Árni Páll segir stjórnvöld ekki standa við eigin Evrópustefnu Ingvar Haraldsson skrifar 29. júlí 2015 07:00 Árni Páll veltir fyrir sér hvort Evrópustefnan hafi verið sett í þykjustuleik. vísir/gva „Þessi stefna var öll í skötulíki og þessi ríkisstjórn virðist vera alveg alveg ófær um að marka einhverja stefnu um samskipti við Evrópusambandið út frá íslenskum hagsmunum,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar sem sett var í mars á síðasta ári. Samkvæmt Evrópustefnunni átti ekkert dómsmál að vera fyrir EFTA-dómstólnum á fyrri hluta þessa árs vegna þess að dregist hafi að innleiða EES-reglugerðir. Þá átti innleiðingarhalli EES-reglugerða að vera kominn undir eitt prósent. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu var innleiðingarhallinn tvö prósent þann 17. apríl síðastliðinn. Þá eru þrjú dómsmál nú rekin gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. „Það átti líka að efla starf sendiráðsins í Brussel og það hefur ekki verið gert,“ bendir Árni Páll á. „Það er mjög skrítið að sjá svona stefnumörkun. Það virðist vera sem hún hafi bara verið sett fram sem einhver þykjustuleikur þegar verið var að reyna að draga aðildarumsóknina til baka,“ segir Árni Páll en Evrópustefnan var sett tæpum þremur vikum eftir að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lagði fram þingsályktunartillögu um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. „Þetta átti að heita einhvers konar valkostur því á þeim tíma var það gagnrýnt að ekki væri búið að setja sér neina Evrópustefnu. Þá hafi menn flýtt sér að hnipra þetta niður á hné sér í fljótheitum til þess að ekki væri hægt að segja að það væri engin stefna til,“ segir Árni Páll. „Það eru nú mikilvægari mál hér innanlands eins og heilbrigðis- og menntamálin,“ svarar Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins og nefndarmaður í utanríkismálanefnd, spurður út í innleiðingarhallann. „Það er nú fátt annað gert í utanríkismálanefnd en að ræða og afgreiða EES-tilskipanir,“ bætir Ásmundur við en segir þessi mál þó til stöðugrar skoðunar. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir ekki við Alþingi að sakast. „Það hafa engin mál orðið eftir í þinginu,“ segir Vilhjálmur. Hins vegar hafi ráðuneytum ekki tekist að afgreiða mál nægjanlega hratt. „Það er ekki tiltækur mannafli í ráðuneytunum til að afgreiða þessi mál,“ segir Vilhjálmur. Alþingi Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira
„Þessi stefna var öll í skötulíki og þessi ríkisstjórn virðist vera alveg alveg ófær um að marka einhverja stefnu um samskipti við Evrópusambandið út frá íslenskum hagsmunum,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar sem sett var í mars á síðasta ári. Samkvæmt Evrópustefnunni átti ekkert dómsmál að vera fyrir EFTA-dómstólnum á fyrri hluta þessa árs vegna þess að dregist hafi að innleiða EES-reglugerðir. Þá átti innleiðingarhalli EES-reglugerða að vera kominn undir eitt prósent. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu var innleiðingarhallinn tvö prósent þann 17. apríl síðastliðinn. Þá eru þrjú dómsmál nú rekin gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. „Það átti líka að efla starf sendiráðsins í Brussel og það hefur ekki verið gert,“ bendir Árni Páll á. „Það er mjög skrítið að sjá svona stefnumörkun. Það virðist vera sem hún hafi bara verið sett fram sem einhver þykjustuleikur þegar verið var að reyna að draga aðildarumsóknina til baka,“ segir Árni Páll en Evrópustefnan var sett tæpum þremur vikum eftir að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lagði fram þingsályktunartillögu um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. „Þetta átti að heita einhvers konar valkostur því á þeim tíma var það gagnrýnt að ekki væri búið að setja sér neina Evrópustefnu. Þá hafi menn flýtt sér að hnipra þetta niður á hné sér í fljótheitum til þess að ekki væri hægt að segja að það væri engin stefna til,“ segir Árni Páll. „Það eru nú mikilvægari mál hér innanlands eins og heilbrigðis- og menntamálin,“ svarar Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins og nefndarmaður í utanríkismálanefnd, spurður út í innleiðingarhallann. „Það er nú fátt annað gert í utanríkismálanefnd en að ræða og afgreiða EES-tilskipanir,“ bætir Ásmundur við en segir þessi mál þó til stöðugrar skoðunar. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir ekki við Alþingi að sakast. „Það hafa engin mál orðið eftir í þinginu,“ segir Vilhjálmur. Hins vegar hafi ráðuneytum ekki tekist að afgreiða mál nægjanlega hratt. „Það er ekki tiltækur mannafli í ráðuneytunum til að afgreiða þessi mál,“ segir Vilhjálmur.
Alþingi Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira