Hvers vegna fá Grikkir ekki sömu meðferð og Þjóðverjar? Skjóðan skrifar 1. júlí 2015 12:00 Ráðamenn í Brüssel og Berlín voru meðvitaðir um sjónhverfingarnar sem beitt var við að fegra grísk ríkisfjármál í aðdraganda þátttöku Grikklands í evrusamstarfinu. Alþjóðlega bankasamfélagið vissi allt um þau Pótemkin-tjöld. Samt héldu bankar áfram að lána til Grikklands vegna þess að skammtímatekjurnar af því mynduðu grunn að bónusum bankastjóra. Þeir vissu að Grikkland gæti ekki borgað til baka en lánuðu vegna þess að þeir vissu að þeir myndu fleyta rjómann af lánveitingunum og handrukkarar hins alþjóðlega fjármálakerfis myndu skikka Grikki til að fórna heilbrigðiskerfi, menntakerfi og tryggingakerfi ef það væri nauðsynlegt til að endurgreiða lánin. Þetta er nákvæmlega það sem gerðist. Troikan steig inn og keypti skuldir Grikkja á fullu verði af bönkunum sem upphaflega lánuðu. Bankar halda áfram að lána glæfralega á meðan þeir vita að þeim verður ávallt tryggt skaðleysi af lánveitingum sínum sama hversu galnar þær eru. Aðgerðir troikunnar eru ávísun á alvarlegar fjármálakrísur í framtíðinni. Grikkland er ekki fyrsta fórnarlamb handrukkunar á vegum alþjóðlegra banka og ekki það síðasta. Ólíkt fóru menn að 1953 þegar Lundúnasamkomulagið um skuldir Þjóðverja var undirritað. Þá var stór hluti skulda Þjóðverja afskrifaður og lengt í því sem eftir stóð vegna þess að ráðamenn Vesturlanda þá vildu frekar hafa Þýskaland sem sterkan bandamann en skilja það eftir í spennitreyju ofvaxinna skulda. Höfðu þó Þjóðverjar innan við áratug fyrr farið með blóðugum hernaði gegn heiminum. Eftir kreppuna miklu í Bandaríkjunum á 4. áratug síðustu aldar óx verkalýðfélögum fiskur um hrygg vestra og reiði almennings, sem ekki hafði vinnu og átti hvorki í sig né á, kraumaði. Uppþoti var hótað og Roosevelt forseti samdi við fulltrúa verkalýðsafla og vinstri flokka um atvinnuleysisbætur, almannatryggingar og lágmarkslaun. Fjár til verkefnisins var aflað með sköttum frá efnafólki og stórfyrirtækjum. Komið var böndum á fjármálaöflin. Roosevelt lofaði að auki vinnu þeim sem einkageirinn gæti ekki útvegað störf. Á nokkrum árum skapaði Roosevelt milljónir starfa sem fóru í að treysta innviði Bandaríkjanna, nokkuð sem Bandaríkin njóta enn góðs af, áttatíu árum síðar. Bandaríkin og Þýskaland hafa þannig staðið í sporum Grikklands. Leið þeirra til hagsældar fólst í vexti en ekki niðurskurði. Samt ætlast menn til að Grikkir skeri enn frekar niður og fækki störfum. Markmiðið er augljóslega ekki endurreisn Grikklands heldur skaðleysi gráðugra banka. Mikil er skömm Merkel, Schäuble, Junckers, Lagarde og Draghi fyrir sinn hlut í því. Grikkland hefur þegar skorið of mikið niður. Sú helstefna sem rekin er gegn landinu getur aðeins endað með skelfingu.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Grikkland Skjóðan Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Ráðamenn í Brüssel og Berlín voru meðvitaðir um sjónhverfingarnar sem beitt var við að fegra grísk ríkisfjármál í aðdraganda þátttöku Grikklands í evrusamstarfinu. Alþjóðlega bankasamfélagið vissi allt um þau Pótemkin-tjöld. Samt héldu bankar áfram að lána til Grikklands vegna þess að skammtímatekjurnar af því mynduðu grunn að bónusum bankastjóra. Þeir vissu að Grikkland gæti ekki borgað til baka en lánuðu vegna þess að þeir vissu að þeir myndu fleyta rjómann af lánveitingunum og handrukkarar hins alþjóðlega fjármálakerfis myndu skikka Grikki til að fórna heilbrigðiskerfi, menntakerfi og tryggingakerfi ef það væri nauðsynlegt til að endurgreiða lánin. Þetta er nákvæmlega það sem gerðist. Troikan steig inn og keypti skuldir Grikkja á fullu verði af bönkunum sem upphaflega lánuðu. Bankar halda áfram að lána glæfralega á meðan þeir vita að þeim verður ávallt tryggt skaðleysi af lánveitingum sínum sama hversu galnar þær eru. Aðgerðir troikunnar eru ávísun á alvarlegar fjármálakrísur í framtíðinni. Grikkland er ekki fyrsta fórnarlamb handrukkunar á vegum alþjóðlegra banka og ekki það síðasta. Ólíkt fóru menn að 1953 þegar Lundúnasamkomulagið um skuldir Þjóðverja var undirritað. Þá var stór hluti skulda Þjóðverja afskrifaður og lengt í því sem eftir stóð vegna þess að ráðamenn Vesturlanda þá vildu frekar hafa Þýskaland sem sterkan bandamann en skilja það eftir í spennitreyju ofvaxinna skulda. Höfðu þó Þjóðverjar innan við áratug fyrr farið með blóðugum hernaði gegn heiminum. Eftir kreppuna miklu í Bandaríkjunum á 4. áratug síðustu aldar óx verkalýðfélögum fiskur um hrygg vestra og reiði almennings, sem ekki hafði vinnu og átti hvorki í sig né á, kraumaði. Uppþoti var hótað og Roosevelt forseti samdi við fulltrúa verkalýðsafla og vinstri flokka um atvinnuleysisbætur, almannatryggingar og lágmarkslaun. Fjár til verkefnisins var aflað með sköttum frá efnafólki og stórfyrirtækjum. Komið var böndum á fjármálaöflin. Roosevelt lofaði að auki vinnu þeim sem einkageirinn gæti ekki útvegað störf. Á nokkrum árum skapaði Roosevelt milljónir starfa sem fóru í að treysta innviði Bandaríkjanna, nokkuð sem Bandaríkin njóta enn góðs af, áttatíu árum síðar. Bandaríkin og Þýskaland hafa þannig staðið í sporum Grikklands. Leið þeirra til hagsældar fólst í vexti en ekki niðurskurði. Samt ætlast menn til að Grikkir skeri enn frekar niður og fækki störfum. Markmiðið er augljóslega ekki endurreisn Grikklands heldur skaðleysi gráðugra banka. Mikil er skömm Merkel, Schäuble, Junckers, Lagarde og Draghi fyrir sinn hlut í því. Grikkland hefur þegar skorið of mikið niður. Sú helstefna sem rekin er gegn landinu getur aðeins endað með skelfingu.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Grikkland Skjóðan Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira