Að kíkja undir húddið Stjórnarmaðurinn skrifar 1. júlí 2015 09:45 Fjölmiðlar fjölluðu á dögunum um hlutafjáraukningu hjá Lauf Forks sem framleiðir gaffla fyrir fjallahjól. Fram kom að aukningin næmi hundrað milljónum króna og að féð yrði notað til aukinnar markaðssóknar og vöruþróunar. Lauf forks er alvöru nýsköpunarfyrirtæki sem hefur selt og framleitt að eigin sögn léttasta reiðhjólagaffal í heimi. Félagið selur nú til söluaðila í um það bil þrjátíu löndum, auk þess að selja beint til keppnisliða og einstaklinga. Við þetta bætist að stofnendur eru ekki bara sprengmenntaðir á sviði iðnhönnunar og verkfræði, heldur augljóslega einnig miklir hjólaáhugamenn. Fyrir utanaðkomandi virðist því svo sem þarna fari saman bæði kunnátta og brennandi áhugi á viðfangsefninu. Lauf Forks er með öðrum orðum einkar áhugavert félag. Því voru nokkur vonbrigði fyrir áhugasama að lesa fréttir af hlutafjáraukningunni. Engin tilraun var gerð á neinum miðli til að setja hana í samhengi, eða til að spyrja lykilspurninga. Hvað voru margir hlutir seldir í aukningunni, og hver var þar af leiðandi verðmiði félagsins í viðskiptunum? Hverjir keyptu hlutafé, voru það fyrri hluthafar eða komu nýir að borðinu? Þynntist eignarhlutur stofnendanna út eða halda þeir sínu? Hvað hefur mikið fé verið sett inn í félagið frá stofnun? Því miður er þetta of algengt í umfjöllun íslenskra fjölmiðla um viðskipti. Efnahagsfréttir taka allt plássið en þegar kemur að málefnum fyrirtækjanna sjálfra eru fréttatilkynningar étnar upp hráar og engin tilraun gerð til að skyggnast bak við tjöldin. Hvort um er að kenna áhuga- eða kunnáttuleysi skal ósagt látið, en eitt er ljóst að eftirspurn hlýtur að vera eftir öflugri umfjöllun um málefni stórra og smárra fyrirtækja í landinu.Að berjast fyrir vondum málstað Leigubílstjórar í París og víðar í Frakklandi stóðu nýverið fyrir miklum mótmælum vegna starfsemi Uber í landinu. Fyrir þá sem ekki vita þá er Uber snjallforrit sem tengir leigubílstjóra og farþega saman milliliðalaust. Uber er allt í senn hentugra, ódýrara, sveigjanlegra og öruggara en hefðbundnir leigubílar í stórborgum. Bílstjórinn kemur þegar þú vilt, þú sérð framgang hans á gagnvirku korti og bílaflotinn er nýr og öruggur. Með öðrum orðum, allt sem hefðbundin leigubílaþjónusta er ekki. Vitaskuld er skiljanlegt að menn berjist fyrir lífsviðurværi sínu. Málstaðurinn er hins vegar ekki góður ef verið er að berjast gegn betri og ódýrari þjónustu. Nær væri að taka til í eigin ranni.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Sjá meira
Fjölmiðlar fjölluðu á dögunum um hlutafjáraukningu hjá Lauf Forks sem framleiðir gaffla fyrir fjallahjól. Fram kom að aukningin næmi hundrað milljónum króna og að féð yrði notað til aukinnar markaðssóknar og vöruþróunar. Lauf forks er alvöru nýsköpunarfyrirtæki sem hefur selt og framleitt að eigin sögn léttasta reiðhjólagaffal í heimi. Félagið selur nú til söluaðila í um það bil þrjátíu löndum, auk þess að selja beint til keppnisliða og einstaklinga. Við þetta bætist að stofnendur eru ekki bara sprengmenntaðir á sviði iðnhönnunar og verkfræði, heldur augljóslega einnig miklir hjólaáhugamenn. Fyrir utanaðkomandi virðist því svo sem þarna fari saman bæði kunnátta og brennandi áhugi á viðfangsefninu. Lauf Forks er með öðrum orðum einkar áhugavert félag. Því voru nokkur vonbrigði fyrir áhugasama að lesa fréttir af hlutafjáraukningunni. Engin tilraun var gerð á neinum miðli til að setja hana í samhengi, eða til að spyrja lykilspurninga. Hvað voru margir hlutir seldir í aukningunni, og hver var þar af leiðandi verðmiði félagsins í viðskiptunum? Hverjir keyptu hlutafé, voru það fyrri hluthafar eða komu nýir að borðinu? Þynntist eignarhlutur stofnendanna út eða halda þeir sínu? Hvað hefur mikið fé verið sett inn í félagið frá stofnun? Því miður er þetta of algengt í umfjöllun íslenskra fjölmiðla um viðskipti. Efnahagsfréttir taka allt plássið en þegar kemur að málefnum fyrirtækjanna sjálfra eru fréttatilkynningar étnar upp hráar og engin tilraun gerð til að skyggnast bak við tjöldin. Hvort um er að kenna áhuga- eða kunnáttuleysi skal ósagt látið, en eitt er ljóst að eftirspurn hlýtur að vera eftir öflugri umfjöllun um málefni stórra og smárra fyrirtækja í landinu.Að berjast fyrir vondum málstað Leigubílstjórar í París og víðar í Frakklandi stóðu nýverið fyrir miklum mótmælum vegna starfsemi Uber í landinu. Fyrir þá sem ekki vita þá er Uber snjallforrit sem tengir leigubílstjóra og farþega saman milliliðalaust. Uber er allt í senn hentugra, ódýrara, sveigjanlegra og öruggara en hefðbundnir leigubílar í stórborgum. Bílstjórinn kemur þegar þú vilt, þú sérð framgang hans á gagnvirku korti og bílaflotinn er nýr og öruggur. Með öðrum orðum, allt sem hefðbundin leigubílaþjónusta er ekki. Vitaskuld er skiljanlegt að menn berjist fyrir lífsviðurværi sínu. Málstaðurinn er hins vegar ekki góður ef verið er að berjast gegn betri og ódýrari þjónustu. Nær væri að taka til í eigin ranni.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Sjá meira