Rauðvín er ekki grennandi Lára G. Sigurðardóttir skrifar 26. júní 2015 07:00 Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri athugasemd við frétt sem birtist á RÚV 22. júní um að rauðvín geti verið grennandi. Í fréttinni kemur fram að efnið resveratról geti breytt fitu í „góða fitu“ sem brennir kaloríum og á þann hátt verið grennandi. Þetta kemur einnig fram á vef The Independent. Með fréttinni er verið að vísa í rannsókn sem var birt í International Journal of Obesity. Mjög varasamt er að tengja rauðvínsdrykkju við niðurstöður rannsóknarinnar sem vitnað er í. Höfundar rannsóknarinnar álykta að neysla á ávöxtum og berjum geti haft grennandi áhrif en minnast ekki á rauðvín í þessu samhengi. Þvert á móti benda þeir á að resveratról síist burt í vinnsluferli á rauðvíni. Því finnst til dæmis mun minna af resveratróli í rauðvíni en vínberjum. Resveratról hefur talsvert verið rannsakað hjá mönnum. Þó svo að mýs virðist geta nýtt sér resveratról til að grennast þá á það sama ekki við um menn. Líkaminn breytir því að mestu leyti áður en það berst í blóðrásina og getur ekki nýtt sér það óbreytt nema að mjög litlu magni. Því eru engar vísbendingar um að maðurinn geti nýtt sér þetta virka efni til fitubrennslu á sama hátt og mýs. Þannig er ekkert sem styður það að aukin rauðvínsdrykkja geti gagnast í þeim tilgangi að grenna sig. Auk þess sem rauðvín er mjög hitaeiningaríkt, sem getur stuðlað að þyngdaraukningu, inniheldur það krabbameinsvaldandi efni. Allt áfengi, þar á meðal rauðvín, er áhættuþáttur fyrir krabbamein í höfði og hálsi, vélinda, lifur, brjóstum og ristli. Flestir ávextir innihalda pólýfenól sem er samheiti yfir resveratról og önnur efni sem hafa svipaða virkni. Því er hægt að fá ríkulegt magn af slíkum efnum með því að borða vel af ávöxtum og grænmeti. Þar að auki innihalda vínber, bláber og hindber mun meira magn af resveratróli en rauðvín. Það er því ekkert sem styður það að rauðvín geti haft grennandi áhrif. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Sjá meira
Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri athugasemd við frétt sem birtist á RÚV 22. júní um að rauðvín geti verið grennandi. Í fréttinni kemur fram að efnið resveratról geti breytt fitu í „góða fitu“ sem brennir kaloríum og á þann hátt verið grennandi. Þetta kemur einnig fram á vef The Independent. Með fréttinni er verið að vísa í rannsókn sem var birt í International Journal of Obesity. Mjög varasamt er að tengja rauðvínsdrykkju við niðurstöður rannsóknarinnar sem vitnað er í. Höfundar rannsóknarinnar álykta að neysla á ávöxtum og berjum geti haft grennandi áhrif en minnast ekki á rauðvín í þessu samhengi. Þvert á móti benda þeir á að resveratról síist burt í vinnsluferli á rauðvíni. Því finnst til dæmis mun minna af resveratróli í rauðvíni en vínberjum. Resveratról hefur talsvert verið rannsakað hjá mönnum. Þó svo að mýs virðist geta nýtt sér resveratról til að grennast þá á það sama ekki við um menn. Líkaminn breytir því að mestu leyti áður en það berst í blóðrásina og getur ekki nýtt sér það óbreytt nema að mjög litlu magni. Því eru engar vísbendingar um að maðurinn geti nýtt sér þetta virka efni til fitubrennslu á sama hátt og mýs. Þannig er ekkert sem styður það að aukin rauðvínsdrykkja geti gagnast í þeim tilgangi að grenna sig. Auk þess sem rauðvín er mjög hitaeiningaríkt, sem getur stuðlað að þyngdaraukningu, inniheldur það krabbameinsvaldandi efni. Allt áfengi, þar á meðal rauðvín, er áhættuþáttur fyrir krabbamein í höfði og hálsi, vélinda, lifur, brjóstum og ristli. Flestir ávextir innihalda pólýfenól sem er samheiti yfir resveratról og önnur efni sem hafa svipaða virkni. Því er hægt að fá ríkulegt magn af slíkum efnum með því að borða vel af ávöxtum og grænmeti. Þar að auki innihalda vínber, bláber og hindber mun meira magn af resveratróli en rauðvín. Það er því ekkert sem styður það að rauðvín geti haft grennandi áhrif.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun