Mamma Bjarka Más æf yfir vali Arons Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. janúar 2016 14:15 Bjarki Már Elísson þarf að horfa á EM í sjónvarpinu. vísir/anton brink Elsa Hrönn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri FH og móðir Bjarka Más Elíssonar, landsliðsmanns í handbolta og leikmanns Füchse Berlín í Þýskalandi, er vægast ósátt með ákvörðun Arons Kristjánssonar, landsliðsþjálfara, að taka ekki son sinn með á EM í Póllandi sem hefst eftir viku. Bjarki Már fékk þær fréttir í gær eftir seinni leik Íslands og Portúgal að hann er ekki á leið með strákunum okkar á EM, en hann var einn þeirra þriggja sem var skorinn frá hópnum í gær. Stefán Rafn hefur setið mikið á bekknum hjá Rhein-Neckar Löwen undanfarin misseri en hélt alltaf sæti sínu þegar Bjarki Már var að spila í þýsku 2. deildinni. Nú er Stefán áfram á bekknum á meðan Bjarki er að spila stórt hlutverk hjá Berlínarrefunum í efstu deild þýska boltans.Stefán Rafn Sigurmannsson hafði ekki áhyggjur af sæti sínu og virðist ekki hafa þurft þess heldur.vísir/eva björkÓréttlæti Bjarki taldi það öruggt að hann færi á EM, en í viðtali við Morgunblaðið í desember sagði hann: „Ég bara trúi ekki öðru en ég verði í hópnum sem fer á EM. Í ljósi reynslunnar geng ég ekki út frá því en þætti það óréttlátt ef ég yrði ekki með, það er alveg ljóst.“ Stefán Rafn hafði ekki miklar áhyggjur af stöðu sinni eins og hann sagði frá í viðtali við Vísi í vikunni. Hann þurfti heldur ekki að hafa neinar áhyggjur. Þetta val Arons á öðrum hornamanni liðsins á eftir fyrliðanum Guðjóni Val Sigurðssyni fer ekki vel í móður Bjarka Rafns sem lætur Aron Kristjánsson heyra það á Facebook og hefur tölfræðina að vopni. Hún gefur lítið fyrir þær skýringar flestra handboltaspekinga að Stefán Rafn fái sætið því hann er betri bakvörður í varnarleiknum. Hennar strákur fékk ekki einu sinni tækifæri til að spila vörn á móti Portúgal.Bjarki Már spilar mikið fyrir Füchse Berlín en Stefán Rafn situr á bekknum hjá Rhein-Neckar Löwen.vísir/afpBjarki stóð sig betur „Bjarki Már var ekki að spila í nógu góðu liði og var ekki með nógu góða nýtingu, þess vegna fékk Stefán Rafn alltaf tækifæri í hjá Aroni,“ segir hún og heldur áfram: „Núna er Bjarki Már er með 55 mörk og 71,43% nýtingu, komin í gott lið og orðin hornamaður númer eitt. Stefán er með 14 mörk og 46,67% nýtingu auk þess er hann búin að verma bekkinn meira og minna í vetur. Aron ætti þá að standa við orð sín og velja Bjarka en nei, þá eru valdir 3 vinstri hornamenn í landsliðið.“ „Eftir að Aron sagðist ekki vera búinn að velja hópinn í fyrradag þá gerðist það að Bjarki spilaði með B landsliðinu í 30 mín og skoraði 6 mörk . Með A landsliðinu þá fékk Stefán 42 mín og gerði 1 mark úr tveimur skotum og fékk á sig ruðning, línu og glataði boltanum.“ „Bjarki Már fékk 18 mín og skoraði 1 mark úr einu skoti. Hvorn á að velja, jú Stefán valinn því hann er svo góður sem bakk í vörn en Bjarki fékk ekki einu sinni að spreyta sig sem bakk í vörn á þessum 18 mínútum sem hann fékk!!!!!“Aron Kristjánsson vildi Stefán Rafn frekar en Bjarka Má.vísir/anton brinkFékk sénsinn í NoregiBjarki Már var valinn fram yfir Stefán Rafn þegar landsliðið spilaði þrjá vináttuleiki á móti Noregi, Frakklandi og Danmörku í Gulldeildinni fyrir áramót. Á þeim tíma var Stefán Rafn lítið að spila með Löwen en hann hefur fengið meira að gera eftir að þýski landsliðsmaðurinn Uwe Gensheimer meiddist. „Auðvitað er alltaf leiðinlegt að vera ekki í hópnum. Markmið mitt er að vera allt í landsliðshópnum og einhvern tímann að verða fyrsti maður,“ sagði hann við Vísi um ákvörðun Arons að velja sig ekki í æfingamótið. „Það var náttúrlega ekki skemmtilegt en ég nýtti tímann vel til að æfa sjálfur. Ég fékk mér góðan þjálfara og æfði vel þessa viku. Ég reyndi að taka reiðina út með meiri æfingum og vera þá enn tilbúnari núna.“ Nú er Aron Kristjánsson búinn að taka ákvörðun og verður Stefán Rafn annar hornamaður landsliðsins á eftir fyrirliðanum. Íslenska liðið spilar síðustu leikina í undirbúningnum fyrir EM um helgina á móti Þýskalandi ytra en fyrsti leikurinn á EM verður næsta föstudag á móti Noregi.Bjarki Már var ekki að spila í nógu góðu liði, var ekki með nógu góða nýtingu þess vegna fékk Stefán Rafn alltaf tækifæ...Posted by Elsa Hrönn Reynisdóttir on Friday, January 8, 2016 EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Aron búinn að velja þá átján sem fara til Þýskalands Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem munu taka þátt í vináttulandsleikjum við Þjóðverjar um næstu helgi. 7. janúar 2016 21:39 Aron: Erfitt að tilkynna mönnum að þeir fari ekki á stórmót Aron Kristjánsson skar æfingahóp sinn fyrir EM í handbolta niður í átján leikmenn, sem fara til Þýskalands á morgun. 7. janúar 2016 22:25 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira
Elsa Hrönn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri FH og móðir Bjarka Más Elíssonar, landsliðsmanns í handbolta og leikmanns Füchse Berlín í Þýskalandi, er vægast ósátt með ákvörðun Arons Kristjánssonar, landsliðsþjálfara, að taka ekki son sinn með á EM í Póllandi sem hefst eftir viku. Bjarki Már fékk þær fréttir í gær eftir seinni leik Íslands og Portúgal að hann er ekki á leið með strákunum okkar á EM, en hann var einn þeirra þriggja sem var skorinn frá hópnum í gær. Stefán Rafn hefur setið mikið á bekknum hjá Rhein-Neckar Löwen undanfarin misseri en hélt alltaf sæti sínu þegar Bjarki Már var að spila í þýsku 2. deildinni. Nú er Stefán áfram á bekknum á meðan Bjarki er að spila stórt hlutverk hjá Berlínarrefunum í efstu deild þýska boltans.Stefán Rafn Sigurmannsson hafði ekki áhyggjur af sæti sínu og virðist ekki hafa þurft þess heldur.vísir/eva björkÓréttlæti Bjarki taldi það öruggt að hann færi á EM, en í viðtali við Morgunblaðið í desember sagði hann: „Ég bara trúi ekki öðru en ég verði í hópnum sem fer á EM. Í ljósi reynslunnar geng ég ekki út frá því en þætti það óréttlátt ef ég yrði ekki með, það er alveg ljóst.“ Stefán Rafn hafði ekki miklar áhyggjur af stöðu sinni eins og hann sagði frá í viðtali við Vísi í vikunni. Hann þurfti heldur ekki að hafa neinar áhyggjur. Þetta val Arons á öðrum hornamanni liðsins á eftir fyrliðanum Guðjóni Val Sigurðssyni fer ekki vel í móður Bjarka Rafns sem lætur Aron Kristjánsson heyra það á Facebook og hefur tölfræðina að vopni. Hún gefur lítið fyrir þær skýringar flestra handboltaspekinga að Stefán Rafn fái sætið því hann er betri bakvörður í varnarleiknum. Hennar strákur fékk ekki einu sinni tækifæri til að spila vörn á móti Portúgal.Bjarki Már spilar mikið fyrir Füchse Berlín en Stefán Rafn situr á bekknum hjá Rhein-Neckar Löwen.vísir/afpBjarki stóð sig betur „Bjarki Már var ekki að spila í nógu góðu liði og var ekki með nógu góða nýtingu, þess vegna fékk Stefán Rafn alltaf tækifæri í hjá Aroni,“ segir hún og heldur áfram: „Núna er Bjarki Már er með 55 mörk og 71,43% nýtingu, komin í gott lið og orðin hornamaður númer eitt. Stefán er með 14 mörk og 46,67% nýtingu auk þess er hann búin að verma bekkinn meira og minna í vetur. Aron ætti þá að standa við orð sín og velja Bjarka en nei, þá eru valdir 3 vinstri hornamenn í landsliðið.“ „Eftir að Aron sagðist ekki vera búinn að velja hópinn í fyrradag þá gerðist það að Bjarki spilaði með B landsliðinu í 30 mín og skoraði 6 mörk . Með A landsliðinu þá fékk Stefán 42 mín og gerði 1 mark úr tveimur skotum og fékk á sig ruðning, línu og glataði boltanum.“ „Bjarki Már fékk 18 mín og skoraði 1 mark úr einu skoti. Hvorn á að velja, jú Stefán valinn því hann er svo góður sem bakk í vörn en Bjarki fékk ekki einu sinni að spreyta sig sem bakk í vörn á þessum 18 mínútum sem hann fékk!!!!!“Aron Kristjánsson vildi Stefán Rafn frekar en Bjarka Má.vísir/anton brinkFékk sénsinn í NoregiBjarki Már var valinn fram yfir Stefán Rafn þegar landsliðið spilaði þrjá vináttuleiki á móti Noregi, Frakklandi og Danmörku í Gulldeildinni fyrir áramót. Á þeim tíma var Stefán Rafn lítið að spila með Löwen en hann hefur fengið meira að gera eftir að þýski landsliðsmaðurinn Uwe Gensheimer meiddist. „Auðvitað er alltaf leiðinlegt að vera ekki í hópnum. Markmið mitt er að vera allt í landsliðshópnum og einhvern tímann að verða fyrsti maður,“ sagði hann við Vísi um ákvörðun Arons að velja sig ekki í æfingamótið. „Það var náttúrlega ekki skemmtilegt en ég nýtti tímann vel til að æfa sjálfur. Ég fékk mér góðan þjálfara og æfði vel þessa viku. Ég reyndi að taka reiðina út með meiri æfingum og vera þá enn tilbúnari núna.“ Nú er Aron Kristjánsson búinn að taka ákvörðun og verður Stefán Rafn annar hornamaður landsliðsins á eftir fyrirliðanum. Íslenska liðið spilar síðustu leikina í undirbúningnum fyrir EM um helgina á móti Þýskalandi ytra en fyrsti leikurinn á EM verður næsta föstudag á móti Noregi.Bjarki Már var ekki að spila í nógu góðu liði, var ekki með nógu góða nýtingu þess vegna fékk Stefán Rafn alltaf tækifæ...Posted by Elsa Hrönn Reynisdóttir on Friday, January 8, 2016
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Aron búinn að velja þá átján sem fara til Þýskalands Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem munu taka þátt í vináttulandsleikjum við Þjóðverjar um næstu helgi. 7. janúar 2016 21:39 Aron: Erfitt að tilkynna mönnum að þeir fari ekki á stórmót Aron Kristjánsson skar æfingahóp sinn fyrir EM í handbolta niður í átján leikmenn, sem fara til Þýskalands á morgun. 7. janúar 2016 22:25 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira
Aron búinn að velja þá átján sem fara til Þýskalands Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem munu taka þátt í vináttulandsleikjum við Þjóðverjar um næstu helgi. 7. janúar 2016 21:39
Aron: Erfitt að tilkynna mönnum að þeir fari ekki á stórmót Aron Kristjánsson skar æfingahóp sinn fyrir EM í handbolta niður í átján leikmenn, sem fara til Þýskalands á morgun. 7. janúar 2016 22:25