Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska og varaforsetaframbjóðandi John McCain árið 2008, hefur lýst yfir stuðningi við forsetaframboð auðkýfingsins Donald Trump. Palin er áhrifamesti einstaklingurinn innan Repúblikanaflokksins bandaríska sem lýsir yfir stuðningi við nokkurn frambjóðanda.
„Það er mikill heiður að fá stuðningsyfirlýsingu frá Sarah,“ segir í tilkynningu frá Trump. „Hún er vinur og gæðablóð sem ég ber mikla virðingu fyrir. Ég er stoltur af því að njóta stuðnings hennar.“
Palin nýtur gríðarmikillar hilli meðal evangelískra Bandaríkjamanna og meðal hinnar svokölluðu Teboðshreyfingar, sem boða mjög frjálsleg viðhörf í ríkisfjármálum og andstöðu við innflytjendur.
Fylgi Trump hefur dregist saman undanfarna mánuði en stuðningsyfirlýsing Palin mun sennilega hjálpa honum í Iowa-ríki, þar sem fyrsta forkosning í vali á forsetaefni Repúblikana fer brátt fram.
Palin styður framboð Trump

Tengdar fréttir

Trump og Cruz körpuðu um kjörgengi Cruz
Sjöttu kappræður frambjóðenda Repúblikanaflokksins fóru fram í gærkvöldi.

Sjáðu fyrstu sjónvarpsauglýsingu Donalds Trump
Donald Trump skerpir á áherslum sínum í fyrstu sjónvarpsauglýsingunni fyrir framboð sitt í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs.

Hagræddu sannleikanum að venju
Sjöttu kappræður forsetaframbjóðenda Repúblikana fóru fram í gær þar sem sjö fylgismestu frambjóðendur Repúblikana deildu.

Ræða að banna Trump
Breskir þingmenn deila nú um að meina Donald Trump að koma til Bretlands vegna ummæla hans og tillagna.