Íslenska parið gæti fengið að hámarki 15 ára dóm Una Sighvatsdóttir skrifar 2. janúar 2016 19:30 26 ára gamall íslenskur karlmaður og tvítug íslensk kona voru handtekin að kvöldi annars í jólum í Fortaleza í norðausturhluta Brasilíu. Þau áttu bókað flug úr landi frá alþjóðaflugvellinum Pinto Martins þar sem flugtengingar til Evrópu eru í gegnum Þýskaland og Portúgal. Á vef herlögreglunnar í Ceará ríki kemur fram að parið hafi verið handtekið eftir að ábending barst um ætlað smygl þeirra. Í fórum þeirra hafi fundist um fjögur kíló af kókaínu, sem falið var í smokkum og fölskum botnum á þremur ferðatöskum. Þá kemur fram að parinu hafi verið útvegaður enskumælandi túlkur við yfirheyrslur. Alríkislögregla Brasilíu fer nú með rannsókn málsins.Refsiramminn 5-15 ár Miriam Guerra Másson er menntaður lögfræðingur frá Brasilíu en en búsett á Íslandi, þar sem hún er meðal annars tengiliður brasilískra ríkisborgara hér á landi við sendiráð Brasilíu í Noregi. Miriam ræddi við lögregluna í Fortaleza til að afla upplýsinga um stöðu málsins. „Þau eru núna í gæsluvarðhaldi, sem er 30 dagar og dómari getur framlengt í mesta lagi í aðra 30 daga,“ segir Miriam. Samkvæmt brasilískum lögum verði saksóknari að gefa út ákæru á hendur grunuðum sakamönnum innan þess tímaramma. Miriam segir að refsiramminn fyrir fíkniefnasmygl í Brasilíu sé 5-15 ár. Verði íslenska parið sakfellt geti það vænts refsilækkunnar í ljósi þess að þetta er þeirra fyrsta brot þar í landi. Þá eigi þau rétt á því að fá ráðgjöf lögmanns á kostnað brasilíska ríkisins.Ómannúðlegur aðbúnaður í brasilískum fangelsum Brasilísk fangelsi eru alræmd og hafa verið sögð einhver þau verstu í heimi. Miriam segir að í gæsluvarðhaldi sé aðbúnaður þó talsvert skárri. Í almennum fangelsum landsins sé ástandið hinsvegar ómannúðlegt. „Í fangaklefa sem er ætlaður fyrir einn eða tvo, þar eru kannski fimmtán til tuttugu manns inni. Það er bara því miður skelfilegt ástand þarna.“ Eftir því sem fréttastofa kemst næst er ekki í gildi samningur um flutning dæmdra manna milli Brasilíu og Íslands. Að minnsta kosti átta Íslendingar hafa nú verið handteknir í Brasilíu vegna fíkniefnasmygls á undanförnum áratug. Tengdar fréttir Íslenskt par handtekið í Brasilíu með fjögur kíló af kókaíni Liggja undir grun um að hafa ætlað að smygla efninu úr landi. Það fannst í ferðatöskum þeirra og smokkum. 1. janúar 2016 21:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn „Ellilífeyrisþegar hafa það einna best í samfélaginu,“ segir ráðherra Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Sjá meira
26 ára gamall íslenskur karlmaður og tvítug íslensk kona voru handtekin að kvöldi annars í jólum í Fortaleza í norðausturhluta Brasilíu. Þau áttu bókað flug úr landi frá alþjóðaflugvellinum Pinto Martins þar sem flugtengingar til Evrópu eru í gegnum Þýskaland og Portúgal. Á vef herlögreglunnar í Ceará ríki kemur fram að parið hafi verið handtekið eftir að ábending barst um ætlað smygl þeirra. Í fórum þeirra hafi fundist um fjögur kíló af kókaínu, sem falið var í smokkum og fölskum botnum á þremur ferðatöskum. Þá kemur fram að parinu hafi verið útvegaður enskumælandi túlkur við yfirheyrslur. Alríkislögregla Brasilíu fer nú með rannsókn málsins.Refsiramminn 5-15 ár Miriam Guerra Másson er menntaður lögfræðingur frá Brasilíu en en búsett á Íslandi, þar sem hún er meðal annars tengiliður brasilískra ríkisborgara hér á landi við sendiráð Brasilíu í Noregi. Miriam ræddi við lögregluna í Fortaleza til að afla upplýsinga um stöðu málsins. „Þau eru núna í gæsluvarðhaldi, sem er 30 dagar og dómari getur framlengt í mesta lagi í aðra 30 daga,“ segir Miriam. Samkvæmt brasilískum lögum verði saksóknari að gefa út ákæru á hendur grunuðum sakamönnum innan þess tímaramma. Miriam segir að refsiramminn fyrir fíkniefnasmygl í Brasilíu sé 5-15 ár. Verði íslenska parið sakfellt geti það vænts refsilækkunnar í ljósi þess að þetta er þeirra fyrsta brot þar í landi. Þá eigi þau rétt á því að fá ráðgjöf lögmanns á kostnað brasilíska ríkisins.Ómannúðlegur aðbúnaður í brasilískum fangelsum Brasilísk fangelsi eru alræmd og hafa verið sögð einhver þau verstu í heimi. Miriam segir að í gæsluvarðhaldi sé aðbúnaður þó talsvert skárri. Í almennum fangelsum landsins sé ástandið hinsvegar ómannúðlegt. „Í fangaklefa sem er ætlaður fyrir einn eða tvo, þar eru kannski fimmtán til tuttugu manns inni. Það er bara því miður skelfilegt ástand þarna.“ Eftir því sem fréttastofa kemst næst er ekki í gildi samningur um flutning dæmdra manna milli Brasilíu og Íslands. Að minnsta kosti átta Íslendingar hafa nú verið handteknir í Brasilíu vegna fíkniefnasmygls á undanförnum áratug.
Tengdar fréttir Íslenskt par handtekið í Brasilíu með fjögur kíló af kókaíni Liggja undir grun um að hafa ætlað að smygla efninu úr landi. Það fannst í ferðatöskum þeirra og smokkum. 1. janúar 2016 21:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn „Ellilífeyrisþegar hafa það einna best í samfélaginu,“ segir ráðherra Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Sjá meira
Íslenskt par handtekið í Brasilíu með fjögur kíló af kókaíni Liggja undir grun um að hafa ætlað að smygla efninu úr landi. Það fannst í ferðatöskum þeirra og smokkum. 1. janúar 2016 21:00