Miðarnir á Bieber gætu klárast í dag: "Við erum bara í skýjunum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. janúar 2016 13:25 Justin Bieber mun gera allt vitlaust hér á landi. vísir/getty „Við einfaldlega gætum ekki verið glaðari með hvernig til tókst í morgun,“ segir Ísleifur Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu, en miðasala á aukatónleika Justin Bieber hófst klukkan tíu í morgun. Það var greinilega mikill skjálfti í Íslendingum þegar hleypt var inn í stafræna röð hjá tix.is. Miðar á fyrri tónleika hans seldust upp á augabragði. Nú eru aðeins örfáir miðar eftir á aukatónleikana. Gróft reiknað, miðað við fjölda miða og verð þeirra, velta einir tónleikar rúmlega 300 milljónum og tvennir þá rúmlega 600. „Röðin gekk ótrúlega vel og við náðum að sinna öllum sem vildu miða. Nú þegar er orðið uppselt í stúku og það er alveg á hreinu að það verður uppselt á þessa tónleika, það er alveg öruggt,“ segir Ísleifur sem bætir við að aðeins sé spurning hvenær miðarnir klárist. „Ég gæti vel trúað að það verði orðið uppselt í lok dags, það eru það fáir miðar eftir. Það er alltaf gaman að selja upp á tónleika en okkur leið ekki nægilega vel eftir fyrri miðasöluna. Það er virkilega góð tilfinning að ná að svara algjörlega eftirspurninni. Loksins fær fólk tækifæri til að kaupa miða í rólegheitunum. Við erum bara í skýjunum.“ Ísleifur sagði í samtali við Vísi í morgun að tónleikarnir væru sögulegir og rammi algerlega upp á nýtt hvað hægt sé að gera á Íslandi. „Nýjar upplýsingar fyrir alla að það sé hægt selja 40 þúsund miða á eina tónleika. Enginn tónleikahaldari á Íslandi hefur látið sér detta í hug að það sé hægt. Þetta eru 12. prósent þjóðarinnar. Þetta er alveg örugglega heimsmet.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu mætir fólk á vegum Justin Bieber til landsins strax í febrúar til að skoða aðstæður og hefja undirbúning. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Tónleikar Biebers velta rúmlega 600 milljónum Ísleifur Þórhallsson tónleikahaldari segir Bieber-æðið á Íslandi af stjarnfræðilegri stærðargráðu. 8. janúar 2016 09:45 Miðasalan á Justin Bieber hafin Miðasalan á aukatónleika Justin Bieber er hafin og hefur verið hleypt inn í stafræna röð í gegnum miðasölukerfi Tix.is. Tónleikarnir fara fram þann 8. september 8. janúar 2016 10:00 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira
„Við einfaldlega gætum ekki verið glaðari með hvernig til tókst í morgun,“ segir Ísleifur Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu, en miðasala á aukatónleika Justin Bieber hófst klukkan tíu í morgun. Það var greinilega mikill skjálfti í Íslendingum þegar hleypt var inn í stafræna röð hjá tix.is. Miðar á fyrri tónleika hans seldust upp á augabragði. Nú eru aðeins örfáir miðar eftir á aukatónleikana. Gróft reiknað, miðað við fjölda miða og verð þeirra, velta einir tónleikar rúmlega 300 milljónum og tvennir þá rúmlega 600. „Röðin gekk ótrúlega vel og við náðum að sinna öllum sem vildu miða. Nú þegar er orðið uppselt í stúku og það er alveg á hreinu að það verður uppselt á þessa tónleika, það er alveg öruggt,“ segir Ísleifur sem bætir við að aðeins sé spurning hvenær miðarnir klárist. „Ég gæti vel trúað að það verði orðið uppselt í lok dags, það eru það fáir miðar eftir. Það er alltaf gaman að selja upp á tónleika en okkur leið ekki nægilega vel eftir fyrri miðasöluna. Það er virkilega góð tilfinning að ná að svara algjörlega eftirspurninni. Loksins fær fólk tækifæri til að kaupa miða í rólegheitunum. Við erum bara í skýjunum.“ Ísleifur sagði í samtali við Vísi í morgun að tónleikarnir væru sögulegir og rammi algerlega upp á nýtt hvað hægt sé að gera á Íslandi. „Nýjar upplýsingar fyrir alla að það sé hægt selja 40 þúsund miða á eina tónleika. Enginn tónleikahaldari á Íslandi hefur látið sér detta í hug að það sé hægt. Þetta eru 12. prósent þjóðarinnar. Þetta er alveg örugglega heimsmet.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu mætir fólk á vegum Justin Bieber til landsins strax í febrúar til að skoða aðstæður og hefja undirbúning.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Tónleikar Biebers velta rúmlega 600 milljónum Ísleifur Þórhallsson tónleikahaldari segir Bieber-æðið á Íslandi af stjarnfræðilegri stærðargráðu. 8. janúar 2016 09:45 Miðasalan á Justin Bieber hafin Miðasalan á aukatónleika Justin Bieber er hafin og hefur verið hleypt inn í stafræna röð í gegnum miðasölukerfi Tix.is. Tónleikarnir fara fram þann 8. september 8. janúar 2016 10:00 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira
Tónleikar Biebers velta rúmlega 600 milljónum Ísleifur Þórhallsson tónleikahaldari segir Bieber-æðið á Íslandi af stjarnfræðilegri stærðargráðu. 8. janúar 2016 09:45
Miðasalan á Justin Bieber hafin Miðasalan á aukatónleika Justin Bieber er hafin og hefur verið hleypt inn í stafræna röð í gegnum miðasölukerfi Tix.is. Tónleikarnir fara fram þann 8. september 8. janúar 2016 10:00