Tölfræðingurinn úr Moneyball kominn í NFL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2016 13:00 Paul DePodesta. Vísir/Getty NFL-liðið Cleveland Browns ætlar að leita á óhefðbundnar slóðir til að koma liðinu sínu aftur á beinu brautina en félagið hefur ráðið Paul DePodesta til félagsins. DePodesta á langan feril að baki sem starfsmaður hafnaboltaliða en hann er fyrst og fremst þekktur sem tölfræðingurinn sem kynnti nýjar aðferðir til að meta hafnaboltaleikmenn í kvikmyndinni Moneyball. Jonah Hill lék persónu í kvikmyndinni sem var að hluta byggður á DePodesta og notkun hans á ítarlegri tölfræðigreiningu til að finna leikmenn og greina þá. Myndin kom út árið 2011 og byggir á samnefndri bók sem kom út árið 2003. Cleveland hefur gengið illa undanfarin ár og lét á dögunum þjálfarann Mike Pettine fara eftir að liðið vann aðeins þrjá af sextán leikjum sínum á nýliðnu tímabili. Cleveland komst vitanlega ekki í úrslitakeppnina sem hefst um helgina.Brad Pitt og Jonah Hill léku aðalhlutverkin í Moneyball.Vísir/GettyÞrettán ár eru liðin síðan að Cleveland komst í úrslitakeppnina og hefur undanfarin ár fengið að velja snemma í nýliðivalinu hvert ár vegna lélegs árangurs tímabilið á undan. Engu að síður hafa þeir leikmenn sem liðið hefur valið sér skilað litlu og má áætla að leitað verði til Depodesta, sem fær það hlutverk að móta stefnu félagsins, að koma þeim málum í betri farveg. Liðið skortir þó sárlega leikstjórnanda en fyrir tveimur árum valdi liðið Johnny Manziel í nýliðavalinu sem átti að verða nýr leiðtogi liðsins inni á vellinum. Hann hefur þó ítrekað komið sér í vandræði fyrir hegðun sína utan vallar og er nú efast um að hann eigi sér framtíð hjá Cleveland Browns.Sjá einnig: Djammaði í Vegas með hárkollu og gerviskegg Tölfræði í amerískum fótbolta er ekki jafn ítarleg og í hafnabolta og hefur frekar verið stuðst við líkamlega burði og auga njósnara fyrir hæfileikaríkum leikmönnum þegar lið velja sér leikmenn. Innkoma DePodesta í NFL-deildina gæti breytt þeirri nálgun. NFL Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Sjá meira
NFL-liðið Cleveland Browns ætlar að leita á óhefðbundnar slóðir til að koma liðinu sínu aftur á beinu brautina en félagið hefur ráðið Paul DePodesta til félagsins. DePodesta á langan feril að baki sem starfsmaður hafnaboltaliða en hann er fyrst og fremst þekktur sem tölfræðingurinn sem kynnti nýjar aðferðir til að meta hafnaboltaleikmenn í kvikmyndinni Moneyball. Jonah Hill lék persónu í kvikmyndinni sem var að hluta byggður á DePodesta og notkun hans á ítarlegri tölfræðigreiningu til að finna leikmenn og greina þá. Myndin kom út árið 2011 og byggir á samnefndri bók sem kom út árið 2003. Cleveland hefur gengið illa undanfarin ár og lét á dögunum þjálfarann Mike Pettine fara eftir að liðið vann aðeins þrjá af sextán leikjum sínum á nýliðnu tímabili. Cleveland komst vitanlega ekki í úrslitakeppnina sem hefst um helgina.Brad Pitt og Jonah Hill léku aðalhlutverkin í Moneyball.Vísir/GettyÞrettán ár eru liðin síðan að Cleveland komst í úrslitakeppnina og hefur undanfarin ár fengið að velja snemma í nýliðivalinu hvert ár vegna lélegs árangurs tímabilið á undan. Engu að síður hafa þeir leikmenn sem liðið hefur valið sér skilað litlu og má áætla að leitað verði til Depodesta, sem fær það hlutverk að móta stefnu félagsins, að koma þeim málum í betri farveg. Liðið skortir þó sárlega leikstjórnanda en fyrir tveimur árum valdi liðið Johnny Manziel í nýliðavalinu sem átti að verða nýr leiðtogi liðsins inni á vellinum. Hann hefur þó ítrekað komið sér í vandræði fyrir hegðun sína utan vallar og er nú efast um að hann eigi sér framtíð hjá Cleveland Browns.Sjá einnig: Djammaði í Vegas með hárkollu og gerviskegg Tölfræði í amerískum fótbolta er ekki jafn ítarleg og í hafnabolta og hefur frekar verið stuðst við líkamlega burði og auga njósnara fyrir hæfileikaríkum leikmönnum þegar lið velja sér leikmenn. Innkoma DePodesta í NFL-deildina gæti breytt þeirri nálgun.
NFL Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Sjá meira