Stórasta hátíðin í öllum heiminum Magnús Guðmundsson skrifar 17. ágúst 2015 07:00 Ísland er ekki lítið land. Ísland er stórasta land í heimi,“ sagði Dorrit Moussaieff forsetafrú á tilfinningaþrungnu augnabliki í lífi lítillar þjóðar. Karlalandsliðið í handbolta var nýbúið að tryggja sér sæti í úrslitaleik Ólympíuleikanna og það er ekki lítið afrek fyrir litla þjóð. Þessi ummæli vöktu mikla gleði í stóru hjarta lítillar þjóðar. Ekki vegna þess að þau væru mælt á örlítið bjagaðri íslensku heldur fremur vegna þess að Dorrit sagði að við værum stór. Fátt gleður smáþjóðina meira en að vera stór. Íslenska þjóðin hefur líka haft ófá tækifærin í gegnum tíðina til þess að gleðjast yfir afrekum sínum á alþjóðlegum vettvangi íþrótta, lista og menningar. Það er eitthvað sem við megum með sönnu vera stolt af í alla staði. En einmitt vegna þess að við erum smáþjóð. Engu að síður virðumst við endalaust finna hjá okkur þörf til þess að reyna að hafa alla hluti sem stærsta og mesta. Við viljum t.d. halda eins stórar hátíðir og veislur og mögulegt er með það að meginmarkmiði að gefa þeim nú ekkert eftir, þessum veislum úti í hinum stóra heimi. Menningarnótt í Reykjavík er ágætis dæmi um þetta. Menningarnótt í Reykjavík er um margt vel heppnuð hátíð. Uppfull af alls konar skemmtilegum list- og menningarviðburðum þar sem allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. En hún er líka ágætis dæmi um það hvernig það sem er stórt og fyrirferðarmikið tekur yfir það sem er lítið og skemmtilegt. Fyrstu árin einkenndist Menningarnótt af því að borgarbúar, sem og aðrir gestir, gátu lagt leið sína í miðbæinn til þess að njóta fjölda smárra en skemmtilegra listviðburða. En smátt og smátt virðist blessuð minnimáttarkenndin hafa náð í skottið á okkur og í seinni tíð virðist vera aukin áhersla á risatónleika sem ríkisstofnun stendur fyrir af einhverjum ókunnum ástæðum. Að ógleymdri flugeldasýningu sem er kannski í boði stórfyrirtækis. Það er dálítil synd hvað okkur gengur illa að halda í fegurðina og gleðina sem býr í hinu smáa og sjálfsprottna. Í þessu smáa og sjálfsprottna felast nefnilega verðmæti sem vert er að hlúa að. Tónleikar í bakgarði og myndlistasýning á miðri götu eru nefnilega frábær vettvangur fyrir fjölskylduna til þess að njóta samveru og eiga góðar stundir. Vettvangur sem hefur heilmargt fram yfir fyrirferðarmikla tónleika á Arnarhóli þar sem allt er keyrt í botn, foreldrar ríghalda í börnin í mannþrönginni og unglingarnir eru fyrir löngu farnir fyrir framan sviðið að reyna að ná soga í sig síðustu útihátíðartóna sumarsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er ekki lítið land. Ísland er stórasta land í heimi,“ sagði Dorrit Moussaieff forsetafrú á tilfinningaþrungnu augnabliki í lífi lítillar þjóðar. Karlalandsliðið í handbolta var nýbúið að tryggja sér sæti í úrslitaleik Ólympíuleikanna og það er ekki lítið afrek fyrir litla þjóð. Þessi ummæli vöktu mikla gleði í stóru hjarta lítillar þjóðar. Ekki vegna þess að þau væru mælt á örlítið bjagaðri íslensku heldur fremur vegna þess að Dorrit sagði að við værum stór. Fátt gleður smáþjóðina meira en að vera stór. Íslenska þjóðin hefur líka haft ófá tækifærin í gegnum tíðina til þess að gleðjast yfir afrekum sínum á alþjóðlegum vettvangi íþrótta, lista og menningar. Það er eitthvað sem við megum með sönnu vera stolt af í alla staði. En einmitt vegna þess að við erum smáþjóð. Engu að síður virðumst við endalaust finna hjá okkur þörf til þess að reyna að hafa alla hluti sem stærsta og mesta. Við viljum t.d. halda eins stórar hátíðir og veislur og mögulegt er með það að meginmarkmiði að gefa þeim nú ekkert eftir, þessum veislum úti í hinum stóra heimi. Menningarnótt í Reykjavík er ágætis dæmi um þetta. Menningarnótt í Reykjavík er um margt vel heppnuð hátíð. Uppfull af alls konar skemmtilegum list- og menningarviðburðum þar sem allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. En hún er líka ágætis dæmi um það hvernig það sem er stórt og fyrirferðarmikið tekur yfir það sem er lítið og skemmtilegt. Fyrstu árin einkenndist Menningarnótt af því að borgarbúar, sem og aðrir gestir, gátu lagt leið sína í miðbæinn til þess að njóta fjölda smárra en skemmtilegra listviðburða. En smátt og smátt virðist blessuð minnimáttarkenndin hafa náð í skottið á okkur og í seinni tíð virðist vera aukin áhersla á risatónleika sem ríkisstofnun stendur fyrir af einhverjum ókunnum ástæðum. Að ógleymdri flugeldasýningu sem er kannski í boði stórfyrirtækis. Það er dálítil synd hvað okkur gengur illa að halda í fegurðina og gleðina sem býr í hinu smáa og sjálfsprottna. Í þessu smáa og sjálfsprottna felast nefnilega verðmæti sem vert er að hlúa að. Tónleikar í bakgarði og myndlistasýning á miðri götu eru nefnilega frábær vettvangur fyrir fjölskylduna til þess að njóta samveru og eiga góðar stundir. Vettvangur sem hefur heilmargt fram yfir fyrirferðarmikla tónleika á Arnarhóli þar sem allt er keyrt í botn, foreldrar ríghalda í börnin í mannþrönginni og unglingarnir eru fyrir löngu farnir fyrir framan sviðið að reyna að ná soga í sig síðustu útihátíðartóna sumarsins.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun