Lögreglumaður situr í gæsluvarðhaldi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. janúar 2016 15:48 Ríkissaksóknari hefur málið til rannsóknar en þangað skal vísa málum þegar grunur leikur á að starfsmenn lögreglu hafi gerst brotlegir í starfi. Vísir/GVA Lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa brotið af sér í starfi. Ríkissaksóknari hefur málið til rannsóknar en þangað skal vísa málum þegar grunur leikur á að starfsmenn lögreglu hafi gerst brotlegir í starfi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var lögreglumaðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald rétt fyrir áramót og hefur verið í síðan. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu vísaði á ríkissaksóknara, Sigríði Friðjónsdóttur, í samtali við fréttastofu. Ríkissaksóknari segir hins vegar engu við að bæta að svo stöddu að lögreglumaður sitji í gæsluvarðhaldi. Samkvæmt heimildum Fréttatímans mun nafn lögreglumannsins, sem er starfsmaður fíkniefnadeildar lögreglu, hafa birst í upplýsingakerfi lögreglunnar (LÖKE) yfir menn í gæsluvarðhaldi. Þaðan var því kippt út en greinilega ekki nógu snemma til þess að út spurðist að umræddur lögreglumaður væri í varðhaldi. Vísir hefur undanfarnar vikur fjallað ítarlega um lögreglumann hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem færður var til í starfi vegna gruns um að hann læki upplýsingum til aðila sem væru til rannsóknar. Ekki er um sama lögreglumann að ræða.Kim Kliver, yfirlögregluþjónn hjá dönsku lögreglunni, segir ámælisvert að lögreglumaðurinn hafi gegnt yfirmannsstöðu hjá fíkniefnadeild og upplýsingadeild.Skjáskot af vef tv2lorry.dkFærður til í starfi en engin óháð rannsókn Athygli vekur að í því tilfelli fór engin óháð rannsókn fram á lekanum og var málinu ekki vísað til ríkissaksóknara. Hins vegar var lögreglumaðurinn færður sem fyrr segir til í starfi en hann hafði þá í töluverðan tíma gegnt bæði yfirmannsstöðu innan upplýsingadeildar og fíkniefnadeildar sem ku vera einstakt og ámælisvert að mati yfirlögregluþjóns hjá dönsku lögreglunni. Var hann í aðstöðu til að hafa áhrif á rannsóknir umfangsmikilla fíkniefnamála enda upplýstur um hverjir væru að veita upplýsingar til lögreglu og meðvitaður um hverjir væru til rannsóknar. Eftir að hafa verið færður úr þeirri stöðu og í nýja stöðu hjá kynferðisbrotadeild var hann aftur færður í starf við símhlustanir. Þar hafa starfsmenn upplýsingar um þá aðila sem eru til hlerunar á hverjum tíma fyrir sig - aðgerðir sem eru afar leynilegar og eiga mikið undir því að þeir aðilar sem eru til rannsóknar séu ekki meðvitaðir um að verið sé að hlusta á þá. Algengt er að hlustunarúrræði sé beitt við rannsóknir á fíkniefnamálum.Aldís Hilmarsdóttir og Friðrik Smári Björgvinsson voru yfirmenn beggja lögreglumanna hjá fíkniefnadeildinni.VísirRannsökuðu báðir fíkniefnamál Yfirmenn þess lögreglumanns og reyndar einnig þess sem nú situr í gæsluvarðhaldi, Aldís Hilmarsdóttir og Friðrik Smári Björgvinsson, hafa ekki viljað tjá sig um það mál og vísað á Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra. Hún hefur þó ekki viljað tjá sig um málið að svo stöddu þrátt fyrir að málið sé ekki komið formlega til rannsóknar hjá ríkissaksóknara. Athygli vekur að báðir lögreglumennirnir hafa starfað við rannsóknir á fíkniefnamálum. Eins og Vísir hefur fjallað um geta glæpamenn haft gríðarlega hagsmuni af upplýsingum úr röðum lögreglu. Í fíkniefnamálum sem hafa verið til umfjöllunar undanfarnar vikur og mánuði getur virði einstakra sendinga til landsins numið fleiri hundruð milljónum króna. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Leki í röðum lögreglu: Lögreglumaðurinn færður í símhlustanir Urgur er í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst. Ákvörðunin sé með ólíkindum. 31. desember 2015 11:45 Grunaður um leka: Gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsinga- og fíkniefnadeild á sama tíma Afar óeðlilegt er að sami maður gegni báðum stöðum að sögn yfirmanns í dönsku lögreglunni. 21. desember 2015 11:30 Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45 Tjá sig ekki um ástæður þess að lögreglumaðurinn var færður til í starfi Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, svarar engum spurningum vegna lögreglumanns á höfuðborgarsvæðinu sem var færður til í starfi vegna gruns um leka á upplýsingum. 14. desember 2015 15:00 Lögreglumaðurinn sem var færður til í starfi gegndi stöðu yfirmanns hjá LRH Samkvæmt heimildum Vísis var málinu ekki vísað til ríkissaksóknara þegar ástæða þótti til að færa yfirmanninn til í starfi. 16. desember 2015 11:15 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa brotið af sér í starfi. Ríkissaksóknari hefur málið til rannsóknar en þangað skal vísa málum þegar grunur leikur á að starfsmenn lögreglu hafi gerst brotlegir í starfi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var lögreglumaðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald rétt fyrir áramót og hefur verið í síðan. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu vísaði á ríkissaksóknara, Sigríði Friðjónsdóttur, í samtali við fréttastofu. Ríkissaksóknari segir hins vegar engu við að bæta að svo stöddu að lögreglumaður sitji í gæsluvarðhaldi. Samkvæmt heimildum Fréttatímans mun nafn lögreglumannsins, sem er starfsmaður fíkniefnadeildar lögreglu, hafa birst í upplýsingakerfi lögreglunnar (LÖKE) yfir menn í gæsluvarðhaldi. Þaðan var því kippt út en greinilega ekki nógu snemma til þess að út spurðist að umræddur lögreglumaður væri í varðhaldi. Vísir hefur undanfarnar vikur fjallað ítarlega um lögreglumann hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem færður var til í starfi vegna gruns um að hann læki upplýsingum til aðila sem væru til rannsóknar. Ekki er um sama lögreglumann að ræða.Kim Kliver, yfirlögregluþjónn hjá dönsku lögreglunni, segir ámælisvert að lögreglumaðurinn hafi gegnt yfirmannsstöðu hjá fíkniefnadeild og upplýsingadeild.Skjáskot af vef tv2lorry.dkFærður til í starfi en engin óháð rannsókn Athygli vekur að í því tilfelli fór engin óháð rannsókn fram á lekanum og var málinu ekki vísað til ríkissaksóknara. Hins vegar var lögreglumaðurinn færður sem fyrr segir til í starfi en hann hafði þá í töluverðan tíma gegnt bæði yfirmannsstöðu innan upplýsingadeildar og fíkniefnadeildar sem ku vera einstakt og ámælisvert að mati yfirlögregluþjóns hjá dönsku lögreglunni. Var hann í aðstöðu til að hafa áhrif á rannsóknir umfangsmikilla fíkniefnamála enda upplýstur um hverjir væru að veita upplýsingar til lögreglu og meðvitaður um hverjir væru til rannsóknar. Eftir að hafa verið færður úr þeirri stöðu og í nýja stöðu hjá kynferðisbrotadeild var hann aftur færður í starf við símhlustanir. Þar hafa starfsmenn upplýsingar um þá aðila sem eru til hlerunar á hverjum tíma fyrir sig - aðgerðir sem eru afar leynilegar og eiga mikið undir því að þeir aðilar sem eru til rannsóknar séu ekki meðvitaðir um að verið sé að hlusta á þá. Algengt er að hlustunarúrræði sé beitt við rannsóknir á fíkniefnamálum.Aldís Hilmarsdóttir og Friðrik Smári Björgvinsson voru yfirmenn beggja lögreglumanna hjá fíkniefnadeildinni.VísirRannsökuðu báðir fíkniefnamál Yfirmenn þess lögreglumanns og reyndar einnig þess sem nú situr í gæsluvarðhaldi, Aldís Hilmarsdóttir og Friðrik Smári Björgvinsson, hafa ekki viljað tjá sig um það mál og vísað á Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra. Hún hefur þó ekki viljað tjá sig um málið að svo stöddu þrátt fyrir að málið sé ekki komið formlega til rannsóknar hjá ríkissaksóknara. Athygli vekur að báðir lögreglumennirnir hafa starfað við rannsóknir á fíkniefnamálum. Eins og Vísir hefur fjallað um geta glæpamenn haft gríðarlega hagsmuni af upplýsingum úr röðum lögreglu. Í fíkniefnamálum sem hafa verið til umfjöllunar undanfarnar vikur og mánuði getur virði einstakra sendinga til landsins numið fleiri hundruð milljónum króna.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Leki í röðum lögreglu: Lögreglumaðurinn færður í símhlustanir Urgur er í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst. Ákvörðunin sé með ólíkindum. 31. desember 2015 11:45 Grunaður um leka: Gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsinga- og fíkniefnadeild á sama tíma Afar óeðlilegt er að sami maður gegni báðum stöðum að sögn yfirmanns í dönsku lögreglunni. 21. desember 2015 11:30 Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45 Tjá sig ekki um ástæður þess að lögreglumaðurinn var færður til í starfi Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, svarar engum spurningum vegna lögreglumanns á höfuðborgarsvæðinu sem var færður til í starfi vegna gruns um leka á upplýsingum. 14. desember 2015 15:00 Lögreglumaðurinn sem var færður til í starfi gegndi stöðu yfirmanns hjá LRH Samkvæmt heimildum Vísis var málinu ekki vísað til ríkissaksóknara þegar ástæða þótti til að færa yfirmanninn til í starfi. 16. desember 2015 11:15 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Leki í röðum lögreglu: Lögreglumaðurinn færður í símhlustanir Urgur er í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst. Ákvörðunin sé með ólíkindum. 31. desember 2015 11:45
Grunaður um leka: Gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsinga- og fíkniefnadeild á sama tíma Afar óeðlilegt er að sami maður gegni báðum stöðum að sögn yfirmanns í dönsku lögreglunni. 21. desember 2015 11:30
Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45
Tjá sig ekki um ástæður þess að lögreglumaðurinn var færður til í starfi Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, svarar engum spurningum vegna lögreglumanns á höfuðborgarsvæðinu sem var færður til í starfi vegna gruns um leka á upplýsingum. 14. desember 2015 15:00
Lögreglumaðurinn sem var færður til í starfi gegndi stöðu yfirmanns hjá LRH Samkvæmt heimildum Vísis var málinu ekki vísað til ríkissaksóknara þegar ástæða þótti til að færa yfirmanninn til í starfi. 16. desember 2015 11:15