Landsbjörg hringir daglega í skálaverði uppi á hálendi Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 8. júlí 2015 07:00 "Við reynum að gera okkar besta þótt við berum ekki ábyrgð á þeim sem kaupa bara áætlunarakstur. Það er greinilegt að upplýsingarnar ná ekki til allra eða þá að ferðamenn trúa því ekki að aðstæður séu eins og sagt er,“ segir Kristján Baldursson, framkvæmdastjóri Trex. vísir/anton Landsbjörg og ferðamálayfirvöld ganga allt að því eins langt og hægt er í að veita ferðamönnum upplýsingar um aðstæður á Íslandi. Þetta er mat Jónasar Guðmundssonar, verkefnisstjóra slysavarna ferðamanna hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.Jónas GuðmundssonFramkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, Páll Guðmundsson, greindi frá því í Fréttablaðinu í gær að skálaverðir, einkum í Hrafntinnuskeri, hefðu unnið björgunarafrek á hálendinu síðustu vikur. Þeir hefðu borið inn í skála hrakta og bugaða ferðamenn sem alls ekki hefðu verið búnir til göngu í snjó og krapa. Jónas bendir á að á þessum tíma eigi fólk ekki von á aðstæðunum sem verið hafa á hálendinu síðustu vikur. Frá júníbyrjun hafi í samvinnu við Höfuðborgarstofu verið rekin sérstök starfsstöð í miðbæ Reykjavíkur þar sem vant björgunarsveitarfólk sé við störf. „Við höfum hringt daglega í skálaverði og safnað upplýsingum um aðstæður. Við létum alla ferðaþjónustuaðila vita að þarna væri að finna upplýsingar. Við höfum einnig sett inn upplýsingar á síðuna safetravel.is um að aðstæður séu óvenjulegar. Þessar upplýsingar hafa einnig komið fram á skjáupplýsingakerfi ferðamanna sem er á um 40 stöðum á landinu. Nú er einnig hálendisvakt björgunarsveitanna hafin.“ Jónas telur að það sé mikill minnihluti ferðamanna sem ekki hitti skálavörð og landvörð þegar komið er inn í Landmannalaugar sem ræði við þá um aðstæður. Samstarf Landsbjargar við bílaleigur hefur verið gott, að því er hann greinir frá. „Við höfum reyndar ekki verið í jafnmiklu samstarfi við hópferðafyrirtækin.“ Kristján Baldursson, framkvæmdastjóri hópferðamiðstöðvarinnar Trex sem er eitt þeirra fyrirtækja sem er með áætlunarferðir inn í Landmannalaugar, segir að farþegum með rútunum séu afhentar leiðbeiningar um aðstæður á svæðunum og hentugan klæðaburð. Taka þurfi til dæmis mið af breytilegu veðri. „Þeir fá miða þegar þeir koma upp í bílana með þessum leiðbeiningum. Þeim er einnig ráðlagt að hafa samband við skálaverði og leita sér upplýsinga. Á heimasíðu okkar eru jafnframt leiðbeiningar og við vísum á aðrar vefsíður. Við reynum að gera okkar besta þótt við berum ekki ábyrgð á þeim sem kaupa bara áætlunarakstur. Það er greinilegt að upplýsingarnar ná ekki til allra eða þá að ferðamenn trúa því ekki að aðstæður séu eins og sagt er.“ Kristján tekur það fram að hluti farþeganna sé í skipulögðum hópum með leiðsögumönnum. „Þar er fólk betur tékkað af.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Landsbjörg og ferðamálayfirvöld ganga allt að því eins langt og hægt er í að veita ferðamönnum upplýsingar um aðstæður á Íslandi. Þetta er mat Jónasar Guðmundssonar, verkefnisstjóra slysavarna ferðamanna hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.Jónas GuðmundssonFramkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, Páll Guðmundsson, greindi frá því í Fréttablaðinu í gær að skálaverðir, einkum í Hrafntinnuskeri, hefðu unnið björgunarafrek á hálendinu síðustu vikur. Þeir hefðu borið inn í skála hrakta og bugaða ferðamenn sem alls ekki hefðu verið búnir til göngu í snjó og krapa. Jónas bendir á að á þessum tíma eigi fólk ekki von á aðstæðunum sem verið hafa á hálendinu síðustu vikur. Frá júníbyrjun hafi í samvinnu við Höfuðborgarstofu verið rekin sérstök starfsstöð í miðbæ Reykjavíkur þar sem vant björgunarsveitarfólk sé við störf. „Við höfum hringt daglega í skálaverði og safnað upplýsingum um aðstæður. Við létum alla ferðaþjónustuaðila vita að þarna væri að finna upplýsingar. Við höfum einnig sett inn upplýsingar á síðuna safetravel.is um að aðstæður séu óvenjulegar. Þessar upplýsingar hafa einnig komið fram á skjáupplýsingakerfi ferðamanna sem er á um 40 stöðum á landinu. Nú er einnig hálendisvakt björgunarsveitanna hafin.“ Jónas telur að það sé mikill minnihluti ferðamanna sem ekki hitti skálavörð og landvörð þegar komið er inn í Landmannalaugar sem ræði við þá um aðstæður. Samstarf Landsbjargar við bílaleigur hefur verið gott, að því er hann greinir frá. „Við höfum reyndar ekki verið í jafnmiklu samstarfi við hópferðafyrirtækin.“ Kristján Baldursson, framkvæmdastjóri hópferðamiðstöðvarinnar Trex sem er eitt þeirra fyrirtækja sem er með áætlunarferðir inn í Landmannalaugar, segir að farþegum með rútunum séu afhentar leiðbeiningar um aðstæður á svæðunum og hentugan klæðaburð. Taka þurfi til dæmis mið af breytilegu veðri. „Þeir fá miða þegar þeir koma upp í bílana með þessum leiðbeiningum. Þeim er einnig ráðlagt að hafa samband við skálaverði og leita sér upplýsinga. Á heimasíðu okkar eru jafnframt leiðbeiningar og við vísum á aðrar vefsíður. Við reynum að gera okkar besta þótt við berum ekki ábyrgð á þeim sem kaupa bara áætlunarakstur. Það er greinilegt að upplýsingarnar ná ekki til allra eða þá að ferðamenn trúa því ekki að aðstæður séu eins og sagt er.“ Kristján tekur það fram að hluti farþeganna sé í skipulögðum hópum með leiðsögumönnum. „Þar er fólk betur tékkað af.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira