Erlendu leikmennirnir fá oft flugvélaveikina á leiðinni til Íslands Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. janúar 2016 06:00 KR verður komið með ógnarsterkt lið þegar liðið hefur endurheimt alla sína menn úr meiðslum. Eina leiðin ætti því upp fyrir Ægi Þór Steinarsson og félaga. Vísir/Anton Síðari hluti tímabilsins í Domino’s-deild karla hefst í kvöld. Nýir og öflugir Bandaríkjamenn gætu sett svip sinn á deildina og breytt landslaginu fyrir baráttuna á báðum endum töflunnar, sem gæti orðið hörð. Keppni í Domino’s-deild karla hefst aftur í kvöld eftir jólafrí en þá hefst síðari helmingur deildarkeppninnar. Þó svo að flestir reikni með því að KR verði deildarmeistari og Höttur neðstur hefur ýmislegt breyst á síðustu vikum sem gæti breytt framvindu á síðari hluta tímabilsins. Fréttablaðið fékk Hermann Hauksson, einn sérfræðinga Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport, til að velta fyrir sér möguleikum liðanna fyrir seinni umferðina.Oddur Rúnar Kristjánsson verður búinn að skipta um lið þegar hann mætir Kelfvíkingnum Val Orra Valssyni næst.Vísir/VilhelmToppbaráttan „KR er ekki enn komið á það stig sem við bjuggumst við af liðinu fyrir tímabilið,“ segir Hermann um lið KR. Þeir svörtu og hvítu eru með ógnarsterkan leikmannahóp en Helgi Már Magnússon og Pavel Ermolinskij hafa verið mikið frá vegna meiðsla sem setti strik í reikninginn í haust hjá KR-ingum. „Nú er Helgi að koma aftur inn af fullum krafti og þegar Pavel verður leikfær aftur þá er KR komið með ógnarsterkt lið. Fyrir tímabilið héldum við allir að KR myndi komast klakklaust í gegnum veturinn en sem betur fer hefur komið í ljós að önnur lið eru betri en maður bjóst við. Engu að síður tel ég að KR muni vaxa ásmegin eftir því sem líður á tímabilið,“ segir Hermann sem vill þó ekki útiloka nein lið í toppbaráttunni. „Keflavík hefur spilað svakalega flottan körfubolta. Leikmennirnir eru lágvaxnir, hraðir og góðir skotmenn og planið þeirra hefur gengið 100 prósent upp. En nú eru önnur lið að læra betur inn á leikstíl þeirra og því gæti seinni hluti tímabilsins orðið erfiðari fyrir Keflavík en sá fyrri,“ segir Hermann sem reiknar engu að síður með því að Keflavík verði eitt af þremur efstu liðunum þegar deildarkeppninni lýkur.Brandon Mobley í leik með Seton Hall en hann spilar nú með Haukum.Vísir/GettyFá Kanarnir flugvélaveikina? Njarðvík, Haukar og Grindavík hafa öll fengið nýjan Bandaríkjamann til liðsins og eru þeir allir „stórir“ menn. Slíkir leikmenn geta verið gulls ígildi fyrir lið í íslensku deildinni eins og hefur margsýnt sig. En eins og Hermann bendir á líta menn oft betur út á „pappírnum“ en raun verður á. „Það hefur ansi oft gerst að erlendu leikmennirnir fá flugvélaveikina á leiðinni til Íslands,“ segir Hermann í léttum dúr. „Ef leikmennirnir sem Njarðvík og Haukar fá eru jafn góðir og sagan segir gætu bæði lið blandað sér í baráttuna á toppnum og fengið heimavallarrétt í úrslitakeppninni.“Njarðvík og Haukar líklegir Njarðvíkingar mæta til leiks eftir áramót með nokkuð breytt lið en auk þess að vera með stóran Bandaríkjamann er leikstjórnandinn Oddur Kristjánsson kominn frá ÍR. „Ein af spurningunum sem Njarðvíkingar þurfa að svara er hvernig Oddur nær að aðlagast því hann þarf að gjörbreyta sínum leikstíl frá því hlutverki sem hann gegndi hjá ÍR,“ segir Hermann sem reiknar einnig með því að Haukar mæti öflugir til leiks. „Haukar hafa verið mjög þéttir eftir að hafa hikstað í fyrstu 4-5 umferðunum og menn sem áttu að vera í lykilhlutverki eru orðnir stöðugir. Nú fá þeir stóran útlending inn í teig sem þeir eiga að geta leitað til þegar þeir lenda í klandri og ef það gengur eftir gætu þeir verið til alls líklegir,“ segir Hermann.Cristopher Caird hjá FSu.Vísir/ErnirBotnbaráttan Í dag er deildin tvískipt. Efstu sjö liðin (12-18 stig) virðast öll nokkuð örugg en eftir sitja fimm lið sem eru með átta stig eða færri. Hermann reiknar með því að Grindavík, sem er nú í áttunda sætinu, muni komast í úrslitakeppnina en að FSu gæti með öflugri frammistöðu gert baráttuna um áttunda sætið afar áhugaverða. „Stærsta spurningin í neðri hluta deildarinnar er FSu og hvort Selfyssingar ætli að hrista aðeins upp í botnbaráttunni. Ég spáði þeim áttunda sætinu fyrir mótið en eftir slæma byrjun í haust virtust þeir hafa misst trúna. Svo kom sigurleikurinn gegn Keflavík auk þess sem þeir náðu að standa í KR lengi vel á heimavelli. FSu er með fínan leikmannahóp sem gæti þess vegna rænt áttunda sætinu af einhverju hinna liðanna,“ segir Hermann sem reiknar með því að Grindavík muni bæta ráð sitt eftir slappa haustmánuði. „Grindvíkingar hafa verið mjög lélegir og það er eitthvað mikið að hjá þeim. En nú hafa verið gerðar mannabreytingar og liðið mun vera að fá mjög sterkan Kana til sín. Það kemur í ljós hvort það reynist rétt en engu að síður tel ég að lykilmenn í liðinu séu of reyndir til að þeir missi af úrslitakeppninni. Grindavík er með sterkan heimavöll sem liðið á að verja betur en það hefur gert hingað til.“ Hermann segir að ekkert geti bjargað stigalausu liði Hattar frá falli úr þessu. Snæfell sé með of þunnan leikmannahóp til að gera mörgum öðrum liðum skráveifu og að ÍR, sem hafi misst sinn besta mann til Njarðvíkur, muni fyrst og fremst hugsa um að klára tímabilið stórslysalaust. Fimm leikir fara fram í deildinni í kvöld en umferðinni lýkur með viðureign KR og Stjörnunnar annað kvöld. Umferðin verður svo að venju gerð upp í Körfuboltakvöldi Domino’s á Stöð 2 Sport klukkan 22.00 annað kvöld. Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Sport Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira
Síðari hluti tímabilsins í Domino’s-deild karla hefst í kvöld. Nýir og öflugir Bandaríkjamenn gætu sett svip sinn á deildina og breytt landslaginu fyrir baráttuna á báðum endum töflunnar, sem gæti orðið hörð. Keppni í Domino’s-deild karla hefst aftur í kvöld eftir jólafrí en þá hefst síðari helmingur deildarkeppninnar. Þó svo að flestir reikni með því að KR verði deildarmeistari og Höttur neðstur hefur ýmislegt breyst á síðustu vikum sem gæti breytt framvindu á síðari hluta tímabilsins. Fréttablaðið fékk Hermann Hauksson, einn sérfræðinga Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport, til að velta fyrir sér möguleikum liðanna fyrir seinni umferðina.Oddur Rúnar Kristjánsson verður búinn að skipta um lið þegar hann mætir Kelfvíkingnum Val Orra Valssyni næst.Vísir/VilhelmToppbaráttan „KR er ekki enn komið á það stig sem við bjuggumst við af liðinu fyrir tímabilið,“ segir Hermann um lið KR. Þeir svörtu og hvítu eru með ógnarsterkan leikmannahóp en Helgi Már Magnússon og Pavel Ermolinskij hafa verið mikið frá vegna meiðsla sem setti strik í reikninginn í haust hjá KR-ingum. „Nú er Helgi að koma aftur inn af fullum krafti og þegar Pavel verður leikfær aftur þá er KR komið með ógnarsterkt lið. Fyrir tímabilið héldum við allir að KR myndi komast klakklaust í gegnum veturinn en sem betur fer hefur komið í ljós að önnur lið eru betri en maður bjóst við. Engu að síður tel ég að KR muni vaxa ásmegin eftir því sem líður á tímabilið,“ segir Hermann sem vill þó ekki útiloka nein lið í toppbaráttunni. „Keflavík hefur spilað svakalega flottan körfubolta. Leikmennirnir eru lágvaxnir, hraðir og góðir skotmenn og planið þeirra hefur gengið 100 prósent upp. En nú eru önnur lið að læra betur inn á leikstíl þeirra og því gæti seinni hluti tímabilsins orðið erfiðari fyrir Keflavík en sá fyrri,“ segir Hermann sem reiknar engu að síður með því að Keflavík verði eitt af þremur efstu liðunum þegar deildarkeppninni lýkur.Brandon Mobley í leik með Seton Hall en hann spilar nú með Haukum.Vísir/GettyFá Kanarnir flugvélaveikina? Njarðvík, Haukar og Grindavík hafa öll fengið nýjan Bandaríkjamann til liðsins og eru þeir allir „stórir“ menn. Slíkir leikmenn geta verið gulls ígildi fyrir lið í íslensku deildinni eins og hefur margsýnt sig. En eins og Hermann bendir á líta menn oft betur út á „pappírnum“ en raun verður á. „Það hefur ansi oft gerst að erlendu leikmennirnir fá flugvélaveikina á leiðinni til Íslands,“ segir Hermann í léttum dúr. „Ef leikmennirnir sem Njarðvík og Haukar fá eru jafn góðir og sagan segir gætu bæði lið blandað sér í baráttuna á toppnum og fengið heimavallarrétt í úrslitakeppninni.“Njarðvík og Haukar líklegir Njarðvíkingar mæta til leiks eftir áramót með nokkuð breytt lið en auk þess að vera með stóran Bandaríkjamann er leikstjórnandinn Oddur Kristjánsson kominn frá ÍR. „Ein af spurningunum sem Njarðvíkingar þurfa að svara er hvernig Oddur nær að aðlagast því hann þarf að gjörbreyta sínum leikstíl frá því hlutverki sem hann gegndi hjá ÍR,“ segir Hermann sem reiknar einnig með því að Haukar mæti öflugir til leiks. „Haukar hafa verið mjög þéttir eftir að hafa hikstað í fyrstu 4-5 umferðunum og menn sem áttu að vera í lykilhlutverki eru orðnir stöðugir. Nú fá þeir stóran útlending inn í teig sem þeir eiga að geta leitað til þegar þeir lenda í klandri og ef það gengur eftir gætu þeir verið til alls líklegir,“ segir Hermann.Cristopher Caird hjá FSu.Vísir/ErnirBotnbaráttan Í dag er deildin tvískipt. Efstu sjö liðin (12-18 stig) virðast öll nokkuð örugg en eftir sitja fimm lið sem eru með átta stig eða færri. Hermann reiknar með því að Grindavík, sem er nú í áttunda sætinu, muni komast í úrslitakeppnina en að FSu gæti með öflugri frammistöðu gert baráttuna um áttunda sætið afar áhugaverða. „Stærsta spurningin í neðri hluta deildarinnar er FSu og hvort Selfyssingar ætli að hrista aðeins upp í botnbaráttunni. Ég spáði þeim áttunda sætinu fyrir mótið en eftir slæma byrjun í haust virtust þeir hafa misst trúna. Svo kom sigurleikurinn gegn Keflavík auk þess sem þeir náðu að standa í KR lengi vel á heimavelli. FSu er með fínan leikmannahóp sem gæti þess vegna rænt áttunda sætinu af einhverju hinna liðanna,“ segir Hermann sem reiknar með því að Grindavík muni bæta ráð sitt eftir slappa haustmánuði. „Grindvíkingar hafa verið mjög lélegir og það er eitthvað mikið að hjá þeim. En nú hafa verið gerðar mannabreytingar og liðið mun vera að fá mjög sterkan Kana til sín. Það kemur í ljós hvort það reynist rétt en engu að síður tel ég að lykilmenn í liðinu séu of reyndir til að þeir missi af úrslitakeppninni. Grindavík er með sterkan heimavöll sem liðið á að verja betur en það hefur gert hingað til.“ Hermann segir að ekkert geti bjargað stigalausu liði Hattar frá falli úr þessu. Snæfell sé með of þunnan leikmannahóp til að gera mörgum öðrum liðum skráveifu og að ÍR, sem hafi misst sinn besta mann til Njarðvíkur, muni fyrst og fremst hugsa um að klára tímabilið stórslysalaust. Fimm leikir fara fram í deildinni í kvöld en umferðinni lýkur með viðureign KR og Stjörnunnar annað kvöld. Umferðin verður svo að venju gerð upp í Körfuboltakvöldi Domino’s á Stöð 2 Sport klukkan 22.00 annað kvöld.
Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Sport Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira