Ævintýri að vera mynduð af Leibovitz Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2015 10:30 Eva Katrín segir Leibovitz vera með sterka nærveru og að upplifunin hafi verið ævintýri. Mynd/EvaKatrín „Þetta var sjúklega mikið ævintýri og súrrealískt,“ segir fyrirsætan Eva Katrín Baldursdóttir, sem mynduð var af ljósmyndaranum Annie Leibovitz fyrir fransk-ítalska fatamerkið Moncler. „Við fórum í Skaftafell, að Jökulsárlóni, til Hafnar í Hornafirði og þar í kring,“ segir Eva Katrín. Hún var eina íslenska fyrirsætan í myndatökunni og í hlutverki snjódrottningar. Eva Katrín segir að það hafi verið talsvert kalt í tökunum sem fóru fram utan dyra um miðjan apríl síðastliðinn. „Maður er náttúrulega Íslendingur og vanur þessu,“ segir hún hlæjandi og heldur áfram: „Hin módelin frá Kaliforníu voru alveg að deyja úr kulda. Voru alveg dúðuð frá toppi til táar.“ Leibovitz er einn þekktasti ljósmyndari heims og hefur myndað margt þekkt fólk, sem dæmi má nefna Yoko Ono og John Lennon en hún tók síðustu myndina af Lennon áður en hann var skotinn til bana 8. desember árið 1980. Leibowitz hefur komið áður til landsins og myndaði Leonardo DiCaprio hér árið 2007. Eva Katrín segir það hafa verið mikið ævintýri að sitja fyrir hjá Lebovitz. „Það var eiginlega bara ótrúlegt. Hún er með svo rosalega sterka nærveru,“ segir hún og að sögn Evu Katrínar var stórt teymi í för með ljósmyndaranum. „Henni fannst líka gaman að vinna með mér og tók í mig og sagði: „You are wonderful“,“ segir Eva Katrín glöð í bragði um samskipti þeirra Leibovitz, en hana hitti hún stutta stund þegar Leibovitz kom og hitti fyrirsæturnar fyrir myndatökuna. „Ég var mjög stressuð fyrst áður en hún kom inn en hún vildi sjá mig í öllu dressinu og fara með mér í gegnum söguna á bakvið myndatökuna,“ segir hún en stressið rjátlast fljótlega af henni. Haft var samband við Evu Katrínu frá Eskimo og hún spurð hvort umboðsskrifstofan mætti senda myndir af henni sem valkost í ákveðið verkefni sem Eva Katrín vissi ekki frekari deili á. Hún samþykkti það og var valin í verkefnið og komst þá að því að það væri Annie Leibovitz sem tæki myndirnar. „Ég bara sturlaðist, eða ekki kannski sturlaðist. Var mjög ánægð og spennt,“ segir hún glöð í bragði. „Hún er náttúrulega bara ótrúleg og hefur tekið margar æðislegar myndir og myndað bara alla,“ segir Eva Katrín ánægð að lokum.Hér má sjá myndband sem franska Vogue birti þar sem skyggst er bakvið tjöldin í tökunum:Le making-of vidéo de la campagne automne-hiver... by VOGUEPARISAnnie LeibovitzAnnie Leibovitz Annie Leibovits er fædd í Bandaríkjunum 2. október árið 1949. Faðir hennar var undirofursti í bandaríska flughernum og flutti fjölskyldan því oft vegna vinnu hans. Fyrstu myndirnar tók hún á Filippseyjum þegar fjölskyldan var þar á tíma Víetnamsstríðsins. Hún byrjaði að starfa fyrir tímaritið Rolling Stone í kringum árið 1970 og árið 1973 var hún gerð að yfirljósmyndara blaðsins og starfaði við það í 10 ár. Leibovitz hefur tekið mikið af þekktum ljósmyndum af þekktum einstaklingum. Meðal annars mynd af John Lennon og Yoko Ono fyrir forsíðu Rolling Stone þar sem þau liggja í faðmlögum á gólfinu, Lennon allsnakinn og Yoko í hvítum kjól. Myndin var sú síðasta sem tekin var af Lennon en hann var skotinn til bana fimm klukkustundum síðar. Fleiri þekktar myndir eftir Leibovitz eru til dæmis mynd af Demi Moore allsnaktri á forsíðu Vanity Fair, Whoopi Goldberg allsnakinni í baðkari fullu af mjólk, Kim Kardashian West, Kanye West og North West á forsíðu Vogue og nú síðast Caitlyn Jenner á forsíðu Vanity Fair. Leibovitz hefur unnið talsvert fyrir tímaritið Vanity Fair og tók forsíðumynd af leikaranum Leonardo DiCaprio við Jökulsárlón í maí árið 2007. Tíska og hönnun Tengdar fréttir Íslensk fyrirsæta í myndaþætti Annie Leibowitz Franska Vogue birtir myndband um gerð auglýsingaherferðar sem tekin var hér á landi. 15. júlí 2015 22:30 Annie Leibovitz stödd á Íslandi Leynd hvílir yfir verkefni sem hún vinnur að. 10. apríl 2015 13:45 Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
„Þetta var sjúklega mikið ævintýri og súrrealískt,“ segir fyrirsætan Eva Katrín Baldursdóttir, sem mynduð var af ljósmyndaranum Annie Leibovitz fyrir fransk-ítalska fatamerkið Moncler. „Við fórum í Skaftafell, að Jökulsárlóni, til Hafnar í Hornafirði og þar í kring,“ segir Eva Katrín. Hún var eina íslenska fyrirsætan í myndatökunni og í hlutverki snjódrottningar. Eva Katrín segir að það hafi verið talsvert kalt í tökunum sem fóru fram utan dyra um miðjan apríl síðastliðinn. „Maður er náttúrulega Íslendingur og vanur þessu,“ segir hún hlæjandi og heldur áfram: „Hin módelin frá Kaliforníu voru alveg að deyja úr kulda. Voru alveg dúðuð frá toppi til táar.“ Leibovitz er einn þekktasti ljósmyndari heims og hefur myndað margt þekkt fólk, sem dæmi má nefna Yoko Ono og John Lennon en hún tók síðustu myndina af Lennon áður en hann var skotinn til bana 8. desember árið 1980. Leibowitz hefur komið áður til landsins og myndaði Leonardo DiCaprio hér árið 2007. Eva Katrín segir það hafa verið mikið ævintýri að sitja fyrir hjá Lebovitz. „Það var eiginlega bara ótrúlegt. Hún er með svo rosalega sterka nærveru,“ segir hún og að sögn Evu Katrínar var stórt teymi í för með ljósmyndaranum. „Henni fannst líka gaman að vinna með mér og tók í mig og sagði: „You are wonderful“,“ segir Eva Katrín glöð í bragði um samskipti þeirra Leibovitz, en hana hitti hún stutta stund þegar Leibovitz kom og hitti fyrirsæturnar fyrir myndatökuna. „Ég var mjög stressuð fyrst áður en hún kom inn en hún vildi sjá mig í öllu dressinu og fara með mér í gegnum söguna á bakvið myndatökuna,“ segir hún en stressið rjátlast fljótlega af henni. Haft var samband við Evu Katrínu frá Eskimo og hún spurð hvort umboðsskrifstofan mætti senda myndir af henni sem valkost í ákveðið verkefni sem Eva Katrín vissi ekki frekari deili á. Hún samþykkti það og var valin í verkefnið og komst þá að því að það væri Annie Leibovitz sem tæki myndirnar. „Ég bara sturlaðist, eða ekki kannski sturlaðist. Var mjög ánægð og spennt,“ segir hún glöð í bragði. „Hún er náttúrulega bara ótrúleg og hefur tekið margar æðislegar myndir og myndað bara alla,“ segir Eva Katrín ánægð að lokum.Hér má sjá myndband sem franska Vogue birti þar sem skyggst er bakvið tjöldin í tökunum:Le making-of vidéo de la campagne automne-hiver... by VOGUEPARISAnnie LeibovitzAnnie Leibovitz Annie Leibovits er fædd í Bandaríkjunum 2. október árið 1949. Faðir hennar var undirofursti í bandaríska flughernum og flutti fjölskyldan því oft vegna vinnu hans. Fyrstu myndirnar tók hún á Filippseyjum þegar fjölskyldan var þar á tíma Víetnamsstríðsins. Hún byrjaði að starfa fyrir tímaritið Rolling Stone í kringum árið 1970 og árið 1973 var hún gerð að yfirljósmyndara blaðsins og starfaði við það í 10 ár. Leibovitz hefur tekið mikið af þekktum ljósmyndum af þekktum einstaklingum. Meðal annars mynd af John Lennon og Yoko Ono fyrir forsíðu Rolling Stone þar sem þau liggja í faðmlögum á gólfinu, Lennon allsnakinn og Yoko í hvítum kjól. Myndin var sú síðasta sem tekin var af Lennon en hann var skotinn til bana fimm klukkustundum síðar. Fleiri þekktar myndir eftir Leibovitz eru til dæmis mynd af Demi Moore allsnaktri á forsíðu Vanity Fair, Whoopi Goldberg allsnakinni í baðkari fullu af mjólk, Kim Kardashian West, Kanye West og North West á forsíðu Vogue og nú síðast Caitlyn Jenner á forsíðu Vanity Fair. Leibovitz hefur unnið talsvert fyrir tímaritið Vanity Fair og tók forsíðumynd af leikaranum Leonardo DiCaprio við Jökulsárlón í maí árið 2007.
Tíska og hönnun Tengdar fréttir Íslensk fyrirsæta í myndaþætti Annie Leibowitz Franska Vogue birtir myndband um gerð auglýsingaherferðar sem tekin var hér á landi. 15. júlí 2015 22:30 Annie Leibovitz stödd á Íslandi Leynd hvílir yfir verkefni sem hún vinnur að. 10. apríl 2015 13:45 Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Íslensk fyrirsæta í myndaþætti Annie Leibowitz Franska Vogue birtir myndband um gerð auglýsingaherferðar sem tekin var hér á landi. 15. júlí 2015 22:30