Þrálátur orðrómur um leka vakti grun Snærós Sindradóttir skrifar 7. janúar 2016 05:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu „Það höfðu verið sögusagnir um leka úr fíkniefnadeildinni án þess að vitað væri hverjir ættu hlut að máli. Að sjálfsögðu er brugðist við slíku,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, um mál lögreglumanns úr fíkniefnabrotadeild sem er til skoðunar fyrir óeðlileg tengsl við brotahópa. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að grunur leiki á að maðurinn, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, hafi fengið peningagreiðslur fyrir upplýsingar frá embættinu. Sigríður segist ekki geta staðfest það. „Það getur legið alls konar hvati að baki svona málum. Það getur hafa átt sér stað þvingun sem enginn veit af. Það er ekkert sannað á hann og þetta mál er enn bara í rannsókn.“Lögreglustjóri segir endurskipulagningu í gangi hjá lögreglu, meðal annars í fíkniefnadeildinni.vísir/gvaFærður til í starfi Annar lögreglumaður hefur verið færður til í starfi eftir að grunur vaknaði um leka. Sigríður getur ekki staðfest hvort mál þess lögreglumanns sé einnig í rannsókn hjá Ríkissaksóknara né hvort málin tengist beint. „Ríkissaksóknari metur hversu sterkar grunsemdir eru og hvort beri að aðhafast,“ segir Sigríður. Ásakanir á hendur þeim lögreglumanni ná yfir nokkurra ára tímabil án þess að ástæða þótti til að vísa málinu til ríkissaksóknara. Í gær var svo karlmaður, sem ekki starfar hjá lögreglunni, handtekinn í tengslum við málið. Samkvæmt heimildum RÚV hefur sá hlotið dóm fyrir brot á fíkniefnalögum og er um fertugt.Brotahópar geta haft mikinn hag af upplýsingum úr röðum lögreglu. Sem dæmi var virði fíkniefnanna sem fundust í Norrænu þann 8. september síðastliðinn tæplega milljarður króna.Vísir/GVAEndurskipuleggja fíkniefnadeildina Í tíð Sigríðar hefur verið ráðist í skipulagsaðgerðir innan embættisins. „Við erum að endurskoða margt hjá okkur og erum meðal annars að endurskipuleggja fíkniefnadeildina. Sú vinna hófst rétt eftir að ég var komin til starfa.“ Sigríður Björk telur að aðgerðir síðustu daga sýni að kerfið virki. „Málin rata á rétta staði. Við erum með innri endurskoðun sem kemur með skýrslur um einstaka þætti. Síðan er hver yfirmaður með ákveðna eftirlitsskyldu. Traust innan stofnunarinnar skiptir máli um hvort svona mál kemst upp eða ekki.“ Sigríður Björk segir langvarandi umræðu hafa verið um eftirlit með lögreglu og allir yrðu ánægðir ef það yrði aukið. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00 Kollegar lögreglumannsins steinhissa Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir að kollegum mannsins verði boðin áfallahjálp. 6. janúar 2016 10:30 Maður um fertugt handtekinn Karlmaður um fertugt hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn embættis Ríkissaksóknara á alvarlegum brotum lögreglumanns er í gæsluvarðhaldi. 6. janúar 2016 18:03 Lögreglumaðurinn ekki fengið að svara fyrir alvarlegu ásakanirnar "Ég hef óskað eftir því að sakarefnið verði borið undir hann svo að það sé hægt að leysa þetta mál,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins. 6. janúar 2016 14:22 Vill ekki að lögreglan rannsaki lögreglumenn: „Ótækt að koma mönnum í þessa aðstöðu“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að lögreglumenn vilji óháð eftirlit. 6. janúar 2016 12:00 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
„Það höfðu verið sögusagnir um leka úr fíkniefnadeildinni án þess að vitað væri hverjir ættu hlut að máli. Að sjálfsögðu er brugðist við slíku,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, um mál lögreglumanns úr fíkniefnabrotadeild sem er til skoðunar fyrir óeðlileg tengsl við brotahópa. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að grunur leiki á að maðurinn, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, hafi fengið peningagreiðslur fyrir upplýsingar frá embættinu. Sigríður segist ekki geta staðfest það. „Það getur legið alls konar hvati að baki svona málum. Það getur hafa átt sér stað þvingun sem enginn veit af. Það er ekkert sannað á hann og þetta mál er enn bara í rannsókn.“Lögreglustjóri segir endurskipulagningu í gangi hjá lögreglu, meðal annars í fíkniefnadeildinni.vísir/gvaFærður til í starfi Annar lögreglumaður hefur verið færður til í starfi eftir að grunur vaknaði um leka. Sigríður getur ekki staðfest hvort mál þess lögreglumanns sé einnig í rannsókn hjá Ríkissaksóknara né hvort málin tengist beint. „Ríkissaksóknari metur hversu sterkar grunsemdir eru og hvort beri að aðhafast,“ segir Sigríður. Ásakanir á hendur þeim lögreglumanni ná yfir nokkurra ára tímabil án þess að ástæða þótti til að vísa málinu til ríkissaksóknara. Í gær var svo karlmaður, sem ekki starfar hjá lögreglunni, handtekinn í tengslum við málið. Samkvæmt heimildum RÚV hefur sá hlotið dóm fyrir brot á fíkniefnalögum og er um fertugt.Brotahópar geta haft mikinn hag af upplýsingum úr röðum lögreglu. Sem dæmi var virði fíkniefnanna sem fundust í Norrænu þann 8. september síðastliðinn tæplega milljarður króna.Vísir/GVAEndurskipuleggja fíkniefnadeildina Í tíð Sigríðar hefur verið ráðist í skipulagsaðgerðir innan embættisins. „Við erum að endurskoða margt hjá okkur og erum meðal annars að endurskipuleggja fíkniefnadeildina. Sú vinna hófst rétt eftir að ég var komin til starfa.“ Sigríður Björk telur að aðgerðir síðustu daga sýni að kerfið virki. „Málin rata á rétta staði. Við erum með innri endurskoðun sem kemur með skýrslur um einstaka þætti. Síðan er hver yfirmaður með ákveðna eftirlitsskyldu. Traust innan stofnunarinnar skiptir máli um hvort svona mál kemst upp eða ekki.“ Sigríður Björk segir langvarandi umræðu hafa verið um eftirlit með lögreglu og allir yrðu ánægðir ef það yrði aukið.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00 Kollegar lögreglumannsins steinhissa Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir að kollegum mannsins verði boðin áfallahjálp. 6. janúar 2016 10:30 Maður um fertugt handtekinn Karlmaður um fertugt hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn embættis Ríkissaksóknara á alvarlegum brotum lögreglumanns er í gæsluvarðhaldi. 6. janúar 2016 18:03 Lögreglumaðurinn ekki fengið að svara fyrir alvarlegu ásakanirnar "Ég hef óskað eftir því að sakarefnið verði borið undir hann svo að það sé hægt að leysa þetta mál,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins. 6. janúar 2016 14:22 Vill ekki að lögreglan rannsaki lögreglumenn: „Ótækt að koma mönnum í þessa aðstöðu“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að lögreglumenn vilji óháð eftirlit. 6. janúar 2016 12:00 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00
Kollegar lögreglumannsins steinhissa Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir að kollegum mannsins verði boðin áfallahjálp. 6. janúar 2016 10:30
Maður um fertugt handtekinn Karlmaður um fertugt hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn embættis Ríkissaksóknara á alvarlegum brotum lögreglumanns er í gæsluvarðhaldi. 6. janúar 2016 18:03
Lögreglumaðurinn ekki fengið að svara fyrir alvarlegu ásakanirnar "Ég hef óskað eftir því að sakarefnið verði borið undir hann svo að það sé hægt að leysa þetta mál,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins. 6. janúar 2016 14:22
Vill ekki að lögreglan rannsaki lögreglumenn: „Ótækt að koma mönnum í þessa aðstöðu“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að lögreglumenn vilji óháð eftirlit. 6. janúar 2016 12:00