Tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga Sigríður Á. Andersen skrifar 20. júlí 2015 07:00 Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkurt gott. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með kjör sín hjá ríkisspítalanum. Ríkið telur sér ekki fært að hækka launin jafn mikið og hjúkrunarfræðingar krefjast. Hjúkrunarfræðingar virðast ekki vilja að höggvið sé á hnútinn með gerðardómi sem þó myndi takmarka tjón beggja deiluaðila. Þess í stað kjósa sumir þeirra að segja upp störfum. Í þessari erfiðu stöðu felast þó kannski tækifæri fyrir alla. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga vegna kjaradeilunnar eru skiljanlegar og ef undan er skilinn samtakamáttur uppsagnanna, sem kann að orka tvímælis, þá eru þær í engu frábrugðnar því sem þekkt er á hinum almenna vinnumarkaði. Fyrirtæki sæta því stöðugt að missa hæft starfsfólk vegna ágreinings um laun, og oft til samkeppnisaðila. Hví skyldi þessu vera öðruvísi farið hjá ríkinu? Vandinn sem blasir þó við hjúkrunarfræðingum er sá að ekki er um auðugan garð að gresja hér á landi fyrir þá sem hafa hug á að vinna við hjúkrun. Yfir þeim markaði gín ríkið nánast eitt. Að því leyti er hjúkrunarfræðingum vorkunn. Þeir hafa að fáu að hverfa og trúlega munu áfram starfa á spítalanum hjúkrunarfræðingar óánægðir með laun sín, hver sem þau verða. Þeir sjá ekki tækifæri utan spítalans. En hér veldur hver á heldur. Auðvitað eru tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga utan veggja ríkisspítala, jafnvel við hjúkrun. En þau þarf að grípa. Það sjá mögulega þeir hjúkrunarfræðingar sem nú hafa boðað stofnun félags um hjúkrunarþjónustu sem væri í stakk búin til þess að selja ríkinu sem öðrum þjónustu hjúkrunarfræðinga. En þeir eiga ekki að einblína á ríkið í þessum efnum. Fjölgun fyrirtækja í hvers kyns heilbrigðisþjónustu hefur ekki bara í för með sér tækifæri fyrir lækna heldur einnig fyrir hjúkrunarfræðinga og aðra starfsmenn heilbrigðiskerfisins. Þessum tækifærum utan ríkisrekstursins þarf hins vegar að fjölga. Það gerir enginn nema heilbrigðisstéttirnar sjálfar sem best þekkja spurnina eftir nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Með aukinni þátttöku heilbrigðisstarfsfólks utan ríkiskerfisins fær ríkið líka þá samkeppni og aðhald sem nauðsynleg er til þess að geta staðið undir starfsemi þar sem flestir eru ánægðir, sjúklingar og starfsmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkurt gott. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með kjör sín hjá ríkisspítalanum. Ríkið telur sér ekki fært að hækka launin jafn mikið og hjúkrunarfræðingar krefjast. Hjúkrunarfræðingar virðast ekki vilja að höggvið sé á hnútinn með gerðardómi sem þó myndi takmarka tjón beggja deiluaðila. Þess í stað kjósa sumir þeirra að segja upp störfum. Í þessari erfiðu stöðu felast þó kannski tækifæri fyrir alla. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga vegna kjaradeilunnar eru skiljanlegar og ef undan er skilinn samtakamáttur uppsagnanna, sem kann að orka tvímælis, þá eru þær í engu frábrugðnar því sem þekkt er á hinum almenna vinnumarkaði. Fyrirtæki sæta því stöðugt að missa hæft starfsfólk vegna ágreinings um laun, og oft til samkeppnisaðila. Hví skyldi þessu vera öðruvísi farið hjá ríkinu? Vandinn sem blasir þó við hjúkrunarfræðingum er sá að ekki er um auðugan garð að gresja hér á landi fyrir þá sem hafa hug á að vinna við hjúkrun. Yfir þeim markaði gín ríkið nánast eitt. Að því leyti er hjúkrunarfræðingum vorkunn. Þeir hafa að fáu að hverfa og trúlega munu áfram starfa á spítalanum hjúkrunarfræðingar óánægðir með laun sín, hver sem þau verða. Þeir sjá ekki tækifæri utan spítalans. En hér veldur hver á heldur. Auðvitað eru tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga utan veggja ríkisspítala, jafnvel við hjúkrun. En þau þarf að grípa. Það sjá mögulega þeir hjúkrunarfræðingar sem nú hafa boðað stofnun félags um hjúkrunarþjónustu sem væri í stakk búin til þess að selja ríkinu sem öðrum þjónustu hjúkrunarfræðinga. En þeir eiga ekki að einblína á ríkið í þessum efnum. Fjölgun fyrirtækja í hvers kyns heilbrigðisþjónustu hefur ekki bara í för með sér tækifæri fyrir lækna heldur einnig fyrir hjúkrunarfræðinga og aðra starfsmenn heilbrigðiskerfisins. Þessum tækifærum utan ríkisrekstursins þarf hins vegar að fjölga. Það gerir enginn nema heilbrigðisstéttirnar sjálfar sem best þekkja spurnina eftir nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Með aukinni þátttöku heilbrigðisstarfsfólks utan ríkiskerfisins fær ríkið líka þá samkeppni og aðhald sem nauðsynleg er til þess að geta staðið undir starfsemi þar sem flestir eru ánægðir, sjúklingar og starfsmenn.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun