Gestir Þingvalla kasti af sér vatni fyrir komu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2015 07:00 Skólpvatn sytrar úr þróm í þjóðgarðinum út í Þingvallavatn. vísir/Pjetur Forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands segir að bregðast verði strax við álagi á Þingvallavatn vegna skólpvatns sem leitar í vatnið. Hilmar J. Malmquist forstöðumaður leggur til að gestir þjóðgarðsins verði hvattir til að létta á sér heima, á hóteli eða í skipi áður en komið sé á Þingvöll. Þetta skrifar Hilmar í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. „Á meðan ekki er búið að bæta úr ástandinu við salernin þarna, þá er það bara sniðugt fyrir ferðaþjónustuaðila að hvetja gesti sína til þessa. Það þarf að minna á að þetta er þjóðgarður og svæði sem er mjög viðkvæmt,“ segir Hilmar í samtali við Fréttablaðið. Hann segir tillöguna aðallega setta fram til að vekja fólk til vitundar.Einar Á.E. SæmundsenÍ grein Hilmars kemur fram að skólpvatn sytri úr þróm í þjóðgarðinum og á vatnasviði Þingvallavatns. „Vegna þess hve gropin hraun eru víða á svæðinu og lítið um jarðveg á skólpvatnið greiðan aðgang í grunnvatn sem berst fyrr en seinna í Þingvallavatn. Þá er skaðinn skeður.“ Hilmar segist ekki gera sér grein fyrir hversu raunhæf tillaga hans sé en segir þó allt hjálpa til. „Það skiptir raunverulega máli að fólk geri sér grein fyrir hvað er að gerast þarna varðandi þessa úrgangslosun.“ Einar Á.E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins, segir að kerfið sem sjái um skólpið í þjóðgarðinum nái því miður ekki að afkasta því sem í það fer. „En við keyrum seyruna sem verður eftir í burtu að mestu. Niðri við Silfru, niðri við Valhallarreitinn og á þessum viðkvæmustu svæðum erum við að keyra þetta burt.“ Einar segir að það sé í raun aðeins við salernin hjá tjaldsvæðunum og þjónustumiðstöðinni þar sem seyran er ekki keyrð í burtu. „Það er gert ráð fyrir að þessu verði ekið úr öllum salernum sem verða byggð hér úr þessu,“ segir Einar. Hann tekur fram að þessu fylgi ærinn kostnaður. „En það væri náttúrulega yndislegt ef menn gætu haldið í sér meðan þeir fara hérna í gegn,“ segir Einar léttur um tillögu Hilmars. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Sjá meira
Forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands segir að bregðast verði strax við álagi á Þingvallavatn vegna skólpvatns sem leitar í vatnið. Hilmar J. Malmquist forstöðumaður leggur til að gestir þjóðgarðsins verði hvattir til að létta á sér heima, á hóteli eða í skipi áður en komið sé á Þingvöll. Þetta skrifar Hilmar í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. „Á meðan ekki er búið að bæta úr ástandinu við salernin þarna, þá er það bara sniðugt fyrir ferðaþjónustuaðila að hvetja gesti sína til þessa. Það þarf að minna á að þetta er þjóðgarður og svæði sem er mjög viðkvæmt,“ segir Hilmar í samtali við Fréttablaðið. Hann segir tillöguna aðallega setta fram til að vekja fólk til vitundar.Einar Á.E. SæmundsenÍ grein Hilmars kemur fram að skólpvatn sytri úr þróm í þjóðgarðinum og á vatnasviði Þingvallavatns. „Vegna þess hve gropin hraun eru víða á svæðinu og lítið um jarðveg á skólpvatnið greiðan aðgang í grunnvatn sem berst fyrr en seinna í Þingvallavatn. Þá er skaðinn skeður.“ Hilmar segist ekki gera sér grein fyrir hversu raunhæf tillaga hans sé en segir þó allt hjálpa til. „Það skiptir raunverulega máli að fólk geri sér grein fyrir hvað er að gerast þarna varðandi þessa úrgangslosun.“ Einar Á.E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins, segir að kerfið sem sjái um skólpið í þjóðgarðinum nái því miður ekki að afkasta því sem í það fer. „En við keyrum seyruna sem verður eftir í burtu að mestu. Niðri við Silfru, niðri við Valhallarreitinn og á þessum viðkvæmustu svæðum erum við að keyra þetta burt.“ Einar segir að það sé í raun aðeins við salernin hjá tjaldsvæðunum og þjónustumiðstöðinni þar sem seyran er ekki keyrð í burtu. „Það er gert ráð fyrir að þessu verði ekið úr öllum salernum sem verða byggð hér úr þessu,“ segir Einar. Hann tekur fram að þessu fylgi ærinn kostnaður. „En það væri náttúrulega yndislegt ef menn gætu haldið í sér meðan þeir fara hérna í gegn,“ segir Einar léttur um tillögu Hilmars.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Sjá meira