Enn vefst stjórnarskráin fyrir þingmönnum Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2016 19:30 Tekist var á um það á Alþingi í dag hvort það væri stjórnarflokkunum eða stjórnarandstöðunni að kenna að ekki hefur náðst sátt um tillögur á breytingum á stjórnarskránni. Forsætisráðherra segir það vera sameiginlegt verkefni flokkanna að afgreiða málið. Fá mál hafa þvælst eins fyrir alþingismönnum og tilraunir til breytinga á stjórnarskránni þótt í orði að minnsta kosti hafi allir flokkar lýst því yfir að þeir vilji einhvers konar breytingar á henni. Stjórnarskráin reyndist síðustu ríkisstjórn mjög erfið og hún ætlar einnig að þvælast fyrir fótunum á núverandi ríkisstjórn. Dregist hefur að nefnd allra flokka skili af sér tillögum um breytingar á stjórnarskránni, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skipaði í nefndina sumarið 2013. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í dag að beðið væri eftir að stjórnarflokkarnir skýrðu stöðu sína. „Ég minni sérstaklega á að hæstvirtur forsætisráðherra hefur sjálfur lofað því að sett verði í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindir .... og hæstvirtur forsætisráðherra er nú duglegur við að lofa þjóðaratkvæðagreiðslu um ýmis mál. Meðal annars mál sem hann er búinn að lofa að leggja fyrir Alþingi en hefur heykst á að leggja fyrir Alþingi. Er ekki nær að veita þjóðinni sjálfri réttinn til þess að kalla mál í þjóðaratkvæði,“ spurði Árni Páll. Forsætisráðherra sagðist sammála því að þjóðin hefði sem mest tækifæri til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þá held ég að það sé ekki hægt að stilla því þannig upp, eins og mér heyrist háttvirtur þingmaður gera, að það séu tvö lið stjórnar og stjórnarandstöðu og stjórnarandstaðan eigi bara að bíða eftir því að sjá hvað fulltrúar stjórnarmeirihlutans bjóði. Þetta hlýtur að vera samvinna um það að finna niðurstöðu sem er aðgengileg fyrir alla. Niðurstöðu sem felur í sér góðar breytingar,“ sagði Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra sagðist vilja sjá breytingar á stjórnarskránni og það væri fyrir atbeina Árna Páls sem möguleiki væri á því á þessu kjörtímabili. En Alþingi samþykkti breytingarákvæði við stjórnarskrána á síðasta kjörtímabili þannig að hægt yrði að breyta henni á þessu kjörtímabili án þess að boða strax til kosninga. Árni Páll minnti á að tíminn væri naumur í þessum efnum. „Ef nýta á breytingaákvæðið þarf þjóðaratkvæðagreiðsla að getað farið fram áður en þing hefst næsta haust. Þannig að þetta mál fari ekki að tætast inn í umræður á kosningavetri,“ sagði Árni Páll. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata innti forsætisráðherra eftir því hvenær hann sæi fyrir sér að þjóðaratkvæðagreiðsla um afnám verðtryggingar, sem hann hefði boðað, gæti farið fram og hvenær hann ætlaði að leggja fram frumvarp þar að lútandi. Alþingi Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Tekist var á um það á Alþingi í dag hvort það væri stjórnarflokkunum eða stjórnarandstöðunni að kenna að ekki hefur náðst sátt um tillögur á breytingum á stjórnarskránni. Forsætisráðherra segir það vera sameiginlegt verkefni flokkanna að afgreiða málið. Fá mál hafa þvælst eins fyrir alþingismönnum og tilraunir til breytinga á stjórnarskránni þótt í orði að minnsta kosti hafi allir flokkar lýst því yfir að þeir vilji einhvers konar breytingar á henni. Stjórnarskráin reyndist síðustu ríkisstjórn mjög erfið og hún ætlar einnig að þvælast fyrir fótunum á núverandi ríkisstjórn. Dregist hefur að nefnd allra flokka skili af sér tillögum um breytingar á stjórnarskránni, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skipaði í nefndina sumarið 2013. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í dag að beðið væri eftir að stjórnarflokkarnir skýrðu stöðu sína. „Ég minni sérstaklega á að hæstvirtur forsætisráðherra hefur sjálfur lofað því að sett verði í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindir .... og hæstvirtur forsætisráðherra er nú duglegur við að lofa þjóðaratkvæðagreiðslu um ýmis mál. Meðal annars mál sem hann er búinn að lofa að leggja fyrir Alþingi en hefur heykst á að leggja fyrir Alþingi. Er ekki nær að veita þjóðinni sjálfri réttinn til þess að kalla mál í þjóðaratkvæði,“ spurði Árni Páll. Forsætisráðherra sagðist sammála því að þjóðin hefði sem mest tækifæri til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þá held ég að það sé ekki hægt að stilla því þannig upp, eins og mér heyrist háttvirtur þingmaður gera, að það séu tvö lið stjórnar og stjórnarandstöðu og stjórnarandstaðan eigi bara að bíða eftir því að sjá hvað fulltrúar stjórnarmeirihlutans bjóði. Þetta hlýtur að vera samvinna um það að finna niðurstöðu sem er aðgengileg fyrir alla. Niðurstöðu sem felur í sér góðar breytingar,“ sagði Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra sagðist vilja sjá breytingar á stjórnarskránni og það væri fyrir atbeina Árna Páls sem möguleiki væri á því á þessu kjörtímabili. En Alþingi samþykkti breytingarákvæði við stjórnarskrána á síðasta kjörtímabili þannig að hægt yrði að breyta henni á þessu kjörtímabili án þess að boða strax til kosninga. Árni Páll minnti á að tíminn væri naumur í þessum efnum. „Ef nýta á breytingaákvæðið þarf þjóðaratkvæðagreiðsla að getað farið fram áður en þing hefst næsta haust. Þannig að þetta mál fari ekki að tætast inn í umræður á kosningavetri,“ sagði Árni Páll. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata innti forsætisráðherra eftir því hvenær hann sæi fyrir sér að þjóðaratkvæðagreiðsla um afnám verðtryggingar, sem hann hefði boðað, gæti farið fram og hvenær hann ætlaði að leggja fram frumvarp þar að lútandi.
Alþingi Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira