Meirihluti fíkniefnadeildar gerði í sameiningu alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2016 18:30 Níu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu lýstu yfir vantrausti á hendur samstarfsmanni sínum við yfirmann á liðnu ári. Um enn eitt dæmið var að ræða þar sem efasemdir voru uppi um heilindi hans í starfi. Ekki er um sama lögreglumann að ræða og losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær í máli sem einnig snýr að fíkniefnadeild lögreglu. Starfsmennirnir lögðu fram kvörtun vegna lögreglufulltrúa, samstarfsmanns þeirra í fíkniefnadeildinni. Umræddur fulltrúi er reyndur lögreglumaður sem stýrði meðal annars tálbeituaðgerð í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem fór út um þúfur við Hótel Frón í apríl í fyrra. Sameinaðir gerðu lögreglumennirnir alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans nokkrum vikum eftir tálbeituaðgerðina. Lögreglumennirnir sem kvörtuðu undan fulltrúanum voru alls níu en um er að ræða meirihluta þeirra sem starfa við rannsóknir á fíkniefnamálum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Karl Steinar Valsson var yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglu frá 2007-2014.Vísir/ErnirAldrei formleg rannsókn þrátt fyrir fullyrðingar Umræddur lögreglufulltrúi hefur í áraraðir verið ásakaður, bæði af núverandi og fyrrverandi samstarfsmönnum og almenningi, um óeðlileg samskipti við aðila í fíkniefnaheiminum. Mál hans hefur þó aldrei verið formlega rannsakað.Í Fréttablaðinu í dag kom fram að Karl Steinar Valsson, þáverandi yfirmaður fíkniefnadeildar, hefði árið 2011, þegar ásakanir voru háværar, fullyrt við samstarfsmenn fulltrúans að rannsókn á ásökunum væri lokið. Ekkert væri hæft í þeim og menn ættu ekki að ræða málið frekar. Fréttablaðið hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að aldrei fór fram formleg rannsókn á málinu. Það er sjónarmið flestra sem fréttastofa hefur leitað til að ótækt sé fyrir aðila að láta jafn alvarlegar athugasemdir og um ræðir liggja í láginni og rannsaka ekki hvort þær eigi við rök að styðjast. Allir hljóti að eiga rétt á að fá úrlausn sinna mála hvoru megin sem setið er við borðið.Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er í fríi erlendis og svaraði ekki símtölum fréttastofu.Vísir/Anton BrinkAldrei rannsakaður en þrisvar færður til Ekki liggur fyrir hvernig Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn og yfirmaður níumenninganna, brást við athugasemdum hópsins. Hópurinn sá sig engu að síður knúinn til að fara með málið lengra og beindi alvarlegu athugasemdunum til Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Í framhaldinu var fulltrúinn færður til í starfi og í aðra deild ótengda rannsóknum á fíkniefnamálum. Um fyrstu af þremur tilfærslum mannsins í starfi var að ræða á nokkurra mánaða tímabili. Friðrik Smári er í fríi erlendis og svaraði ekki símtölum fréttastofu. Þá segist Sigríður Björk lögreglustjóri ekkert geta tjáð sig um málið.Áfram verður fjallað um málið í Fréttablaðinu á morgun þar sem Karl Steinar Valsson verður í ítarlegu viðtali þar sem hann svarar fyrir ásakanir á hendur sér. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar Valsson tjáði starfsmönnum fíkniefnadeildar að alvarlega ásakanir á hendur lögreglumanni í deildinni hefðu verið rannsakaðar og enginn fótur reynst fyrir þeim. Málið var aldrei formlega rannsakað. 8. janúar 2016 07:00 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Níu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu lýstu yfir vantrausti á hendur samstarfsmanni sínum við yfirmann á liðnu ári. Um enn eitt dæmið var að ræða þar sem efasemdir voru uppi um heilindi hans í starfi. Ekki er um sama lögreglumann að ræða og losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær í máli sem einnig snýr að fíkniefnadeild lögreglu. Starfsmennirnir lögðu fram kvörtun vegna lögreglufulltrúa, samstarfsmanns þeirra í fíkniefnadeildinni. Umræddur fulltrúi er reyndur lögreglumaður sem stýrði meðal annars tálbeituaðgerð í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem fór út um þúfur við Hótel Frón í apríl í fyrra. Sameinaðir gerðu lögreglumennirnir alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans nokkrum vikum eftir tálbeituaðgerðina. Lögreglumennirnir sem kvörtuðu undan fulltrúanum voru alls níu en um er að ræða meirihluta þeirra sem starfa við rannsóknir á fíkniefnamálum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Karl Steinar Valsson var yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglu frá 2007-2014.Vísir/ErnirAldrei formleg rannsókn þrátt fyrir fullyrðingar Umræddur lögreglufulltrúi hefur í áraraðir verið ásakaður, bæði af núverandi og fyrrverandi samstarfsmönnum og almenningi, um óeðlileg samskipti við aðila í fíkniefnaheiminum. Mál hans hefur þó aldrei verið formlega rannsakað.Í Fréttablaðinu í dag kom fram að Karl Steinar Valsson, þáverandi yfirmaður fíkniefnadeildar, hefði árið 2011, þegar ásakanir voru háværar, fullyrt við samstarfsmenn fulltrúans að rannsókn á ásökunum væri lokið. Ekkert væri hæft í þeim og menn ættu ekki að ræða málið frekar. Fréttablaðið hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að aldrei fór fram formleg rannsókn á málinu. Það er sjónarmið flestra sem fréttastofa hefur leitað til að ótækt sé fyrir aðila að láta jafn alvarlegar athugasemdir og um ræðir liggja í láginni og rannsaka ekki hvort þær eigi við rök að styðjast. Allir hljóti að eiga rétt á að fá úrlausn sinna mála hvoru megin sem setið er við borðið.Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er í fríi erlendis og svaraði ekki símtölum fréttastofu.Vísir/Anton BrinkAldrei rannsakaður en þrisvar færður til Ekki liggur fyrir hvernig Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn og yfirmaður níumenninganna, brást við athugasemdum hópsins. Hópurinn sá sig engu að síður knúinn til að fara með málið lengra og beindi alvarlegu athugasemdunum til Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Í framhaldinu var fulltrúinn færður til í starfi og í aðra deild ótengda rannsóknum á fíkniefnamálum. Um fyrstu af þremur tilfærslum mannsins í starfi var að ræða á nokkurra mánaða tímabili. Friðrik Smári er í fríi erlendis og svaraði ekki símtölum fréttastofu. Þá segist Sigríður Björk lögreglustjóri ekkert geta tjáð sig um málið.Áfram verður fjallað um málið í Fréttablaðinu á morgun þar sem Karl Steinar Valsson verður í ítarlegu viðtali þar sem hann svarar fyrir ásakanir á hendur sér.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar Valsson tjáði starfsmönnum fíkniefnadeildar að alvarlega ásakanir á hendur lögreglumanni í deildinni hefðu verið rannsakaðar og enginn fótur reynst fyrir þeim. Málið var aldrei formlega rannsakað. 8. janúar 2016 07:00 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00
Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar Valsson tjáði starfsmönnum fíkniefnadeildar að alvarlega ásakanir á hendur lögreglumanni í deildinni hefðu verið rannsakaðar og enginn fótur reynst fyrir þeim. Málið var aldrei formlega rannsakað. 8. janúar 2016 07:00