsfélagi Suðurlands. Kjörsókn var að jafnaði 25,07 prósent, minnst hjá Bárunni 14,22 prósent og mest hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur 43,82 prósent.Björn SnæbjörnssonBjörn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, er ánægður með niðurstöðun, í heild, sem og hjá Einingu-Iðju sem hann veitir forystu. „Hjá okkur sögðu 73,51 prósent já, sem er mjög afgerandi,“ segir hann. Kosningaþátttaka hafi verið rétt rúm 24 prósent sem sé örlítið lakara en í síðustu samningum. „Við erum því mjög ánægð með niðurstöðuna. Þeir sem tóku þátt eru alla vega ánægðir,“ segir hann. Hjá öðrum gantast hann svo með að líta megi á þögnina sem samþykki. Hjá VR sögðu 73,9 prósent já við samningi samtakanna við SA og 72,4 prósent við samningnum við Félag atvinnurekenda. Þáttaka var 23,8 og 26,16 prósent. Fram kemur í tilkynningu VR að þáttakan í kosningunni hafi ekki verið meiri undanfarinn áratug. Mest hafi hún verið 15,5 prósent árið 2011 og innan við 10 prósent árið 2004.Ólafía B. Rafnsdóttir t.h.Þá lýsir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, ánægju með afgerandi meirihluta þeirra sem samþykktu samninginn. Í tilkynningu VR segir hún síðan sé ábyrgð atvinnurekenda ekki síður en launamanna að tryggja að samningarnir skili þeim ávinningi sem að hafi verið stefnt og stuðli að stöðugleika. „Atvinnurekendur verða að tryggja að launahækkunum sé ekki velt út í verðlagið og að þær skili sér til launafólks. Þeir sem enn eiga eftir að semja eiga að semja á sömu nótum og hér hefur nú verið samþykkt, að öðrum kosti verða okkar samningar lausir snemma árs 2016,“ segir hún. Félög Flóabandalagsins, sem eru Efling, Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, samþykktu einnig samninginn við SA með 78,9 prósentum greiddra atkvæða. Af 17.085 á kjörskrá greiddu 2.883 atkvæði, eða 19,9 prósent. Sigurður Bessason, formaður Eflingar og talsmaður Flóabandalagsins segir á vef félagsins að ekki verði efast um að samningurinn njóti stuðnings í samfélaginu þegar félagsmenn stærstu samningsaðila á almenna vinnumarkaðnum hafi samþykkt hann með miklum meirihluta. Verkfall 2016 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira
Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna VR, LÍV, Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins hafa samþykkt kjarasamning félaganna við Samtök atvinnulífsins (SA) og Félag atvinnurekenda (FA) sem skrifað var undir í lok maí. Kosningunni um samningana, sem hófst í annari viku júnímánaðar, lauk í gær og lá niðurstaða fyrir samdægurs hjá félögunum. Samningarnir gilda til loka árs 2018 og ná til tæplega 70 þúsund manns á vinnumarkaði. Hjá aðildarfélögunum fimmtán hjá Starfsgreinasambandinu voru samningarnir samþykktir með rétt tæplega 80 prósenta meirihluta, frá 71,67 prósentum hjá Bárunni stéttarfélagi til 89.81 prósents meirihluta hjá Verkalýðsfélagi Suðurlands. Kjörsókn var að jafnaði 25,07 prósent, minnst hjá Bárunni 14,22 prósent og mest hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur 43,82 prósent.Björn SnæbjörnssonBjörn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, er ánægður með niðurstöðun, í heild, sem og hjá Einingu-Iðju sem hann veitir forystu. „Hjá okkur sögðu 73,51 prósent já, sem er mjög afgerandi,“ segir hann. Kosningaþátttaka hafi verið rétt rúm 24 prósent sem sé örlítið lakara en í síðustu samningum. „Við erum því mjög ánægð með niðurstöðuna. Þeir sem tóku þátt eru alla vega ánægðir,“ segir hann. Hjá öðrum gantast hann svo með að líta megi á þögnina sem samþykki. Hjá VR sögðu 73,9 prósent já við samningi samtakanna við SA og 72,4 prósent við samningnum við Félag atvinnurekenda. Þáttaka var 23,8 og 26,16 prósent. Fram kemur í tilkynningu VR að þáttakan í kosningunni hafi ekki verið meiri undanfarinn áratug. Mest hafi hún verið 15,5 prósent árið 2011 og innan við 10 prósent árið 2004.Ólafía B. Rafnsdóttir t.h.Þá lýsir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, ánægju með afgerandi meirihluta þeirra sem samþykktu samninginn. Í tilkynningu VR segir hún síðan sé ábyrgð atvinnurekenda ekki síður en launamanna að tryggja að samningarnir skili þeim ávinningi sem að hafi verið stefnt og stuðli að stöðugleika. „Atvinnurekendur verða að tryggja að launahækkunum sé ekki velt út í verðlagið og að þær skili sér til launafólks. Þeir sem enn eiga eftir að semja eiga að semja á sömu nótum og hér hefur nú verið samþykkt, að öðrum kosti verða okkar samningar lausir snemma árs 2016,“ segir hún. Félög Flóabandalagsins, sem eru Efling, Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, samþykktu einnig samninginn við SA með 78,9 prósentum greiddra atkvæða. Af 17.085 á kjörskrá greiddu 2.883 atkvæði, eða 19,9 prósent. Sigurður Bessason, formaður Eflingar og talsmaður Flóabandalagsins segir á vef félagsins að ekki verði efast um að samningurinn njóti stuðnings í samfélaginu þegar félagsmenn stærstu samningsaðila á almenna vinnumarkaðnum hafi samþykkt hann með miklum meirihluta.
Verkfall 2016 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira