Lögreglumaður situr í gæsluvarðhaldi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. janúar 2016 15:48 Ríkissaksóknari hefur málið til rannsóknar en þangað skal vísa málum þegar grunur leikur á að starfsmenn lögreglu hafi gerst brotlegir í starfi. Vísir/GVA Lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa brotið af sér í starfi. Ríkissaksóknari hefur málið til rannsóknar en þangað skal vísa málum þegar grunur leikur á að starfsmenn lögreglu hafi gerst brotlegir í starfi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var lögreglumaðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald rétt fyrir áramót og hefur verið í síðan. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu vísaði á ríkissaksóknara, Sigríði Friðjónsdóttur, í samtali við fréttastofu. Ríkissaksóknari segir hins vegar engu við að bæta að svo stöddu að lögreglumaður sitji í gæsluvarðhaldi. Samkvæmt heimildum Fréttatímans mun nafn lögreglumannsins, sem er starfsmaður fíkniefnadeildar lögreglu, hafa birst í upplýsingakerfi lögreglunnar (LÖKE) yfir menn í gæsluvarðhaldi. Þaðan var því kippt út en greinilega ekki nógu snemma til þess að út spurðist að umræddur lögreglumaður væri í varðhaldi. Vísir hefur undanfarnar vikur fjallað ítarlega um lögreglumann hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem færður var til í starfi vegna gruns um að hann læki upplýsingum til aðila sem væru til rannsóknar. Ekki er um sama lögreglumann að ræða.Kim Kliver, yfirlögregluþjónn hjá dönsku lögreglunni, segir ámælisvert að lögreglumaðurinn hafi gegnt yfirmannsstöðu hjá fíkniefnadeild og upplýsingadeild.Skjáskot af vef tv2lorry.dkFærður til í starfi en engin óháð rannsókn Athygli vekur að í því tilfelli fór engin óháð rannsókn fram á lekanum og var málinu ekki vísað til ríkissaksóknara. Hins vegar var lögreglumaðurinn færður sem fyrr segir til í starfi en hann hafði þá í töluverðan tíma gegnt bæði yfirmannsstöðu innan upplýsingadeildar og fíkniefnadeildar sem ku vera einstakt og ámælisvert að mati yfirlögregluþjóns hjá dönsku lögreglunni. Var hann í aðstöðu til að hafa áhrif á rannsóknir umfangsmikilla fíkniefnamála enda upplýstur um hverjir væru að veita upplýsingar til lögreglu og meðvitaður um hverjir væru til rannsóknar. Eftir að hafa verið færður úr þeirri stöðu og í nýja stöðu hjá kynferðisbrotadeild var hann aftur færður í starf við símhlustanir. Þar hafa starfsmenn upplýsingar um þá aðila sem eru til hlerunar á hverjum tíma fyrir sig - aðgerðir sem eru afar leynilegar og eiga mikið undir því að þeir aðilar sem eru til rannsóknar séu ekki meðvitaðir um að verið sé að hlusta á þá. Algengt er að hlustunarúrræði sé beitt við rannsóknir á fíkniefnamálum.Aldís Hilmarsdóttir og Friðrik Smári Björgvinsson voru yfirmenn beggja lögreglumanna hjá fíkniefnadeildinni.VísirRannsökuðu báðir fíkniefnamál Yfirmenn þess lögreglumanns og reyndar einnig þess sem nú situr í gæsluvarðhaldi, Aldís Hilmarsdóttir og Friðrik Smári Björgvinsson, hafa ekki viljað tjá sig um það mál og vísað á Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra. Hún hefur þó ekki viljað tjá sig um málið að svo stöddu þrátt fyrir að málið sé ekki komið formlega til rannsóknar hjá ríkissaksóknara. Athygli vekur að báðir lögreglumennirnir hafa starfað við rannsóknir á fíkniefnamálum. Eins og Vísir hefur fjallað um geta glæpamenn haft gríðarlega hagsmuni af upplýsingum úr röðum lögreglu. Í fíkniefnamálum sem hafa verið til umfjöllunar undanfarnar vikur og mánuði getur virði einstakra sendinga til landsins numið fleiri hundruð milljónum króna. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Leki í röðum lögreglu: Lögreglumaðurinn færður í símhlustanir Urgur er í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst. Ákvörðunin sé með ólíkindum. 31. desember 2015 11:45 Grunaður um leka: Gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsinga- og fíkniefnadeild á sama tíma Afar óeðlilegt er að sami maður gegni báðum stöðum að sögn yfirmanns í dönsku lögreglunni. 21. desember 2015 11:30 Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45 Tjá sig ekki um ástæður þess að lögreglumaðurinn var færður til í starfi Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, svarar engum spurningum vegna lögreglumanns á höfuðborgarsvæðinu sem var færður til í starfi vegna gruns um leka á upplýsingum. 14. desember 2015 15:00 Lögreglumaðurinn sem var færður til í starfi gegndi stöðu yfirmanns hjá LRH Samkvæmt heimildum Vísis var málinu ekki vísað til ríkissaksóknara þegar ástæða þótti til að færa yfirmanninn til í starfi. 16. desember 2015 11:15 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira
Lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa brotið af sér í starfi. Ríkissaksóknari hefur málið til rannsóknar en þangað skal vísa málum þegar grunur leikur á að starfsmenn lögreglu hafi gerst brotlegir í starfi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var lögreglumaðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald rétt fyrir áramót og hefur verið í síðan. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu vísaði á ríkissaksóknara, Sigríði Friðjónsdóttur, í samtali við fréttastofu. Ríkissaksóknari segir hins vegar engu við að bæta að svo stöddu að lögreglumaður sitji í gæsluvarðhaldi. Samkvæmt heimildum Fréttatímans mun nafn lögreglumannsins, sem er starfsmaður fíkniefnadeildar lögreglu, hafa birst í upplýsingakerfi lögreglunnar (LÖKE) yfir menn í gæsluvarðhaldi. Þaðan var því kippt út en greinilega ekki nógu snemma til þess að út spurðist að umræddur lögreglumaður væri í varðhaldi. Vísir hefur undanfarnar vikur fjallað ítarlega um lögreglumann hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem færður var til í starfi vegna gruns um að hann læki upplýsingum til aðila sem væru til rannsóknar. Ekki er um sama lögreglumann að ræða.Kim Kliver, yfirlögregluþjónn hjá dönsku lögreglunni, segir ámælisvert að lögreglumaðurinn hafi gegnt yfirmannsstöðu hjá fíkniefnadeild og upplýsingadeild.Skjáskot af vef tv2lorry.dkFærður til í starfi en engin óháð rannsókn Athygli vekur að í því tilfelli fór engin óháð rannsókn fram á lekanum og var málinu ekki vísað til ríkissaksóknara. Hins vegar var lögreglumaðurinn færður sem fyrr segir til í starfi en hann hafði þá í töluverðan tíma gegnt bæði yfirmannsstöðu innan upplýsingadeildar og fíkniefnadeildar sem ku vera einstakt og ámælisvert að mati yfirlögregluþjóns hjá dönsku lögreglunni. Var hann í aðstöðu til að hafa áhrif á rannsóknir umfangsmikilla fíkniefnamála enda upplýstur um hverjir væru að veita upplýsingar til lögreglu og meðvitaður um hverjir væru til rannsóknar. Eftir að hafa verið færður úr þeirri stöðu og í nýja stöðu hjá kynferðisbrotadeild var hann aftur færður í starf við símhlustanir. Þar hafa starfsmenn upplýsingar um þá aðila sem eru til hlerunar á hverjum tíma fyrir sig - aðgerðir sem eru afar leynilegar og eiga mikið undir því að þeir aðilar sem eru til rannsóknar séu ekki meðvitaðir um að verið sé að hlusta á þá. Algengt er að hlustunarúrræði sé beitt við rannsóknir á fíkniefnamálum.Aldís Hilmarsdóttir og Friðrik Smári Björgvinsson voru yfirmenn beggja lögreglumanna hjá fíkniefnadeildinni.VísirRannsökuðu báðir fíkniefnamál Yfirmenn þess lögreglumanns og reyndar einnig þess sem nú situr í gæsluvarðhaldi, Aldís Hilmarsdóttir og Friðrik Smári Björgvinsson, hafa ekki viljað tjá sig um það mál og vísað á Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra. Hún hefur þó ekki viljað tjá sig um málið að svo stöddu þrátt fyrir að málið sé ekki komið formlega til rannsóknar hjá ríkissaksóknara. Athygli vekur að báðir lögreglumennirnir hafa starfað við rannsóknir á fíkniefnamálum. Eins og Vísir hefur fjallað um geta glæpamenn haft gríðarlega hagsmuni af upplýsingum úr röðum lögreglu. Í fíkniefnamálum sem hafa verið til umfjöllunar undanfarnar vikur og mánuði getur virði einstakra sendinga til landsins numið fleiri hundruð milljónum króna.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Leki í röðum lögreglu: Lögreglumaðurinn færður í símhlustanir Urgur er í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst. Ákvörðunin sé með ólíkindum. 31. desember 2015 11:45 Grunaður um leka: Gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsinga- og fíkniefnadeild á sama tíma Afar óeðlilegt er að sami maður gegni báðum stöðum að sögn yfirmanns í dönsku lögreglunni. 21. desember 2015 11:30 Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45 Tjá sig ekki um ástæður þess að lögreglumaðurinn var færður til í starfi Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, svarar engum spurningum vegna lögreglumanns á höfuðborgarsvæðinu sem var færður til í starfi vegna gruns um leka á upplýsingum. 14. desember 2015 15:00 Lögreglumaðurinn sem var færður til í starfi gegndi stöðu yfirmanns hjá LRH Samkvæmt heimildum Vísis var málinu ekki vísað til ríkissaksóknara þegar ástæða þótti til að færa yfirmanninn til í starfi. 16. desember 2015 11:15 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira
Leki í röðum lögreglu: Lögreglumaðurinn færður í símhlustanir Urgur er í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst. Ákvörðunin sé með ólíkindum. 31. desember 2015 11:45
Grunaður um leka: Gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsinga- og fíkniefnadeild á sama tíma Afar óeðlilegt er að sami maður gegni báðum stöðum að sögn yfirmanns í dönsku lögreglunni. 21. desember 2015 11:30
Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45
Tjá sig ekki um ástæður þess að lögreglumaðurinn var færður til í starfi Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, svarar engum spurningum vegna lögreglumanns á höfuðborgarsvæðinu sem var færður til í starfi vegna gruns um leka á upplýsingum. 14. desember 2015 15:00
Lögreglumaðurinn sem var færður til í starfi gegndi stöðu yfirmanns hjá LRH Samkvæmt heimildum Vísis var málinu ekki vísað til ríkissaksóknara þegar ástæða þótti til að færa yfirmanninn til í starfi. 16. desember 2015 11:15