Nýársspá Siggu Kling – Ljón: Eins og þú hafir unnið í happdrætti 4. janúar 2016 09:17 Elsku, elsku ljónið mitt. Það væri nú ekki mikið fjör á þessari jörð ef þú værir ekki til því þú skreytir lífið með karakter sem enginn gleymir. Þú þarft að vita það að enginn verður mikilmenni án þess að glíma við erfiðleika eða eiga fortíð og þú, gullið mitt, ert að fara inn í ár tækifæranna. Árið gæti byrjað rólega og þér jafnvel fundist eins og ekkert sé að gerast fyrripartinn í janúar en svo byrjar sko ballið! Þú munt þurfa að hugsa hratt og taka ákvarðanir eins og vindurinn. Það eru miklir möguleikar á flutningum og það gæti átt við um heimili, vinnu eða skóla. Gleði og ánægja einkenna sumarið og haustið, það er hreinlega eins og þetta ár gefi happdrættisvinning og þú munt sjá það best í haust. Ástin blómstrar hjá trygglyndum ljónunum, þegar þú ert búið að ákveða að einhver sé makinn þinn þá nennir þú alls ekki að skipta um elskhuga svo þú berst eins og ljóni sæmir fyrir ástinni og ástin þín er svo sannarlega sönn, elsku ljónið mitt. Þú þarft ekki að kvíða einhverju illu umtali, það er bara talað um fólk sem er eitthvað spennandi og það ert þú svo sannarlega. Mundu að það er aldrei sparkað í þann sem ekkert hefur til að bera. Þegar þú skilur að margbreytileiki þinn er náðargáfa þá nærð þú tökum á þínum miklu tilfinningum því þú ert með hjarta úr gulli og vilt öllum vel. Þú ert búin að vinna þér inn stóra innistæðu í karmabankanum því síðustu misseri eru búin að vera eins og þú hafir haft veröldina á herðum þér. Þetta ár gerir þig ennþá sterkari svo þér finnst bara létt að bera blessaða veröldina. Gleðilegt ár, elsku ljónið mitt! Þín, Sigga KlingFræg ljón: Cara Delevingne fyrirsæta, Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Birgitta Haukdal söngkona, Barack Obama Bandaríkjaforseti, Ásdís Rán fyrirsæta, Gísli Gíslason geimfari, Geir Ólafsson söngvari, Þórunn Antonía alheimsstjarna, Albert Eiríks, matgæðingur af bestu sort, Jón Óttar Ragnarsson, athafna- og fjölmiðlamaður, Jennifer Lopez söngkona, Diddú, Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona, Arnór Dan, söngvari Agent Fresco. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira
Elsku, elsku ljónið mitt. Það væri nú ekki mikið fjör á þessari jörð ef þú værir ekki til því þú skreytir lífið með karakter sem enginn gleymir. Þú þarft að vita það að enginn verður mikilmenni án þess að glíma við erfiðleika eða eiga fortíð og þú, gullið mitt, ert að fara inn í ár tækifæranna. Árið gæti byrjað rólega og þér jafnvel fundist eins og ekkert sé að gerast fyrripartinn í janúar en svo byrjar sko ballið! Þú munt þurfa að hugsa hratt og taka ákvarðanir eins og vindurinn. Það eru miklir möguleikar á flutningum og það gæti átt við um heimili, vinnu eða skóla. Gleði og ánægja einkenna sumarið og haustið, það er hreinlega eins og þetta ár gefi happdrættisvinning og þú munt sjá það best í haust. Ástin blómstrar hjá trygglyndum ljónunum, þegar þú ert búið að ákveða að einhver sé makinn þinn þá nennir þú alls ekki að skipta um elskhuga svo þú berst eins og ljóni sæmir fyrir ástinni og ástin þín er svo sannarlega sönn, elsku ljónið mitt. Þú þarft ekki að kvíða einhverju illu umtali, það er bara talað um fólk sem er eitthvað spennandi og það ert þú svo sannarlega. Mundu að það er aldrei sparkað í þann sem ekkert hefur til að bera. Þegar þú skilur að margbreytileiki þinn er náðargáfa þá nærð þú tökum á þínum miklu tilfinningum því þú ert með hjarta úr gulli og vilt öllum vel. Þú ert búin að vinna þér inn stóra innistæðu í karmabankanum því síðustu misseri eru búin að vera eins og þú hafir haft veröldina á herðum þér. Þetta ár gerir þig ennþá sterkari svo þér finnst bara létt að bera blessaða veröldina. Gleðilegt ár, elsku ljónið mitt! Þín, Sigga KlingFræg ljón: Cara Delevingne fyrirsæta, Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Birgitta Haukdal söngkona, Barack Obama Bandaríkjaforseti, Ásdís Rán fyrirsæta, Gísli Gíslason geimfari, Geir Ólafsson söngvari, Þórunn Antonía alheimsstjarna, Albert Eiríks, matgæðingur af bestu sort, Jón Óttar Ragnarsson, athafna- og fjölmiðlamaður, Jennifer Lopez söngkona, Diddú, Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona, Arnór Dan, söngvari Agent Fresco.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira