Florentino Pérez staðfesti brottrekstur Benitez | Zidane tekur við Real Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2016 19:09 Tími Rafael Benitez er liðinn. Vísir/Getty Florentino Pérez, forseti Real Madrid, hitti blaðamenn á Bernabeu í kvöld og tilkynnti það formlega að Rafael Benitez, þjálfari liðsins, hafi verið rekinn og að Zinedine Zidane taki við liðinu. Florentino Pérez mætti á fundinn með Zinedine Zidane, nýjum þjálfara Real Madrid. Þeir mættu þó meira en hálftíma of seint. Rafael Benitez var aðeins búinn að vera með Real Madrid liðið í sjö mánuði en hann tók við liðinu í sumar af Ítalanum Carlo Ancelotti sem var látinn fara eftir titlalaust tímabil. Florentino Perez hefur þar með rekið ellefu þjálfara í forsetatíð sinni hjá Real Madrid sem var fyrst frá 2000 til 2006 og svo frá árinu 2009. Zinedine Zidane var goðsögn hjá Real Madrid sem leikmaður og hefur starfað hjá félaginu undanfarin ár, nú síðast sem þjálfari varaliðsins. Síðasti leikur Real Madrid undir stjórn Rafael Benitez var 2-2 jafntefli á móti Valencia í spænsku deildinni um helgina. Real Madrid er í 3. sæti í deildinni, fjórum stigum á eftir toppliði Atlético Madrid og tveimur stigum á eftir Barcelona sem á auk þess leik inni á Real. Real Madrid vann 17 af 25 leikjum undir stjórn Rafael Benitez og tapaði aðeins þremur leikjum, öllum í spænsku deildinni. Markatalan var 69-22 eða 47 mörk í plús. Ekki slæmar tölur en ekki nógu góðar til að Benitez héldi starfinu. Það var einkum slæmt gengi Real Madrid á móti bestu liðum deildarinnar sem réði örlögum Benitez en liðið náði aðeins í 5 stig af 18 mögulegum á móti liðunum sem tryggðu sér Evrópusæti á síðustu leiktíð. Real Madrid tapaði líka 4-0 á móti Barcelona sem voru afar vandræðaleg úrslit fyrir Rafael Benitez og félagið. Rafael Benitez hefur áður verið rekinn frá stórum klúbbi á sínum þjálfaraferli en ítalska félagið Internazionale lét hann fara rétt fyrir jól árið 2010. Hann var þó á sínu fyrsta tímabili með liðinu og hafði tekið við af Jose Mourinho sem fór til Real Madrid. Benitez tók tímabundið við Chelsea í rúmlega hálft tímabil 2012-13 og var síðan með Napoli-liðið í tvö tímabil. Lengst var hann þó með Liverpool eða frá 2004 til 2010. Spænski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánn - Sviss: Hvað gera heimakonur á móti ríkjandi heimsmeisturum? Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Sjá meira
Florentino Pérez, forseti Real Madrid, hitti blaðamenn á Bernabeu í kvöld og tilkynnti það formlega að Rafael Benitez, þjálfari liðsins, hafi verið rekinn og að Zinedine Zidane taki við liðinu. Florentino Pérez mætti á fundinn með Zinedine Zidane, nýjum þjálfara Real Madrid. Þeir mættu þó meira en hálftíma of seint. Rafael Benitez var aðeins búinn að vera með Real Madrid liðið í sjö mánuði en hann tók við liðinu í sumar af Ítalanum Carlo Ancelotti sem var látinn fara eftir titlalaust tímabil. Florentino Perez hefur þar með rekið ellefu þjálfara í forsetatíð sinni hjá Real Madrid sem var fyrst frá 2000 til 2006 og svo frá árinu 2009. Zinedine Zidane var goðsögn hjá Real Madrid sem leikmaður og hefur starfað hjá félaginu undanfarin ár, nú síðast sem þjálfari varaliðsins. Síðasti leikur Real Madrid undir stjórn Rafael Benitez var 2-2 jafntefli á móti Valencia í spænsku deildinni um helgina. Real Madrid er í 3. sæti í deildinni, fjórum stigum á eftir toppliði Atlético Madrid og tveimur stigum á eftir Barcelona sem á auk þess leik inni á Real. Real Madrid vann 17 af 25 leikjum undir stjórn Rafael Benitez og tapaði aðeins þremur leikjum, öllum í spænsku deildinni. Markatalan var 69-22 eða 47 mörk í plús. Ekki slæmar tölur en ekki nógu góðar til að Benitez héldi starfinu. Það var einkum slæmt gengi Real Madrid á móti bestu liðum deildarinnar sem réði örlögum Benitez en liðið náði aðeins í 5 stig af 18 mögulegum á móti liðunum sem tryggðu sér Evrópusæti á síðustu leiktíð. Real Madrid tapaði líka 4-0 á móti Barcelona sem voru afar vandræðaleg úrslit fyrir Rafael Benitez og félagið. Rafael Benitez hefur áður verið rekinn frá stórum klúbbi á sínum þjálfaraferli en ítalska félagið Internazionale lét hann fara rétt fyrir jól árið 2010. Hann var þó á sínu fyrsta tímabili með liðinu og hafði tekið við af Jose Mourinho sem fór til Real Madrid. Benitez tók tímabundið við Chelsea í rúmlega hálft tímabil 2012-13 og var síðan með Napoli-liðið í tvö tímabil. Lengst var hann þó með Liverpool eða frá 2004 til 2010.
Spænski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánn - Sviss: Hvað gera heimakonur á móti ríkjandi heimsmeisturum? Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Sjá meira