Truflandi mótmæli Skjóðan skrifar 24. júní 2015 10:30 Á sjálfan þjóðhátíðardaginn mætti fólk niður á Austurvöll til að mótmæla og trufla það sem fyrir broddborgurum, og þá sérstaklega þeim sem boðnir eru í herlegheitin, er heilög stund. Með hávaða, bumbuslætti og gjallarhornum var ríkisstjórn Íslands mótmælt á meðan forsetinn lagði blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar, forsætisráðherrann og fjallkonan fluttu ávörp og kórar sungu þjóðsönginn og ættjarðarlög. Bréfritari Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins getur ekki á heilum sér tekið. Hann segir mótmælendur engan rétt hafa til að trufla og eyðileggja hátíðarstund. Samferðamenn bréfritara til fyrirheitna landsins, sem oft hafa talað fyrir frelsi og gegn helsi, fullyrða nú að réttur fólks til að koma skoðunum sínum á framfæri þýði ekki að hver sem er megi segja skoðun sína hvar og hvenær sem er, heldur aðeins að ekki megi banna mönnum að tala alltaf og alls staðar. Það er auðvitað alveg ólíðandi að fólk sé með læti og uppástöndugheit þegar helstu ráðamenn og betri borgarar þessa lands koma saman ásamt fulltrúum erlendra ríkja til að minnast lýðveldisstofnunar. Slík mótmæli trufla og eyðileggja stundina fyrir þeim sem hennar vilja njóta. Löglega kjörin stjórnvöld heyra ekki í sjálfum sér fyrir látunum í mótmælendum. Vitanlega fer betur á því að mótmæli gegn stjórnvöldum fari fram þannig að þau trufli engan og þá alls ekki stjórnvöld. Í stað þess að trufla hátíðarstundir fyrir broddborgurum og erlendum sendimönnum færi betur á því að mótmæli gegn stjórnvöldum fari fram t.d. í gamla Kolaportinu undir Seðlabankanum milli kl. 2 og 4 að næturlagi, þegar enginn er að vinna í bankanum og lögmæt stjórnvöld sofa svefni hinna réttlátu. Einhverjir kvarta undan því að ómögulegt sé að átta sig á hverju verið er að mótmæla. Sumir mótmæla lagasetningu á löglega boðuð verkföll á meðan aðrir mótmæla tilraunum stjórnvalda til að afsala verðmætum þjóðarauðlindum varanlega til fárra. Einhverjir mótmæla slæmum kjörum aldraðra og öryrkja og aðrir því að matarverði sé haldið uppi með höftum í þágu úrelts landbúnaðarkerfis á kostnað neytenda. Svo eru það þeir sem mótmæla vegna þess að þrátt fyrir metnaðarfulla stöðugleikaáætlun hefur ríkisstjórninni mistekist að snúa af þeirri braut stöðnunar og lífskjaraskerðingar sem leitt hefur til þess að fólksflótti eykst nú á ný úr landi sem virðist ekki geta forgangsraðað í þágu heilbrigðisþjónustu og menntunar. Síðustu tveimur ríkisstjórnum hefur mistekist margt en báðum tekist vel að sameina ólíka þjóðfélagshópa í andstöðu við stjórnvöld. Auðvitað er það truflandi þegar fólk mætir til að mótmæla en eiga ekki mótmæli einmitt að trufla?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síðasta bíósýningin í Álfabakka í lok janúar Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Sjá meira
Á sjálfan þjóðhátíðardaginn mætti fólk niður á Austurvöll til að mótmæla og trufla það sem fyrir broddborgurum, og þá sérstaklega þeim sem boðnir eru í herlegheitin, er heilög stund. Með hávaða, bumbuslætti og gjallarhornum var ríkisstjórn Íslands mótmælt á meðan forsetinn lagði blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar, forsætisráðherrann og fjallkonan fluttu ávörp og kórar sungu þjóðsönginn og ættjarðarlög. Bréfritari Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins getur ekki á heilum sér tekið. Hann segir mótmælendur engan rétt hafa til að trufla og eyðileggja hátíðarstund. Samferðamenn bréfritara til fyrirheitna landsins, sem oft hafa talað fyrir frelsi og gegn helsi, fullyrða nú að réttur fólks til að koma skoðunum sínum á framfæri þýði ekki að hver sem er megi segja skoðun sína hvar og hvenær sem er, heldur aðeins að ekki megi banna mönnum að tala alltaf og alls staðar. Það er auðvitað alveg ólíðandi að fólk sé með læti og uppástöndugheit þegar helstu ráðamenn og betri borgarar þessa lands koma saman ásamt fulltrúum erlendra ríkja til að minnast lýðveldisstofnunar. Slík mótmæli trufla og eyðileggja stundina fyrir þeim sem hennar vilja njóta. Löglega kjörin stjórnvöld heyra ekki í sjálfum sér fyrir látunum í mótmælendum. Vitanlega fer betur á því að mótmæli gegn stjórnvöldum fari fram þannig að þau trufli engan og þá alls ekki stjórnvöld. Í stað þess að trufla hátíðarstundir fyrir broddborgurum og erlendum sendimönnum færi betur á því að mótmæli gegn stjórnvöldum fari fram t.d. í gamla Kolaportinu undir Seðlabankanum milli kl. 2 og 4 að næturlagi, þegar enginn er að vinna í bankanum og lögmæt stjórnvöld sofa svefni hinna réttlátu. Einhverjir kvarta undan því að ómögulegt sé að átta sig á hverju verið er að mótmæla. Sumir mótmæla lagasetningu á löglega boðuð verkföll á meðan aðrir mótmæla tilraunum stjórnvalda til að afsala verðmætum þjóðarauðlindum varanlega til fárra. Einhverjir mótmæla slæmum kjörum aldraðra og öryrkja og aðrir því að matarverði sé haldið uppi með höftum í þágu úrelts landbúnaðarkerfis á kostnað neytenda. Svo eru það þeir sem mótmæla vegna þess að þrátt fyrir metnaðarfulla stöðugleikaáætlun hefur ríkisstjórninni mistekist að snúa af þeirri braut stöðnunar og lífskjaraskerðingar sem leitt hefur til þess að fólksflótti eykst nú á ný úr landi sem virðist ekki geta forgangsraðað í þágu heilbrigðisþjónustu og menntunar. Síðustu tveimur ríkisstjórnum hefur mistekist margt en báðum tekist vel að sameina ólíka þjóðfélagshópa í andstöðu við stjórnvöld. Auðvitað er það truflandi þegar fólk mætir til að mótmæla en eiga ekki mótmæli einmitt að trufla?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síðasta bíósýningin í Álfabakka í lok janúar Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Sjá meira