Fótafimur organisti á harðaspretti Jónas Sen skrifar 23. júlí 2015 10:30 Hörður Áskelsson fór á kostum á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju. Visir/Anton Tónlist Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju Hörður Áskelsson flutti verk eftir Guilain, Bach, Franck, Karlsen og Boëllmann. Sunnudagur 12. júlí Hörður Áskelsson organisti sýndi það á sunnudaginn að hann kann að steppa. Svona þannig séð. Hann kom fram á tónleikaröð sem nefnist Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju og lék meðal annars verk eftir Kjell Mørk Karlsen. Það heitir Sinfoniae arctandriae, þ.e. Sinfónía norðurpólsins. Karlsen sendi fyrsta kafla sinfóníunnar í alþjóðlega orgeltónsmíðakeppni sem var haldin þegar Klais-orgelið í Hallgrímskirkju var vígt á sínum tíma. Hann sigraði í keppninni. Þetta er frábært verk, svipsterkt og hugvitsamlegt, dálítið hrjóstrugt, með kvikum tónahlaupum sem krefjast mikillar fingrafimi. Upphafið samanstendur þó fyrst og fremst af gríðarlega hröðu spili á fótstigið. Það var þar sem stepp-hæfileikar Harðar komu að góðum notum. Ekki var að heyra eina einustu feilnótu. Hörður lék tvo kafla úr sinfóníunni og flutningurinn var frábær. Kröftug túlkunin einkenndist af hrynrænni skerpu og næmri tilfinningu fyrir framvindu og uppbyggingu tónlistarinnar. Almennt talað voru þetta skemmtilegir tónleikar. Verkið eftir Karlsen var síðast, voldugur lokahnykkur. Fyrstu tónarnir á efnisskránni voru hins vegar eftir Jean-Adam Guilain, sem var þýskur organisti en starfaði lengst af í Frakklandi. Tónlistin hans var falleg en hefði e.t.v. mátt vera rytmískari og meira blátt áfram í meðförum Harðar. Prelúdía og fúga í h moll BWV 544 eftir Bach var aftur á móti falleg, túlkunin var fremur lágstemmd og innhverf, en full af andakt. Næst á dagskrá var Kórall nr. 3 eftir Cesar Franck, ein magnaðasta tónsmíð meistarans. Tónlistin er gegnsýrð kaþólskri trúarvímu. Hún hefst líflega, eilítið í ætt við Tokkötu og fúgu í d moll eftir Bach. Því næst tekur við sálmalag sem smám saman hnígur niður í einskonar hugleiðingu. Svo rís hún upp í ærandi hápunkt eftir markvissa stígandi. Hörður útfærði þetta allt af aðdáunarverðri fagmennsku. Veikari hlutar tónlistarinnar voru blæbrigðaríkir og fallega yfirvegaðir. Stigmögnunin var sömuleiðis þétt og spennuþrungin, og endirinn var sérlega áhrifamikill. Erbarm dich mein, o Herre Gott (hafðu miskunn með mér, Drottinn Guð) eftir Bach var líka hrífandi. Það var fallega raddsett af Herði, meginlaglínan var dásamlega litrík; þokukennt undirspilið myndaði um það fullkominn ramma. Sem aukalag lék Hörður Priere de Notre Dame eftir Leon Boëllmann. Það á að vera mjög hægt, en gekk frekar greiðlega hér, sem var alls ekki miður. Þvert á móti var tónlistin glaðleg; bæn þarf ekki alltaf að vera eitthvert væl! Þetta voru skemmtilegir tónleikar og enn ein skrautfjöðrin í hatt eins fremsta tónlistarmanns þjóðarinnar.Niðurstaða: Flottir tónleikar með frábærum organista. Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju Hörður Áskelsson flutti verk eftir Guilain, Bach, Franck, Karlsen og Boëllmann. Sunnudagur 12. júlí Hörður Áskelsson organisti sýndi það á sunnudaginn að hann kann að steppa. Svona þannig séð. Hann kom fram á tónleikaröð sem nefnist Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju og lék meðal annars verk eftir Kjell Mørk Karlsen. Það heitir Sinfoniae arctandriae, þ.e. Sinfónía norðurpólsins. Karlsen sendi fyrsta kafla sinfóníunnar í alþjóðlega orgeltónsmíðakeppni sem var haldin þegar Klais-orgelið í Hallgrímskirkju var vígt á sínum tíma. Hann sigraði í keppninni. Þetta er frábært verk, svipsterkt og hugvitsamlegt, dálítið hrjóstrugt, með kvikum tónahlaupum sem krefjast mikillar fingrafimi. Upphafið samanstendur þó fyrst og fremst af gríðarlega hröðu spili á fótstigið. Það var þar sem stepp-hæfileikar Harðar komu að góðum notum. Ekki var að heyra eina einustu feilnótu. Hörður lék tvo kafla úr sinfóníunni og flutningurinn var frábær. Kröftug túlkunin einkenndist af hrynrænni skerpu og næmri tilfinningu fyrir framvindu og uppbyggingu tónlistarinnar. Almennt talað voru þetta skemmtilegir tónleikar. Verkið eftir Karlsen var síðast, voldugur lokahnykkur. Fyrstu tónarnir á efnisskránni voru hins vegar eftir Jean-Adam Guilain, sem var þýskur organisti en starfaði lengst af í Frakklandi. Tónlistin hans var falleg en hefði e.t.v. mátt vera rytmískari og meira blátt áfram í meðförum Harðar. Prelúdía og fúga í h moll BWV 544 eftir Bach var aftur á móti falleg, túlkunin var fremur lágstemmd og innhverf, en full af andakt. Næst á dagskrá var Kórall nr. 3 eftir Cesar Franck, ein magnaðasta tónsmíð meistarans. Tónlistin er gegnsýrð kaþólskri trúarvímu. Hún hefst líflega, eilítið í ætt við Tokkötu og fúgu í d moll eftir Bach. Því næst tekur við sálmalag sem smám saman hnígur niður í einskonar hugleiðingu. Svo rís hún upp í ærandi hápunkt eftir markvissa stígandi. Hörður útfærði þetta allt af aðdáunarverðri fagmennsku. Veikari hlutar tónlistarinnar voru blæbrigðaríkir og fallega yfirvegaðir. Stigmögnunin var sömuleiðis þétt og spennuþrungin, og endirinn var sérlega áhrifamikill. Erbarm dich mein, o Herre Gott (hafðu miskunn með mér, Drottinn Guð) eftir Bach var líka hrífandi. Það var fallega raddsett af Herði, meginlaglínan var dásamlega litrík; þokukennt undirspilið myndaði um það fullkominn ramma. Sem aukalag lék Hörður Priere de Notre Dame eftir Leon Boëllmann. Það á að vera mjög hægt, en gekk frekar greiðlega hér, sem var alls ekki miður. Þvert á móti var tónlistin glaðleg; bæn þarf ekki alltaf að vera eitthvert væl! Þetta voru skemmtilegir tónleikar og enn ein skrautfjöðrin í hatt eins fremsta tónlistarmanns þjóðarinnar.Niðurstaða: Flottir tónleikar með frábærum organista.
Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira