Íslensk tölvuleikjafyrirtæki skoða landvinninga á Indlandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. júlí 2015 06:00 Upplýsingafulltrúi Eve Online segir ekkert kalla á frekari markaðssókn með Eve Online á Indlandi. mynd/ccp Árið 2020 verður Indland yngsta land í heimi, en meðalaldurinn verður 29 ár. Þórir Ibsen, sendiherra Íslands á Indlandi, vakti athygli á þessu á fundi íslensk-indverska viðskiptaráðsins, utanríkisráðuneytisins og Félags atvinnurekenda á dögunum. Á fundinum var rætt um tækifæri fyrir aukin viðskipti á milli Íslands og Indlands. Þórir benti á að þessi aldurssamsetning Indverja væri sérstaklega áhugaverð út frá stafrænni þróun. Það skapaði tækifæri. „Það eru 1,2 milljarðar í landinu, 400 milljónir sem eru með tekjur á borð við okkur, 243 milljónir eru í netsambandi og fer hraðvaxandi,“ sagði Þórir. Þá benti hann á að 106 milljónir manna væru virkar á samfélagsmiðlunum, 886 milljónir með farsíma og 92 milljónir virkar á samfélagsmiðlunum í gegnum farsíma. „Árið 2020 verður meðalaldurinn 29 ár. Þetta er þumalputtakynslóðin sem kaupir og gerir allt í gegnum síma og tölvur, hvort sem það eru öpp, vörur eða þjónusta,“ sagði Þórir. Þekktustu leikjaframleiðendur hér á landi hafa áttað sig á möguleikum á markaðssetningu á Indlandi. Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson, rekstrarstjóri hjá Plain Vanilla, segir að fyrirtækið hafi byrjað sína markaðssetningu erlendis í Bandaríkjunum. En síðastliðið sumar hafi verið opnað fyrir fimm önnur tungumál fyrir þessa útrás. Það er þýska, franska, spænska, brasilíska og portúgalska. „Á þessum tíma varð Quiz-up mjög vinsælt á Indlandi,“ segir Gunnar Hólmsteinn. Fyrst hafi fyrirtækið ekki áttað sig á ástæðunum fyrir þessum vinsældum. En síðar hafi þeir áttað sig á því að enskukunnátta á Indlandi væri mikil. „Við töluðum við vini okkar hjá Facebook og Twitter. Og þeir sáu mjög svipaða hluti gerast,“ segir Gunnar Hólmsteinn. Notkun hafi verið mjög mikil á þessum mörkuðum.Eldar ÁstþórssonÍ dag er Plain Vanilla vel í stakk búið fyrir markaðssetningu á Indlandi vegna þess að þar starfar Indverji sem getur haft samskipti við notendur og spurningahöfunda. Hann þekkir indverskan menningarheim mjög vel og ráðleggur Plain Vanilla hvað á að leggja áherslu á og hvaða spurningaflokka vantar. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel,“ segir Gunnar Hólmsteinn. Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP, segir að fyrirtækið hafi fylgst vel með framvindunni undanfarið, einkum með möguleika á markaðssetningu nýrra leikja í huga. „Við höfum um langt skeið verið með áskrifendur eða viðskiptavini fyrir Eve Online á Indlandi. En það hefur ekki verið í neinum fjölda sem hefur kallað á frekari markaðssókn,“ segir Eldar. Gerðar hafi verið ýmsar tilraunir í gegnum tíðina með Eve Online-leikinn á því svæði en það hafi ekki skilað þeim árangri að það réttlætti að farið yrði í frekari sókn þar. „En við höfum verið mjög öflugir í Kína og sömuleiðis einbeitt okkur að Japansmarkaði fyrir Eve Online,“ segir Eldar. Leikjavísir Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Árið 2020 verður Indland yngsta land í heimi, en meðalaldurinn verður 29 ár. Þórir Ibsen, sendiherra Íslands á Indlandi, vakti athygli á þessu á fundi íslensk-indverska viðskiptaráðsins, utanríkisráðuneytisins og Félags atvinnurekenda á dögunum. Á fundinum var rætt um tækifæri fyrir aukin viðskipti á milli Íslands og Indlands. Þórir benti á að þessi aldurssamsetning Indverja væri sérstaklega áhugaverð út frá stafrænni þróun. Það skapaði tækifæri. „Það eru 1,2 milljarðar í landinu, 400 milljónir sem eru með tekjur á borð við okkur, 243 milljónir eru í netsambandi og fer hraðvaxandi,“ sagði Þórir. Þá benti hann á að 106 milljónir manna væru virkar á samfélagsmiðlunum, 886 milljónir með farsíma og 92 milljónir virkar á samfélagsmiðlunum í gegnum farsíma. „Árið 2020 verður meðalaldurinn 29 ár. Þetta er þumalputtakynslóðin sem kaupir og gerir allt í gegnum síma og tölvur, hvort sem það eru öpp, vörur eða þjónusta,“ sagði Þórir. Þekktustu leikjaframleiðendur hér á landi hafa áttað sig á möguleikum á markaðssetningu á Indlandi. Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson, rekstrarstjóri hjá Plain Vanilla, segir að fyrirtækið hafi byrjað sína markaðssetningu erlendis í Bandaríkjunum. En síðastliðið sumar hafi verið opnað fyrir fimm önnur tungumál fyrir þessa útrás. Það er þýska, franska, spænska, brasilíska og portúgalska. „Á þessum tíma varð Quiz-up mjög vinsælt á Indlandi,“ segir Gunnar Hólmsteinn. Fyrst hafi fyrirtækið ekki áttað sig á ástæðunum fyrir þessum vinsældum. En síðar hafi þeir áttað sig á því að enskukunnátta á Indlandi væri mikil. „Við töluðum við vini okkar hjá Facebook og Twitter. Og þeir sáu mjög svipaða hluti gerast,“ segir Gunnar Hólmsteinn. Notkun hafi verið mjög mikil á þessum mörkuðum.Eldar ÁstþórssonÍ dag er Plain Vanilla vel í stakk búið fyrir markaðssetningu á Indlandi vegna þess að þar starfar Indverji sem getur haft samskipti við notendur og spurningahöfunda. Hann þekkir indverskan menningarheim mjög vel og ráðleggur Plain Vanilla hvað á að leggja áherslu á og hvaða spurningaflokka vantar. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel,“ segir Gunnar Hólmsteinn. Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP, segir að fyrirtækið hafi fylgst vel með framvindunni undanfarið, einkum með möguleika á markaðssetningu nýrra leikja í huga. „Við höfum um langt skeið verið með áskrifendur eða viðskiptavini fyrir Eve Online á Indlandi. En það hefur ekki verið í neinum fjölda sem hefur kallað á frekari markaðssókn,“ segir Eldar. Gerðar hafi verið ýmsar tilraunir í gegnum tíðina með Eve Online-leikinn á því svæði en það hafi ekki skilað þeim árangri að það réttlætti að farið yrði í frekari sókn þar. „En við höfum verið mjög öflugir í Kína og sömuleiðis einbeitt okkur að Japansmarkaði fyrir Eve Online,“ segir Eldar.
Leikjavísir Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur