Landsbjörg hringir daglega í skálaverði uppi á hálendi Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 8. júlí 2015 07:00 "Við reynum að gera okkar besta þótt við berum ekki ábyrgð á þeim sem kaupa bara áætlunarakstur. Það er greinilegt að upplýsingarnar ná ekki til allra eða þá að ferðamenn trúa því ekki að aðstæður séu eins og sagt er,“ segir Kristján Baldursson, framkvæmdastjóri Trex. vísir/anton Landsbjörg og ferðamálayfirvöld ganga allt að því eins langt og hægt er í að veita ferðamönnum upplýsingar um aðstæður á Íslandi. Þetta er mat Jónasar Guðmundssonar, verkefnisstjóra slysavarna ferðamanna hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.Jónas GuðmundssonFramkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, Páll Guðmundsson, greindi frá því í Fréttablaðinu í gær að skálaverðir, einkum í Hrafntinnuskeri, hefðu unnið björgunarafrek á hálendinu síðustu vikur. Þeir hefðu borið inn í skála hrakta og bugaða ferðamenn sem alls ekki hefðu verið búnir til göngu í snjó og krapa. Jónas bendir á að á þessum tíma eigi fólk ekki von á aðstæðunum sem verið hafa á hálendinu síðustu vikur. Frá júníbyrjun hafi í samvinnu við Höfuðborgarstofu verið rekin sérstök starfsstöð í miðbæ Reykjavíkur þar sem vant björgunarsveitarfólk sé við störf. „Við höfum hringt daglega í skálaverði og safnað upplýsingum um aðstæður. Við létum alla ferðaþjónustuaðila vita að þarna væri að finna upplýsingar. Við höfum einnig sett inn upplýsingar á síðuna safetravel.is um að aðstæður séu óvenjulegar. Þessar upplýsingar hafa einnig komið fram á skjáupplýsingakerfi ferðamanna sem er á um 40 stöðum á landinu. Nú er einnig hálendisvakt björgunarsveitanna hafin.“ Jónas telur að það sé mikill minnihluti ferðamanna sem ekki hitti skálavörð og landvörð þegar komið er inn í Landmannalaugar sem ræði við þá um aðstæður. Samstarf Landsbjargar við bílaleigur hefur verið gott, að því er hann greinir frá. „Við höfum reyndar ekki verið í jafnmiklu samstarfi við hópferðafyrirtækin.“ Kristján Baldursson, framkvæmdastjóri hópferðamiðstöðvarinnar Trex sem er eitt þeirra fyrirtækja sem er með áætlunarferðir inn í Landmannalaugar, segir að farþegum með rútunum séu afhentar leiðbeiningar um aðstæður á svæðunum og hentugan klæðaburð. Taka þurfi til dæmis mið af breytilegu veðri. „Þeir fá miða þegar þeir koma upp í bílana með þessum leiðbeiningum. Þeim er einnig ráðlagt að hafa samband við skálaverði og leita sér upplýsinga. Á heimasíðu okkar eru jafnframt leiðbeiningar og við vísum á aðrar vefsíður. Við reynum að gera okkar besta þótt við berum ekki ábyrgð á þeim sem kaupa bara áætlunarakstur. Það er greinilegt að upplýsingarnar ná ekki til allra eða þá að ferðamenn trúa því ekki að aðstæður séu eins og sagt er.“ Kristján tekur það fram að hluti farþeganna sé í skipulögðum hópum með leiðsögumönnum. „Þar er fólk betur tékkað af.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Landsbjörg og ferðamálayfirvöld ganga allt að því eins langt og hægt er í að veita ferðamönnum upplýsingar um aðstæður á Íslandi. Þetta er mat Jónasar Guðmundssonar, verkefnisstjóra slysavarna ferðamanna hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.Jónas GuðmundssonFramkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, Páll Guðmundsson, greindi frá því í Fréttablaðinu í gær að skálaverðir, einkum í Hrafntinnuskeri, hefðu unnið björgunarafrek á hálendinu síðustu vikur. Þeir hefðu borið inn í skála hrakta og bugaða ferðamenn sem alls ekki hefðu verið búnir til göngu í snjó og krapa. Jónas bendir á að á þessum tíma eigi fólk ekki von á aðstæðunum sem verið hafa á hálendinu síðustu vikur. Frá júníbyrjun hafi í samvinnu við Höfuðborgarstofu verið rekin sérstök starfsstöð í miðbæ Reykjavíkur þar sem vant björgunarsveitarfólk sé við störf. „Við höfum hringt daglega í skálaverði og safnað upplýsingum um aðstæður. Við létum alla ferðaþjónustuaðila vita að þarna væri að finna upplýsingar. Við höfum einnig sett inn upplýsingar á síðuna safetravel.is um að aðstæður séu óvenjulegar. Þessar upplýsingar hafa einnig komið fram á skjáupplýsingakerfi ferðamanna sem er á um 40 stöðum á landinu. Nú er einnig hálendisvakt björgunarsveitanna hafin.“ Jónas telur að það sé mikill minnihluti ferðamanna sem ekki hitti skálavörð og landvörð þegar komið er inn í Landmannalaugar sem ræði við þá um aðstæður. Samstarf Landsbjargar við bílaleigur hefur verið gott, að því er hann greinir frá. „Við höfum reyndar ekki verið í jafnmiklu samstarfi við hópferðafyrirtækin.“ Kristján Baldursson, framkvæmdastjóri hópferðamiðstöðvarinnar Trex sem er eitt þeirra fyrirtækja sem er með áætlunarferðir inn í Landmannalaugar, segir að farþegum með rútunum séu afhentar leiðbeiningar um aðstæður á svæðunum og hentugan klæðaburð. Taka þurfi til dæmis mið af breytilegu veðri. „Þeir fá miða þegar þeir koma upp í bílana með þessum leiðbeiningum. Þeim er einnig ráðlagt að hafa samband við skálaverði og leita sér upplýsinga. Á heimasíðu okkar eru jafnframt leiðbeiningar og við vísum á aðrar vefsíður. Við reynum að gera okkar besta þótt við berum ekki ábyrgð á þeim sem kaupa bara áætlunarakstur. Það er greinilegt að upplýsingarnar ná ekki til allra eða þá að ferðamenn trúa því ekki að aðstæður séu eins og sagt er.“ Kristján tekur það fram að hluti farþeganna sé í skipulögðum hópum með leiðsögumönnum. „Þar er fólk betur tékkað af.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira