Íhuga að ferðamenn borgi meira fyrir björgunarstarf Ingvar Haraldsson skrifar 20. júlí 2015 08:00 Stærsta verkefni björgunarsveitanna á síðasta ári var vegna eldgossins í Holuhrauni. Alls unnu björgunarsveitarmenn í tíu þúsund klukkustundir vegna gossins. Hér sjá björgunarsveitamenn til þess að lokanir vega að gosstöðvunum séu virtar. vísir/vilhelm Útköll hjá björgunarsveitum sem boðuð voru af Neyðarlínu voru nær tvöfalt fleiri árið 2014 miðað við árið 2013. Björgunarsveitir sinntu 1.386 slíkum verkefnum á síðasta ári. Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, spyr hve mikið hægt sé að leggja á björgunarsveitarmenn, sérstaklega á landsbyggðinni þar sem fjölgun útkalla hafi verið hvað mest. „Þessar sveitir hafa orðið fyrir miklum útgjaldaauka. Þó að félagarnir séu í sjálfboðavinnu þá er spurning hvort vinnuveitendur og fjölskylda séu sátt við fjarveru þeirra. Smári sigurðssonSvo er spurningin hvort þessar sveitir í dreifbýlinu ætli að selja samborgurum sínum fleiri rakettur eða neyðarkalla,“ segir Smári og bætir við: „Ég held að við séum kominn á endapunkt í þessum efnum.“ Smári kallar eftir aukinni umræðu um hvernig haga eigi málefnum björgunarsveitanna. „Við þurfum að fara að taka þetta samtal bæði innanbúðar hjá okkur og ekki síður við samfélagið um hvernig við viljum sjá þessum málum fyrir komið,“ segir hann. Til skoðunar er að rukka ferðamenn í auknum mæli fyrir þjónustu björgunarsveita. „Það er þegar byrjað að rukka ferðamenn þar sem verið er að fara inn á lokaða vegi og sækja fólk sem hefur fest bílana sína,“ segir Smári. Einnig hafi ferðamenn sem hafi viljað láta sækja sig á hálendið en hafi ekki verið í neyð verið rukkaðir. „Það er náttúrulega engin glóra í því að það sé bara frítt að fara hér inn á hálendið yfir veturinn með vélar og verkfæri að sækja fólk sem gefst upp í einhverri gönguferð,“ segir Smári. Best færi þó á því að fækka mætti útköllum með því að auka forvarnir og slysavarnir að sögn Smára. Hann hvetur ferðafólk til að tryggja sig fyrir áföllnum kostnaði áður en lagt sé af stað. Smári segir rysjótt veðurfar í vetur, fjölgun ferðamanna og aukinn útivistaráhuga Íslendinga ástæðuna fyrir fjölgun útkalla. Fjórðungur útkalla björgunarsveitanna á síðasta ári var í desember. Í mánuðinum voru útköllin tæplega 350, sem er margfalt meira en fyrri ár. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Útköll hjá björgunarsveitum sem boðuð voru af Neyðarlínu voru nær tvöfalt fleiri árið 2014 miðað við árið 2013. Björgunarsveitir sinntu 1.386 slíkum verkefnum á síðasta ári. Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, spyr hve mikið hægt sé að leggja á björgunarsveitarmenn, sérstaklega á landsbyggðinni þar sem fjölgun útkalla hafi verið hvað mest. „Þessar sveitir hafa orðið fyrir miklum útgjaldaauka. Þó að félagarnir séu í sjálfboðavinnu þá er spurning hvort vinnuveitendur og fjölskylda séu sátt við fjarveru þeirra. Smári sigurðssonSvo er spurningin hvort þessar sveitir í dreifbýlinu ætli að selja samborgurum sínum fleiri rakettur eða neyðarkalla,“ segir Smári og bætir við: „Ég held að við séum kominn á endapunkt í þessum efnum.“ Smári kallar eftir aukinni umræðu um hvernig haga eigi málefnum björgunarsveitanna. „Við þurfum að fara að taka þetta samtal bæði innanbúðar hjá okkur og ekki síður við samfélagið um hvernig við viljum sjá þessum málum fyrir komið,“ segir hann. Til skoðunar er að rukka ferðamenn í auknum mæli fyrir þjónustu björgunarsveita. „Það er þegar byrjað að rukka ferðamenn þar sem verið er að fara inn á lokaða vegi og sækja fólk sem hefur fest bílana sína,“ segir Smári. Einnig hafi ferðamenn sem hafi viljað láta sækja sig á hálendið en hafi ekki verið í neyð verið rukkaðir. „Það er náttúrulega engin glóra í því að það sé bara frítt að fara hér inn á hálendið yfir veturinn með vélar og verkfæri að sækja fólk sem gefst upp í einhverri gönguferð,“ segir Smári. Best færi þó á því að fækka mætti útköllum með því að auka forvarnir og slysavarnir að sögn Smára. Hann hvetur ferðafólk til að tryggja sig fyrir áföllnum kostnaði áður en lagt sé af stað. Smári segir rysjótt veðurfar í vetur, fjölgun ferðamanna og aukinn útivistaráhuga Íslendinga ástæðuna fyrir fjölgun útkalla. Fjórðungur útkalla björgunarsveitanna á síðasta ári var í desember. Í mánuðinum voru útköllin tæplega 350, sem er margfalt meira en fyrri ár.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira