Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 4. desember 2025 07:16 Önnur umræða um fjárlög ársins 2026 fer fram í þessari viku. Þótt fjárlögin sjálf séu eitt umfangsmesta stjórnarmál ársins gleymist oft hvernig ferlið virkar og hversu miklu máli nefndarstarfið skiptir þegar kemur að því að móta niðurstöðuna. Sem varaþingmaður hef ég í fyrsta sinn fengið tækifæri til að taka þátt í fjárlagagerðinni innan þingsins. Ég viðurkenni að áður hafði ég aldrei almennilega skilið hvernig þetta ferli virkar. En nú sé ég hversu mikilvægt það er, og hvernig nefndirnar eru í raun hjarta Alþingis þegar þarf að vanda til verka með almannafé. Ráðherrar leggja fram frumvörpin, en það eru þingnefndir sem fara yfir þau, kalla til hagsmunaaðila, meta umsagnir og koma með vel rökstuddar breytingartillögur. Nefndirnar sjá gjarnan hluti sem ekki sjást í fyrstu og færa umræðuna nær raunveruleikanum, nær þeim sem þjónustunnar njóta og þeim sem veita hana. Það hefur verið ómetanlegt að fá að sjá þetta starf innan frá. Mig langar sérstaklega að vekja athygli á nokkrum breytingum sem fjárlaganefnd lagði til í meðförum sínum og hvernig þær skipta máli fyrir ólíka samfélagshópa. 2 milljarðar í öryggisúrræði Við loksins tökum utan um málefni sem oft hafa verið í skugganum: öryggisúrræði fyrir einstaklinga sem bæði þurfa vernd og geta skapað hættu. Það hefur lengi verið ljóst að kerfið okkar hefur ekki brugðist nægilega vel við þessum málum hvorki fyrir einstaklingana sjálfa né samfélagið. Nú liggur fyrir skýr vilji stjórnvalda til að leita lausna sem bæði horfa á einstaklingana og tryggja öryggi almennings. 400 milljónir til sóknaráætlana Lagt er til tímabundið 400 milljóna framlag til sóknaráætlana landshluta. Þannig er lagt til að landshlutarnir sjálfir taki við hinum smærri beiðnum um styrki – í stað þess að fjárlaganefnd afgreiði þau. Þetta er skynsamlegt. Verkefni sem snúa að nærumhverfi eiga að vera metin í héraði, af þeim sem þekkja þörfina best. Þá er einnig mikilvægt að reglur ráðuneyta og stýrihóps sóknaráætlana útiloki ekki borgarsvæði frá styrkjum, líkt og dæmi eru um. 254 milljónir í íslenskukennslu fyrir útlendinga Þetta er tímabundið framlag sem mun nýtast bæði atvinnulífinu og samfélaginu í heild og í fullu samræmi við markmið ríkisstjórnarinnar enda er fjárfesting í tungumálanámi fjárfesting í samfélagslegri samheldni. 1.057 milljónir í endurbætur á húsnæði Stuðla Það skiptir öllu máli að við klárum að endurbyggja Stuðla til að tryggja starfið þar, bæta aðstæður starfsfólks og koma betur til móts við þann hóp sem þangað kemur. 700 milljónir í endurhæfingarmál Nefndin leggur til 700 milljóna króna framlag til endurhæfingar. Fjármunir er ekki eyrnamerktir tilteknu félagi heldur settir í hendur ráðuneyta til að semja við þá aðila sem veita þjónustuna. Þar má nefna Ljósið, NLFÍ, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra (æfingastöð SLF), Alzheimersamtökin, Parkinsonsamtökin, Reykjalund og fleiri. Þetta er mun ábyrgari nálgun en að nefndin úthluti fjármunum beint. Þjónusta á að byggja á faglegum samningum, ekki pólitískum geðþótta. Þannig tryggjum við bæði gæði og ábyrga nýtingu almannafjár. 120 milljónir til félagasamtaka Lagt er til tímabundið 120 milljóna framlag til Samtaka um kvennaathvarf, Einhverfusamtakanna, Landssamtakanna Þroskahjálpar og málefna þolendamiðstöðva. Þessi samtök vinna ómetanlegt starf oft undir miklu álagi og með takmörkuð fjárráð. Ég myndi vilja að við tækjum enn stærri skref í næstu fjárlögum í því að festa betur í sessi fjárframlög til félagasamtak til lengri tíma. En mikilvægt að þetta sé tryggt innan fjárlaga ársins 2026. Breytingar sem verða til góða Þetta er ekki tæmandi listi yfir breytingar á fjárlagafrumvarpinu, þar er margt fleira sem áhugavert er að kynna sér. Það hefur verið ótrúlega lærdómsríkt að kynnast þessari hlið fjárlagagerðar. Ég sé nú betur en áður hversu mikilvægt það er að hlusta á hagsmunaaðila, taka umsagnir alvarlega og vinna faglega úr þeim. Fjárlög eru ekki bara töflur og tölur, þau eru líka þjónusta og fólk. Fjárlaganefnd hefur skilað frábæru starfi og komið inn með mikilvægar breytingar sem munu verða til góða fyrir almenning í landinu. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurþóra Bergsdóttir Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Önnur umræða um fjárlög ársins 2026 fer fram í þessari viku. Þótt fjárlögin sjálf séu eitt umfangsmesta stjórnarmál ársins gleymist oft hvernig ferlið virkar og hversu miklu máli nefndarstarfið skiptir þegar kemur að því að móta niðurstöðuna. Sem varaþingmaður hef ég í fyrsta sinn fengið tækifæri til að taka þátt í fjárlagagerðinni innan þingsins. Ég viðurkenni að áður hafði ég aldrei almennilega skilið hvernig þetta ferli virkar. En nú sé ég hversu mikilvægt það er, og hvernig nefndirnar eru í raun hjarta Alþingis þegar þarf að vanda til verka með almannafé. Ráðherrar leggja fram frumvörpin, en það eru þingnefndir sem fara yfir þau, kalla til hagsmunaaðila, meta umsagnir og koma með vel rökstuddar breytingartillögur. Nefndirnar sjá gjarnan hluti sem ekki sjást í fyrstu og færa umræðuna nær raunveruleikanum, nær þeim sem þjónustunnar njóta og þeim sem veita hana. Það hefur verið ómetanlegt að fá að sjá þetta starf innan frá. Mig langar sérstaklega að vekja athygli á nokkrum breytingum sem fjárlaganefnd lagði til í meðförum sínum og hvernig þær skipta máli fyrir ólíka samfélagshópa. 2 milljarðar í öryggisúrræði Við loksins tökum utan um málefni sem oft hafa verið í skugganum: öryggisúrræði fyrir einstaklinga sem bæði þurfa vernd og geta skapað hættu. Það hefur lengi verið ljóst að kerfið okkar hefur ekki brugðist nægilega vel við þessum málum hvorki fyrir einstaklingana sjálfa né samfélagið. Nú liggur fyrir skýr vilji stjórnvalda til að leita lausna sem bæði horfa á einstaklingana og tryggja öryggi almennings. 400 milljónir til sóknaráætlana Lagt er til tímabundið 400 milljóna framlag til sóknaráætlana landshluta. Þannig er lagt til að landshlutarnir sjálfir taki við hinum smærri beiðnum um styrki – í stað þess að fjárlaganefnd afgreiði þau. Þetta er skynsamlegt. Verkefni sem snúa að nærumhverfi eiga að vera metin í héraði, af þeim sem þekkja þörfina best. Þá er einnig mikilvægt að reglur ráðuneyta og stýrihóps sóknaráætlana útiloki ekki borgarsvæði frá styrkjum, líkt og dæmi eru um. 254 milljónir í íslenskukennslu fyrir útlendinga Þetta er tímabundið framlag sem mun nýtast bæði atvinnulífinu og samfélaginu í heild og í fullu samræmi við markmið ríkisstjórnarinnar enda er fjárfesting í tungumálanámi fjárfesting í samfélagslegri samheldni. 1.057 milljónir í endurbætur á húsnæði Stuðla Það skiptir öllu máli að við klárum að endurbyggja Stuðla til að tryggja starfið þar, bæta aðstæður starfsfólks og koma betur til móts við þann hóp sem þangað kemur. 700 milljónir í endurhæfingarmál Nefndin leggur til 700 milljóna króna framlag til endurhæfingar. Fjármunir er ekki eyrnamerktir tilteknu félagi heldur settir í hendur ráðuneyta til að semja við þá aðila sem veita þjónustuna. Þar má nefna Ljósið, NLFÍ, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra (æfingastöð SLF), Alzheimersamtökin, Parkinsonsamtökin, Reykjalund og fleiri. Þetta er mun ábyrgari nálgun en að nefndin úthluti fjármunum beint. Þjónusta á að byggja á faglegum samningum, ekki pólitískum geðþótta. Þannig tryggjum við bæði gæði og ábyrga nýtingu almannafjár. 120 milljónir til félagasamtaka Lagt er til tímabundið 120 milljóna framlag til Samtaka um kvennaathvarf, Einhverfusamtakanna, Landssamtakanna Þroskahjálpar og málefna þolendamiðstöðva. Þessi samtök vinna ómetanlegt starf oft undir miklu álagi og með takmörkuð fjárráð. Ég myndi vilja að við tækjum enn stærri skref í næstu fjárlögum í því að festa betur í sessi fjárframlög til félagasamtak til lengri tíma. En mikilvægt að þetta sé tryggt innan fjárlaga ársins 2026. Breytingar sem verða til góða Þetta er ekki tæmandi listi yfir breytingar á fjárlagafrumvarpinu, þar er margt fleira sem áhugavert er að kynna sér. Það hefur verið ótrúlega lærdómsríkt að kynnast þessari hlið fjárlagagerðar. Ég sé nú betur en áður hversu mikilvægt það er að hlusta á hagsmunaaðila, taka umsagnir alvarlega og vinna faglega úr þeim. Fjárlög eru ekki bara töflur og tölur, þau eru líka þjónusta og fólk. Fjárlaganefnd hefur skilað frábæru starfi og komið inn með mikilvægar breytingar sem munu verða til góða fyrir almenning í landinu. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun