Ekki starfi sínu vaxin? Skjóðan skrifar 15. júlí 2015 10:30 Á ögurstundu getur það skipt sköpum fyrir alla heimsbyggðina að ráðamenn einstakra ríkja séu starfi sínu vaxnir og geti staðið undir þeirri miklu ábyrgð sem á þeim hvílir. Þegar horft er til síðari heimsstyrjaldarinnar dylst engum að þegar Winston Churchill tók við forsætisráðherraembætti í Bretlandi af Neville Chamberlain urðu kaflaskil. Stríðslukkan snerist ekki Bretum og bandamönnum í hag þegar í stað, en brotið hafði verið blað. Þegar við Íslendingar horfum til baka er erfitt að draga aðra ályktun en þá að ráðamenn í ríkisstjórn, Seðlabanka og stjórnkerfi Íslands hafi verið mörgum númerum of litlir í sín vandasömu störf á árunum og misserunum fyrir hrunið sem hér varð 2008. Í Grikklandi, vöggu lýðræðis í heiminum, hafa óhæfir menn farið með landstjórnina í áratugi. Um það þarf ekki að deila. Afleiðingarnar eru skelfilegar fyrir Grikki, sem nú eru háðir nágrönnum sínum um neyðaraðstoð til að afstýra algeru hruni. Endurreisn Þýskalands eftir seinni heimsstyrjöldina er oft kennd við Konrad Adenauer, kanslara 1947-1963, og Ludwig Ehrhard, fjármálaráðherra hans og eftirmann, og víst er að þeir voru engir meðalmenn. Þó hefði þeim Adenauer og Erhard aldrei tekist að endurreisa Þýskaland án mikillar aðstoðar annarra ríkja. Sú aðstoð fólst m.a. í Marshall-aðstoð Bandaríkjamanna og stórfelldri skuldaniðurfellingu, sem gengið var frá á Lundúnaráðstefnunni 1953. Nágrannaríki Þýskalands ætluðu Þjóðverjum ekki hið óframkvæmanlega hlutskipti að komast á réttan kjöl fjárhagslega með því að skera niður útgjöld og hækka skatta í brostnu hagkerfi enda hefði það aldrei gengið. Þjóðverjum var rétt hjálparhönd og þeir reistir á fætur. Því er það kaldhæðnislegt þegar Grikkland er á fjárhagslegri vonarvöl að þýskir ráðamenn skuli ganga fremstir í flokki þeirra sem gera óraunhæfar kröfur um niðurskurð og skattahækkanir í gríska hagkerfinu. Ekki verður betur séð en að einn tilgangur þess skrípaleiks, sem staðið hefur í Brüssel undanfarnar vikur, sé að niðurlægja Grikki. Sjálfsagt er að gera kröfur um umbætur í grískri stjórnsýslu og hagstjórn en án stórfelldra skuldaafskrifta er Grikklandsævintýrið dæmt til að enda með skelfingu fyrir Evrópu. Það er ekki fyrr en á reynir sem í ljós kemur hvort stjórnmálamenn eru leiðtogar eða vindhanar. Í stað þess að leiða Grikklandskrísuna til farsællar lausnar fyrir alla höfðar Angela Merkel til lægstu hvata þýskra kjósenda. Hún er ekki starfi sínu vaxin. Nú er sjálft ESB í hættu vegna þýskrar óbilgirni í garð Grikkja. Hætt er við að sagan skipi Merkel annars staðar í sveit en með Adenauer, Erhard, Brandt, Schmidt og Kohl.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Á ögurstundu getur það skipt sköpum fyrir alla heimsbyggðina að ráðamenn einstakra ríkja séu starfi sínu vaxnir og geti staðið undir þeirri miklu ábyrgð sem á þeim hvílir. Þegar horft er til síðari heimsstyrjaldarinnar dylst engum að þegar Winston Churchill tók við forsætisráðherraembætti í Bretlandi af Neville Chamberlain urðu kaflaskil. Stríðslukkan snerist ekki Bretum og bandamönnum í hag þegar í stað, en brotið hafði verið blað. Þegar við Íslendingar horfum til baka er erfitt að draga aðra ályktun en þá að ráðamenn í ríkisstjórn, Seðlabanka og stjórnkerfi Íslands hafi verið mörgum númerum of litlir í sín vandasömu störf á árunum og misserunum fyrir hrunið sem hér varð 2008. Í Grikklandi, vöggu lýðræðis í heiminum, hafa óhæfir menn farið með landstjórnina í áratugi. Um það þarf ekki að deila. Afleiðingarnar eru skelfilegar fyrir Grikki, sem nú eru háðir nágrönnum sínum um neyðaraðstoð til að afstýra algeru hruni. Endurreisn Þýskalands eftir seinni heimsstyrjöldina er oft kennd við Konrad Adenauer, kanslara 1947-1963, og Ludwig Ehrhard, fjármálaráðherra hans og eftirmann, og víst er að þeir voru engir meðalmenn. Þó hefði þeim Adenauer og Erhard aldrei tekist að endurreisa Þýskaland án mikillar aðstoðar annarra ríkja. Sú aðstoð fólst m.a. í Marshall-aðstoð Bandaríkjamanna og stórfelldri skuldaniðurfellingu, sem gengið var frá á Lundúnaráðstefnunni 1953. Nágrannaríki Þýskalands ætluðu Þjóðverjum ekki hið óframkvæmanlega hlutskipti að komast á réttan kjöl fjárhagslega með því að skera niður útgjöld og hækka skatta í brostnu hagkerfi enda hefði það aldrei gengið. Þjóðverjum var rétt hjálparhönd og þeir reistir á fætur. Því er það kaldhæðnislegt þegar Grikkland er á fjárhagslegri vonarvöl að þýskir ráðamenn skuli ganga fremstir í flokki þeirra sem gera óraunhæfar kröfur um niðurskurð og skattahækkanir í gríska hagkerfinu. Ekki verður betur séð en að einn tilgangur þess skrípaleiks, sem staðið hefur í Brüssel undanfarnar vikur, sé að niðurlægja Grikki. Sjálfsagt er að gera kröfur um umbætur í grískri stjórnsýslu og hagstjórn en án stórfelldra skuldaafskrifta er Grikklandsævintýrið dæmt til að enda með skelfingu fyrir Evrópu. Það er ekki fyrr en á reynir sem í ljós kemur hvort stjórnmálamenn eru leiðtogar eða vindhanar. Í stað þess að leiða Grikklandskrísuna til farsællar lausnar fyrir alla höfðar Angela Merkel til lægstu hvata þýskra kjósenda. Hún er ekki starfi sínu vaxin. Nú er sjálft ESB í hættu vegna þýskrar óbilgirni í garð Grikkja. Hætt er við að sagan skipi Merkel annars staðar í sveit en með Adenauer, Erhard, Brandt, Schmidt og Kohl.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira