Hámörkuð nýting á markaðsfé Eva Magnúsdóttir skrifar 1. júlí 2015 07:00 Fyrirtæki vilja gjarna hámarka nýtingu á markaðsfé sínu og mikilvægt er að hitta í mark. Aðgerðaáætlun í markaðsmálum þarf að tvinna saman notkun á mismunandi miðlum, hefðbundnum miðlum, almannatengslum, vefmiðlum og ýmsum samfélagsmiðlum eftir því sem við hæfi þykir og markhópinn er að finna. Skipulagðar greiningar á markhópum og hegðun þeirra getur hjálpað fyrirtækjum að hámarka nýtingu á markaðsfé og ná til þess hóps er tala skal til. Markaðsherferðir sem einskorða sig við auglýsingar í sjónvarpi, útvarpi og dagblöðum heyra sögunni til. Hver og einn er nú sinn eigin fjölmiðlastjóri og flestir neyta efnisins þegar þeim hentar en binda sig ekki við hinn hefðbundna dagskrártíma. Sífellt færri horfa á línulega dagskrá og auglýsing á besta stað í sjónvarpi er ekki trygging fyrir því að ná til markhópsins. Stór hluti fjölmiðlatíma fólks fer í hina ýmsu miðla á vefnum. Það þarf að endurspegla skiptingu á markaðsfé. Samfélagsmiðlar eiga það sameiginlegt að byggjast fyrst og fremst á gagnvirkum samskiptum þeirra sem nota miðilinn. Notendur miðla eigin efni og skoðunum og deila efni annarra. Stór hluti íslensku þjóðarinnar notar samskiptamiðla oft á dag eða yfir 60%. Með réttu vali á samfélagsmiðlum út frá stefnumótun og markhópagreiningu má hámarka sýnileika fyrirtækisins til rétta markhópsins og þannig hámarka fjárfestingu í markaðsmálum. Efnismarkaðssetning snýst um að búa til og dreifa efni sem hefur virði fyrir markhópa fyrirtækisins í þeim tilgangi að laða að sér viðskipti. Fyrirtækið dregur viðskiptavini nær sér og byggir upp traust sambönd til lengri tíma. Samfélagsmiðlar snúast m.a. um efnismarkaðssetningu, leitarvélabestun, þ.e. að finnast á leitarvélum á borð við Google, auk þess sem blogg, greinaskrif, tölvupóstsmarkaðssetning o.fl. er efnismarkaðssetning. Hægt er að nýta hana með góðum árangri með mun minna fjármagni en hefðbundnari markaðsleiðir á borð við auglýsingar. Með góðum og heiðarlegum samskiptum við fjölmiðla er jafnframt unnið að því að byggja upp fyrirtæki með sterkari ímynd. Það skiptir máli að sá boðskapur sem fyrirtækið ber á borð styðji við uppbyggingu á ímynd þess og stefnu og gjörðir þess séu í samræmi við það sem sagt er. Það skiptir því miklu máli að fyrirtæki móti sér stefnu um það hvernig samskipti þau ætla að eiga við samfélagið. Mótun samfélagsstefnu er eitt af því sem ábyrg fyrirtæki gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Fyrirtæki vilja gjarna hámarka nýtingu á markaðsfé sínu og mikilvægt er að hitta í mark. Aðgerðaáætlun í markaðsmálum þarf að tvinna saman notkun á mismunandi miðlum, hefðbundnum miðlum, almannatengslum, vefmiðlum og ýmsum samfélagsmiðlum eftir því sem við hæfi þykir og markhópinn er að finna. Skipulagðar greiningar á markhópum og hegðun þeirra getur hjálpað fyrirtækjum að hámarka nýtingu á markaðsfé og ná til þess hóps er tala skal til. Markaðsherferðir sem einskorða sig við auglýsingar í sjónvarpi, útvarpi og dagblöðum heyra sögunni til. Hver og einn er nú sinn eigin fjölmiðlastjóri og flestir neyta efnisins þegar þeim hentar en binda sig ekki við hinn hefðbundna dagskrártíma. Sífellt færri horfa á línulega dagskrá og auglýsing á besta stað í sjónvarpi er ekki trygging fyrir því að ná til markhópsins. Stór hluti fjölmiðlatíma fólks fer í hina ýmsu miðla á vefnum. Það þarf að endurspegla skiptingu á markaðsfé. Samfélagsmiðlar eiga það sameiginlegt að byggjast fyrst og fremst á gagnvirkum samskiptum þeirra sem nota miðilinn. Notendur miðla eigin efni og skoðunum og deila efni annarra. Stór hluti íslensku þjóðarinnar notar samskiptamiðla oft á dag eða yfir 60%. Með réttu vali á samfélagsmiðlum út frá stefnumótun og markhópagreiningu má hámarka sýnileika fyrirtækisins til rétta markhópsins og þannig hámarka fjárfestingu í markaðsmálum. Efnismarkaðssetning snýst um að búa til og dreifa efni sem hefur virði fyrir markhópa fyrirtækisins í þeim tilgangi að laða að sér viðskipti. Fyrirtækið dregur viðskiptavini nær sér og byggir upp traust sambönd til lengri tíma. Samfélagsmiðlar snúast m.a. um efnismarkaðssetningu, leitarvélabestun, þ.e. að finnast á leitarvélum á borð við Google, auk þess sem blogg, greinaskrif, tölvupóstsmarkaðssetning o.fl. er efnismarkaðssetning. Hægt er að nýta hana með góðum árangri með mun minna fjármagni en hefðbundnari markaðsleiðir á borð við auglýsingar. Með góðum og heiðarlegum samskiptum við fjölmiðla er jafnframt unnið að því að byggja upp fyrirtæki með sterkari ímynd. Það skiptir máli að sá boðskapur sem fyrirtækið ber á borð styðji við uppbyggingu á ímynd þess og stefnu og gjörðir þess séu í samræmi við það sem sagt er. Það skiptir því miklu máli að fyrirtæki móti sér stefnu um það hvernig samskipti þau ætla að eiga við samfélagið. Mótun samfélagsstefnu er eitt af því sem ábyrg fyrirtæki gera.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar