Indía er dóttir skartgripahönnuðarins Jóhönnu Metúsalemsdóttur sem hannar undir merkinu Kría.
Þar með fetar hún í fótspor þekktustu fyrirsæta og leikkvenna heims á borð við Laetitia Casta, Maggie Gyllenhaal, Katie Holmes, Vanessa Paradis, Jessica Staam, Lindsay Vixson, Léa Seydoux, Chloe Sevigny, Kirsten Dunst og fleiri.
Indía vakti athygli árið 2014 þegar hún sat fyrir á plötuumslagi tónlistarmannsins Pharrell Williams.
Miu Miu er dótturfyrirtæki tískurisans Prada, og var stofnað árið 1993 af sjálfri Miuccia Prada og er í dag eitt stærsta tískufyrirtæki heims.


