Stefnt á að breytingarákvæði fari fyrir Alþingi í haust Ingvar Haraldsson skrifar 21. júlí 2015 07:00 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tekur við undirskriftum frá Bolla Héðinssyni hagfræðingi. VÍSIR/VALLI Nefnd um endurskoðun stjórnarskrárinnar stefnir að því að leggja fram frumvarp um breytingar á stjórnarskrá fyrir Alþingi næsta haust. Vonir standa til að frumvarpið verði afgreitt fyrir áramót svo hægt verði að kjósa um breytingarákvæðin samhliða forsetakosningum á næsta ári. Páll Þórhallsson, formaður nefndarinnar, segir að breytingarákvæðin snúi að sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum, þjóðaratkvæðagreiðslu og með hvaða skilyrðum megi framselja ríkisvald og umhverfisvernd. Nefndin er skipuð fulltrúum allra flokka sem eiga sæti á Alþingi. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og einn nefndarmanna, segir nefndarmenn ekki fyllilega sammála um öll efnisatriði. „Það eru uppi álitamál um orðalag og útfærslu varðandi öll þessi fjögur atriði en ég myndi segja að það bil ætti að vera brúanlegt,“ segir Birgir. Samkvæmt bráðabirgðaákvæðum sem samþykkt voru undir lok kjörtímabilsins árið 2013 er hægt að breyta stjórnarskrá út apríl 2017 með samþykki 60 prósenta greiddra atkvæða á Alþingi og í þjóðaratkvæðagreiðslu. Nefndin muni starfa áfram að frekari breytingum á stjórnarskránni þegar vinnu við forgangsatriðin lýkur. Bolli Héðinsson, hagfræðingur og einn þeirra sem stóðu að undirskriftasöfnuninni Þjóðareign, segir að vilji þjóðarinnar sé skýr. „Það liggur fyrir fullbúið frumvarp frá stjórnlagaráði. Það er búið að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um öll meginatriði sem þar voru til umfjöllunar,“ segir Bolli. Aðstandendur Þjóðareignar afhentu Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, 53.571 undirskrift í gær. Með undirskriftasöfnuninni var skorað á forsetann að vísa öllum lögum til þjóðaratkvæðagreiðslu sem ráðstafa myndu fiskveiðiauðlindum lengur en til eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum sé í stjórnarskrá. „Hann liggur fyrir, þjóðarviljinn í þessu máli, en þá er það bara ríkisstjórnarinnar eða þingmeirihlutans að ákveða hvort þeir vilji fara að þessum óskum þjóðarinnar,“ segir Bolli og segist vonast til að undirskriftarsöfnunin hvetji stjórnarskrárnefnd til dáða. Ólafur Ragnar sagði að hann vildi að ákvæði um auðlindir í þjóðareign yrði fest í stjórnarskránni og ítrekaði fyrri yfirlýsingar sínar frá því 2013 um að stjórnvöld yrðu að hlusta á þjóðina sem vilji réttlátar arðgreiðslur frá sjávarútvegi. Ólafur Ragnar Grímsson er eini forsetinn sem hefur gefið þjóðinni kost á að greiða atkvæði um lagafrumvörp frá Alþingi á grundvelli 26. greinar stjórnarskrárinnar. Það hefur hann gert þrisvar á ferli sínum. Í fyrsta skipti var um að ræða fjölmiðlalög. Í hin tvö skiptin var um að ræða lög vegna Icesave-reikninganna. Alþingi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Nefnd um endurskoðun stjórnarskrárinnar stefnir að því að leggja fram frumvarp um breytingar á stjórnarskrá fyrir Alþingi næsta haust. Vonir standa til að frumvarpið verði afgreitt fyrir áramót svo hægt verði að kjósa um breytingarákvæðin samhliða forsetakosningum á næsta ári. Páll Þórhallsson, formaður nefndarinnar, segir að breytingarákvæðin snúi að sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum, þjóðaratkvæðagreiðslu og með hvaða skilyrðum megi framselja ríkisvald og umhverfisvernd. Nefndin er skipuð fulltrúum allra flokka sem eiga sæti á Alþingi. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og einn nefndarmanna, segir nefndarmenn ekki fyllilega sammála um öll efnisatriði. „Það eru uppi álitamál um orðalag og útfærslu varðandi öll þessi fjögur atriði en ég myndi segja að það bil ætti að vera brúanlegt,“ segir Birgir. Samkvæmt bráðabirgðaákvæðum sem samþykkt voru undir lok kjörtímabilsins árið 2013 er hægt að breyta stjórnarskrá út apríl 2017 með samþykki 60 prósenta greiddra atkvæða á Alþingi og í þjóðaratkvæðagreiðslu. Nefndin muni starfa áfram að frekari breytingum á stjórnarskránni þegar vinnu við forgangsatriðin lýkur. Bolli Héðinsson, hagfræðingur og einn þeirra sem stóðu að undirskriftasöfnuninni Þjóðareign, segir að vilji þjóðarinnar sé skýr. „Það liggur fyrir fullbúið frumvarp frá stjórnlagaráði. Það er búið að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um öll meginatriði sem þar voru til umfjöllunar,“ segir Bolli. Aðstandendur Þjóðareignar afhentu Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, 53.571 undirskrift í gær. Með undirskriftasöfnuninni var skorað á forsetann að vísa öllum lögum til þjóðaratkvæðagreiðslu sem ráðstafa myndu fiskveiðiauðlindum lengur en til eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum sé í stjórnarskrá. „Hann liggur fyrir, þjóðarviljinn í þessu máli, en þá er það bara ríkisstjórnarinnar eða þingmeirihlutans að ákveða hvort þeir vilji fara að þessum óskum þjóðarinnar,“ segir Bolli og segist vonast til að undirskriftarsöfnunin hvetji stjórnarskrárnefnd til dáða. Ólafur Ragnar sagði að hann vildi að ákvæði um auðlindir í þjóðareign yrði fest í stjórnarskránni og ítrekaði fyrri yfirlýsingar sínar frá því 2013 um að stjórnvöld yrðu að hlusta á þjóðina sem vilji réttlátar arðgreiðslur frá sjávarútvegi. Ólafur Ragnar Grímsson er eini forsetinn sem hefur gefið þjóðinni kost á að greiða atkvæði um lagafrumvörp frá Alþingi á grundvelli 26. greinar stjórnarskrárinnar. Það hefur hann gert þrisvar á ferli sínum. Í fyrsta skipti var um að ræða fjölmiðlalög. Í hin tvö skiptin var um að ræða lög vegna Icesave-reikninganna.
Alþingi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira