Þingvallavatn – viðkvæmur viðtaki Hilmar J. Malmquist skrifar 29. júlí 2015 07:00 Fjörleg umræða hefur staðið yfir að undanförnu um erlenda ferðamenn og álag af þeirra völdum á náttúru, menn og mannvirki. Gróður og jarðvegur láta á sjá, biðraðir myndast við afgreiðslur og salerni hafa ekki undan, jafnvel þannig að fólk gerir þarfir sínar í næsta runna. Þetta er vissulega óviðunandi ástand og brýnt að bæta úr því sem fyrst. Við höfum haft allar forsendur til að bregðast fyrr við en ekki gert það. Þess vegna eru innviðir ferðaþjónustunnar veikbyggðari en ella. Ráðherra ferðamála hittir naglann á höfuðið þegar hún segir að við höfum verið „…aðeins tekin í bólinu“ og að „Áralangur skortur á uppbyggingu er að koma okkur í koll núna.“ Þjóðgarðurinn á Þingvöllum ásamt Þingvallavatni er einn fjölsóttasti ferðamannastaður á landinu og hefur ekki farið varhluta af tilheyrandi álagi. Vel hefur þó verið leyst úr ýmsum vandamálum þar en fjöldi ferðamanna er aftur á móti orðinn slíkur að gera þarf betur. Á meðal þess sem ráða þarf bót á er fráveita skólps, sérstaklega með hliðsjón af verndun lífríkis Þingvallavatns. Þingvallavatn er stærsta stöðuvatn landsins, af gerð lindarvatns, rómað fyrir bláma, hrein- og tærleika og frægt fyrir einstakt lífríki og gjöfula silungsveiði. Vegna þessa nýtur vatnið bæði verndar samkvæmt íslenskum sérlögum og Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna um menningar- og náttúruarfleifð mannkyns. Eins og málum er nú háttað í þjóðgarðinum og á vatnasviði Þingvallavatns er seyra tæmd úr rotþróm og farið með hana út fyrir vatnasviðið til hreinsunar. Skólpvatnið situr hins vegar eftir í langflestum þróm og þaðan sytrar það út í umhverfið. Vegna þess hve gropin hraun eru víða á svæðinu og lítið um jarðveg á skólpvatnið greiðan aðgang í grunnvatn sem berst fyrr en seinna í Þingvallavatn. Þá er skaðinn skeður. Þingvallavatn er mjög viðkvæmur viðtaki fyrir nitri, sem er í miklu magni í skólpvatni. Viðkvæmnin stafar af því að mjög lítið er af nitri í Þingvallavatni en jafnframt er nitur annað tveggja helstu næringarefna sem gróður þarf til vaxtar. Aukist niturstyrkur í vatninu þá eykst vöxtur þörunga sem kann að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir allt lífríki vatnsins og hrein- og tærleika þess. Vísbendingar um þessa þróun í Þingvallavatni eru því miður nú þegar fyrir hendi. Bregðast verður strax við álagi á vatnasviði Þingvallavatns ef ekki á að fara illa fyrir einni helstu náttúruperlu okkar. Uppsprettur niturmengunar á vatnasviðinu eru reyndar fleiri en vegna skólpvatns en hér gildir hið fornkveðna að það er kornið sem fyllir mælinn og best að byrja á því að taka til í eigin garði. Hvetja má gesti til að létta á sér heima, á hóteli eða í skipi áður en komið er á Þingvöll. Staðsetja ber salerni og rotþrær þar sem jarðveg er að finna fjarri hrauni og vatni. Huga þarf að aðferðum sem fella sem mest út af skólpvatni í rótþrónum, helst þannig að ekkert sytri út á viðkvæmustu stöðunum þar sem hraun er undir og skammt í vatn. Með þessum aðgerðum og fleirum munu komandi kynslóðir njóta þjóðgarðsins og Þingvallavatns líkt og milljónir manna hafa gert til þessa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Fjörleg umræða hefur staðið yfir að undanförnu um erlenda ferðamenn og álag af þeirra völdum á náttúru, menn og mannvirki. Gróður og jarðvegur láta á sjá, biðraðir myndast við afgreiðslur og salerni hafa ekki undan, jafnvel þannig að fólk gerir þarfir sínar í næsta runna. Þetta er vissulega óviðunandi ástand og brýnt að bæta úr því sem fyrst. Við höfum haft allar forsendur til að bregðast fyrr við en ekki gert það. Þess vegna eru innviðir ferðaþjónustunnar veikbyggðari en ella. Ráðherra ferðamála hittir naglann á höfuðið þegar hún segir að við höfum verið „…aðeins tekin í bólinu“ og að „Áralangur skortur á uppbyggingu er að koma okkur í koll núna.“ Þjóðgarðurinn á Þingvöllum ásamt Þingvallavatni er einn fjölsóttasti ferðamannastaður á landinu og hefur ekki farið varhluta af tilheyrandi álagi. Vel hefur þó verið leyst úr ýmsum vandamálum þar en fjöldi ferðamanna er aftur á móti orðinn slíkur að gera þarf betur. Á meðal þess sem ráða þarf bót á er fráveita skólps, sérstaklega með hliðsjón af verndun lífríkis Þingvallavatns. Þingvallavatn er stærsta stöðuvatn landsins, af gerð lindarvatns, rómað fyrir bláma, hrein- og tærleika og frægt fyrir einstakt lífríki og gjöfula silungsveiði. Vegna þessa nýtur vatnið bæði verndar samkvæmt íslenskum sérlögum og Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna um menningar- og náttúruarfleifð mannkyns. Eins og málum er nú háttað í þjóðgarðinum og á vatnasviði Þingvallavatns er seyra tæmd úr rotþróm og farið með hana út fyrir vatnasviðið til hreinsunar. Skólpvatnið situr hins vegar eftir í langflestum þróm og þaðan sytrar það út í umhverfið. Vegna þess hve gropin hraun eru víða á svæðinu og lítið um jarðveg á skólpvatnið greiðan aðgang í grunnvatn sem berst fyrr en seinna í Þingvallavatn. Þá er skaðinn skeður. Þingvallavatn er mjög viðkvæmur viðtaki fyrir nitri, sem er í miklu magni í skólpvatni. Viðkvæmnin stafar af því að mjög lítið er af nitri í Þingvallavatni en jafnframt er nitur annað tveggja helstu næringarefna sem gróður þarf til vaxtar. Aukist niturstyrkur í vatninu þá eykst vöxtur þörunga sem kann að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir allt lífríki vatnsins og hrein- og tærleika þess. Vísbendingar um þessa þróun í Þingvallavatni eru því miður nú þegar fyrir hendi. Bregðast verður strax við álagi á vatnasviði Þingvallavatns ef ekki á að fara illa fyrir einni helstu náttúruperlu okkar. Uppsprettur niturmengunar á vatnasviðinu eru reyndar fleiri en vegna skólpvatns en hér gildir hið fornkveðna að það er kornið sem fyllir mælinn og best að byrja á því að taka til í eigin garði. Hvetja má gesti til að létta á sér heima, á hóteli eða í skipi áður en komið er á Þingvöll. Staðsetja ber salerni og rotþrær þar sem jarðveg er að finna fjarri hrauni og vatni. Huga þarf að aðferðum sem fella sem mest út af skólpvatni í rótþrónum, helst þannig að ekkert sytri út á viðkvæmustu stöðunum þar sem hraun er undir og skammt í vatn. Með þessum aðgerðum og fleirum munu komandi kynslóðir njóta þjóðgarðsins og Þingvallavatns líkt og milljónir manna hafa gert til þessa.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun