Grátandi ferðafólki bjargað af skálavörðum á hálendinu Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 7. júlí 2015 08:45 Snjómagnið í Hrafntinnuskeri er svipað núna og á þessari mynd sem tekin er að vetri. Snjórinn er hins vegar farinn að bráðna. MYND/GUÐMUNDUR JÓNSSON Fjölmörg dæmi eru um að illa búnir og hraktir ferðamenn á eigin vegum hafi brostið í grát á hálendinu að undanförnu vegna vanlíðanar og hræðslu. Sumir hafa verið svo illa á sig komnir að skálaverðir hafa þurft að koma á móti þeim og bera þá inn í skála. „Skálaverðir Ferðafélags Íslands, og þá einkum skálaverðir í Hrafntinnuskeri, hafa unnið björgunarafrek á hálendinu síðustu vikur. Þeir hafa bæði farið á móti vanbúnum og hræddum ferðamönnum og á eftir þeim og borið þá upp í skála. Þeir hafa tekið á móti grátandi ferðamönnum sem hafa alls ekki verið búnir til göngu í snjó og krapa. Skálaverðirnir hafa staðið sig ótrúlega vel í þessum krefjandi aðstæðum,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Dæmi um þessi tilvik séu fjölmörg.„Verði menn blautir, kaldir og hraktir verða þeir hræddir og fara að gráta.“ Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.Páll leggur áherslu á að ferðaþjónustuaðilar sem selja erlendum ferðamönnum bæði göngu- og rútuferðir inn á hálendið í júní og langt fram á haust þurfi að horfast í augu við staðreyndir. „Undanfarin 20 ár hefur hálendið að meðaltali verið opið í júlí og ágúst. Það hefur tekist vel að markaðssetja Ísland en það þarf að taka tillit til þeirra aðstæðna sem ráða á hálendinu. Menn verða að sýna ábyrgð og upplýsa ferðamenn um þær aðstæður sem þeir geta lent í ef þeir eru svona snemma eða seint á ferðinni.“ Að sögn Páls eru margir erlendu ferðamannanna sem leggja af stað í göngu yfir hálendið í hlífðarfatnaði sem heldur hvorki vatni né vindi. Sumir eru með lítið nesti og ónýtt tjald.Gangan úr Landmannalaugum í Hrafntinnusker er um 15 km og yfir í Álftavatn eru 26 km.Loftmyndir„Þeir kaupa ferð inn á hálendið en átta sig engan veginn á íslenskum aðstæðum. Hitinn getur farið niður undir frostmark. Verði menn blautir, kaldir og hraktir verða þeir hræddir og fara að gráta. Það er þá skylda skálavarða og sýn þeirra til fólks á fjöllum að veita aðstoð,“ segir Páll. Gangan úr Landmannalaugum í Hrafntinnusker er um 15 km og yfir í Álftavatn eru 26 km. „Það er óhemjumikill snjór núna í Hrafntinnuskeri en minni við Álftavatn. Nú er að vísu að komast hefðbundið ástand á leiðina. Ég held samt að ég geti sagt að það verði snjór fram í ágúst í Hrafntinnuskeri en ef menn eru í góðum búnaði er hægt að ganga í snjó á fjöllum,“ segir Páll Guðmundsson. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Sjá meira
Fjölmörg dæmi eru um að illa búnir og hraktir ferðamenn á eigin vegum hafi brostið í grát á hálendinu að undanförnu vegna vanlíðanar og hræðslu. Sumir hafa verið svo illa á sig komnir að skálaverðir hafa þurft að koma á móti þeim og bera þá inn í skála. „Skálaverðir Ferðafélags Íslands, og þá einkum skálaverðir í Hrafntinnuskeri, hafa unnið björgunarafrek á hálendinu síðustu vikur. Þeir hafa bæði farið á móti vanbúnum og hræddum ferðamönnum og á eftir þeim og borið þá upp í skála. Þeir hafa tekið á móti grátandi ferðamönnum sem hafa alls ekki verið búnir til göngu í snjó og krapa. Skálaverðirnir hafa staðið sig ótrúlega vel í þessum krefjandi aðstæðum,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Dæmi um þessi tilvik séu fjölmörg.„Verði menn blautir, kaldir og hraktir verða þeir hræddir og fara að gráta.“ Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.Páll leggur áherslu á að ferðaþjónustuaðilar sem selja erlendum ferðamönnum bæði göngu- og rútuferðir inn á hálendið í júní og langt fram á haust þurfi að horfast í augu við staðreyndir. „Undanfarin 20 ár hefur hálendið að meðaltali verið opið í júlí og ágúst. Það hefur tekist vel að markaðssetja Ísland en það þarf að taka tillit til þeirra aðstæðna sem ráða á hálendinu. Menn verða að sýna ábyrgð og upplýsa ferðamenn um þær aðstæður sem þeir geta lent í ef þeir eru svona snemma eða seint á ferðinni.“ Að sögn Páls eru margir erlendu ferðamannanna sem leggja af stað í göngu yfir hálendið í hlífðarfatnaði sem heldur hvorki vatni né vindi. Sumir eru með lítið nesti og ónýtt tjald.Gangan úr Landmannalaugum í Hrafntinnusker er um 15 km og yfir í Álftavatn eru 26 km.Loftmyndir„Þeir kaupa ferð inn á hálendið en átta sig engan veginn á íslenskum aðstæðum. Hitinn getur farið niður undir frostmark. Verði menn blautir, kaldir og hraktir verða þeir hræddir og fara að gráta. Það er þá skylda skálavarða og sýn þeirra til fólks á fjöllum að veita aðstoð,“ segir Páll. Gangan úr Landmannalaugum í Hrafntinnusker er um 15 km og yfir í Álftavatn eru 26 km. „Það er óhemjumikill snjór núna í Hrafntinnuskeri en minni við Álftavatn. Nú er að vísu að komast hefðbundið ástand á leiðina. Ég held samt að ég geti sagt að það verði snjór fram í ágúst í Hrafntinnuskeri en ef menn eru í góðum búnaði er hægt að ganga í snjó á fjöllum,“ segir Páll Guðmundsson.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent