Erlent

Sjáðu fyrstu sjónvarpsauglýsingu Donalds Trump

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Donald Trump, sem sækist eftir útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári, hefur sent frá sér fyrstu sjónvarpsauglýsinguna fyrir framboð sitt.

Auðkýfingurinn hyggst verja tveimur milljónum dala, sem gera um 260 milljónir íslenskra króna, vikulega í birtingu sjónvarpsauglýsinga. Auglýsingin fer fyrst í sýningu í Iowa og New Hampshire á morgun en þar ganga kjósendur fyrst að kjörborðinu.

Auglýsinga má sjá hér að ofan.



„Stjórnmálamenn get haldið því fram að þetta sé eitthvað annað, en Donald Trump kallar þetta róttæk íslömsk hryðjuverk,“ segir rödd í myndbandinu undir myndum af Barack Obama Bandaríkjaforseta, Hillary Clinton fyrrverandi utanríkisráðherra sem og árásarmönnunum í San Bernandino. Árásarmenninir, sem voru par, skutu fjórtán manns til bana og særðu 21 í ráðstefnusal í byrjun desember.

Sjá einnig: Fjórtán látnir í skotárás í Kaliforníu



„Þess vegna fer hann fram á að múslimum verði tímabundið meinaður aðgangur að Bandaríkjunum meðan við reynum að klóra okkur fram úr því hvað er að eiga sér stað,“ segir röddin ennfremur og bætir við. „Hann mun afhöfða ISIS í snatri og taka olíuna þeirra. Hann mun stöðva ólöglega innflytjendur með því að byggja vegg við landamæri okkar sem Mexíkó mun greiða fyrir.“

Myndbandið er um 30 sekúndur að lengd og má sjá hér að ofan.

Trump mælist sem fyrr með mest fylgi meðal Repúblikana en öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz hefur saxað á fylgi hans í Iowa, þar sem kjósendur ganga fyrst að kjörborðinu í febrúar.


Tengdar fréttir

„Ríkið okkar drepur helling af fólki líka“

Donald Trump hefur skorað á fjölmiðla í Bandaríkjunum að færa sér sönnunargögn þess efnis að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi einhvern tímann fyrirskipað morð á blaðamönnum.

Ted Cruz kjöldregur Trump

Nú þegar sjö vikur eru til kosninga hefur Ted Cruz tíu prósentustiga forskot á mótframbjóðanda sinn auðkýfinginn Donald Trump í Iowa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×