Kæra sig ekki um þjóðhátíð á Flatey Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 4. ágúst 2015 09:00 Það er alltaf fjör í Flatey. vísir/anton Flatey á Breiðafirði er lítil og afskekkt eyja sem rúmar ekki marga gesti. Þrátt fyrir það streyma ferðamenn þangað yfir frá Stykkishólmi með ferjunni Baldri á sumrin til þess að upplifa þessa einstöku eyju sem á engan sinn líka. Um verslunarmannahelgina var haldið lítið sveitaball en Ingibjörg Pétursdóttir, hótelstýra á Hótel Flatey, segir að ekki sé ætlunin að búa til einhvers konar hátíð. „Það er alltaf töluvert af fólki um verslunarmannahelgina en ég held að fólk sé aðallega að sækja hingað til þess að vera í ró og næði en samt skemmta sér vel. Við erum ekkert að auglýsa dagskrána því að við viljum halda þessu litlu þar sem fólkið sem kemur hingað er ekki að leita eftir hamagangi,“ segir Ingibjörg en um helgina komu fram Sigríður Thorlacius, Gunnar Óskar og sönghópurinn Olga Vocal Ensemble. Hótelið var opnað fyrir tíu árum en þá voru það nær eingöngu Íslendingar sem gistu þar. Nú er öldin önnur. „Þetta hefur verið að breytast smátt og smátt. Þetta var hótel sem Íslendingar sóttu mikið í og við erum aðallega með dagskrá fyrir þá. Útlendingarnir taka ekki þátt í henni og ég man ekki eftir að hafa séð einn ferðamann á tónleikunum núna um helgina þrátt fyrir að öll herbergin hafi verið bókuð af þeim.“ Það varð svokölluð ferðamannabóla á Flatey eftir að kvikmyndin Brúðguminn eftir Baltasar Kormák kom út en hún er að mestu tekin upp þar. „Stundum komu um 300 manns á dag í dagsferð um eyjuna. Það var full mikið enda er eyjan pínu lítið og rúmar ekki marga. Í dag er ekki jafn mikið brjálæði en samt erum við með uppbókaðar gistingar nánast allt sumarið.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nýr Baldur kominn til landsins Ný Breiðafjarðarferja, sem mun leysa Baldur af hólmi er komin til Reykjavíkur og fer væntanlega í slilpp í dag. Ferjan , sem er keypt notuð frá Noregi er breiðari og lengri en Baldur og lofthæð á bílaþilfari er meiri og í takt við nútímakröfur. 15. október 2014 08:24 Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Sjá meira
Flatey á Breiðafirði er lítil og afskekkt eyja sem rúmar ekki marga gesti. Þrátt fyrir það streyma ferðamenn þangað yfir frá Stykkishólmi með ferjunni Baldri á sumrin til þess að upplifa þessa einstöku eyju sem á engan sinn líka. Um verslunarmannahelgina var haldið lítið sveitaball en Ingibjörg Pétursdóttir, hótelstýra á Hótel Flatey, segir að ekki sé ætlunin að búa til einhvers konar hátíð. „Það er alltaf töluvert af fólki um verslunarmannahelgina en ég held að fólk sé aðallega að sækja hingað til þess að vera í ró og næði en samt skemmta sér vel. Við erum ekkert að auglýsa dagskrána því að við viljum halda þessu litlu þar sem fólkið sem kemur hingað er ekki að leita eftir hamagangi,“ segir Ingibjörg en um helgina komu fram Sigríður Thorlacius, Gunnar Óskar og sönghópurinn Olga Vocal Ensemble. Hótelið var opnað fyrir tíu árum en þá voru það nær eingöngu Íslendingar sem gistu þar. Nú er öldin önnur. „Þetta hefur verið að breytast smátt og smátt. Þetta var hótel sem Íslendingar sóttu mikið í og við erum aðallega með dagskrá fyrir þá. Útlendingarnir taka ekki þátt í henni og ég man ekki eftir að hafa séð einn ferðamann á tónleikunum núna um helgina þrátt fyrir að öll herbergin hafi verið bókuð af þeim.“ Það varð svokölluð ferðamannabóla á Flatey eftir að kvikmyndin Brúðguminn eftir Baltasar Kormák kom út en hún er að mestu tekin upp þar. „Stundum komu um 300 manns á dag í dagsferð um eyjuna. Það var full mikið enda er eyjan pínu lítið og rúmar ekki marga. Í dag er ekki jafn mikið brjálæði en samt erum við með uppbókaðar gistingar nánast allt sumarið.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nýr Baldur kominn til landsins Ný Breiðafjarðarferja, sem mun leysa Baldur af hólmi er komin til Reykjavíkur og fer væntanlega í slilpp í dag. Ferjan , sem er keypt notuð frá Noregi er breiðari og lengri en Baldur og lofthæð á bílaþilfari er meiri og í takt við nútímakröfur. 15. október 2014 08:24 Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Sjá meira
Nýr Baldur kominn til landsins Ný Breiðafjarðarferja, sem mun leysa Baldur af hólmi er komin til Reykjavíkur og fer væntanlega í slilpp í dag. Ferjan , sem er keypt notuð frá Noregi er breiðari og lengri en Baldur og lofthæð á bílaþilfari er meiri og í takt við nútímakröfur. 15. október 2014 08:24