Sigmundur segir að það séu ekki tvö lið að takast á um stjórnarskrána Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. janúar 2016 15:10 Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í stöðu stjórnarskrárbreytinga. Vísir/Stefán Stjórnarmeirihlutinn þarf að gera upp við sig hvort hann vilji gera breytingar á stjórnarskránni eða ekki og klára vinnu stjórnarskrárnefndar. Þetta sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi í morgun. Árni Páll vill klára stjórnarskrárbreytingar fyrir næsta vetur.Vísir/GVASigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var til svara en hann sagði að ekki væri nóg að fulltrúar minnihlutans sætu og biðu eftir meirihlutanum. Sagði hann að nálgast þyrfti málið úr báðum áttum en ekki bara bíða eftir tilkynningu fulltrúa meirihlutans um hvað þeir vildu gera. Hlýtur að vera samvinna „Ég held að það sé ekki hægt að stilla því þannig upp, eins og mér heyrist háttvirtur þingmaður gera, að það séu tvö lið stjórnar og stjórnarandstöðu og stjórnarandstaðan eigi bara að bíða eftir því að sjá hvað fulltrúar stjórnarinnar bjóði,“ sagði Sigmundur Davíð í umræðunum. „Þetta hlýtur að vera samvinna um það að finna niðurstöðu sem er aðgengileg fyrir alla, niðurstöðu sem felur í sér góðar breytingar, breytingar sem við höfum tækifæri til þess að gera núna,“ sagði hann og bætti við að það væri ekki hvað síst af því að Árni Páll hafi beitt sér fyrir því við lok síðasta kjörtímabils að halda þessum möguleika opnum.Páll Þórhallsson er formaður stjórnarskrárnefndar.Vísir/AntonVísir hefur fjallað um vinnu stjórnarskrárnefndarinnar síðustu daga en þar hefur komið fram að fulltrúar stjórnarandstöðunnar bíði nú eftir að fulltrúar stjórnarinnar komi fram með fastmótaðar tillögur um stjórnarskrárbreytingarnar. Enn sé deilt um heimild til kjósenda um að geta kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögur.Vill klára vinnuna Árni Páll kallaði eftir því að vinnan í stjórnarskrárnefnd kláraðist sem fyrst svo að hægt væri að taka umræðu um það í þinginu og setja breytingarnar í dóm kjósenda áður en þing kemur saman að nýju eftir sumarleyfi næsta vetur. „Þannig að þetta mál fari ekki að tætast inn í umræður á kosningavetri og þess vegna eru bara fáeinar vikur sem að þingið hefur til að vinna málið héðan í frá,“ sagði hann. Alþingi Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Stjórnarmeirihlutinn þarf að gera upp við sig hvort hann vilji gera breytingar á stjórnarskránni eða ekki og klára vinnu stjórnarskrárnefndar. Þetta sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi í morgun. Árni Páll vill klára stjórnarskrárbreytingar fyrir næsta vetur.Vísir/GVASigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var til svara en hann sagði að ekki væri nóg að fulltrúar minnihlutans sætu og biðu eftir meirihlutanum. Sagði hann að nálgast þyrfti málið úr báðum áttum en ekki bara bíða eftir tilkynningu fulltrúa meirihlutans um hvað þeir vildu gera. Hlýtur að vera samvinna „Ég held að það sé ekki hægt að stilla því þannig upp, eins og mér heyrist háttvirtur þingmaður gera, að það séu tvö lið stjórnar og stjórnarandstöðu og stjórnarandstaðan eigi bara að bíða eftir því að sjá hvað fulltrúar stjórnarinnar bjóði,“ sagði Sigmundur Davíð í umræðunum. „Þetta hlýtur að vera samvinna um það að finna niðurstöðu sem er aðgengileg fyrir alla, niðurstöðu sem felur í sér góðar breytingar, breytingar sem við höfum tækifæri til þess að gera núna,“ sagði hann og bætti við að það væri ekki hvað síst af því að Árni Páll hafi beitt sér fyrir því við lok síðasta kjörtímabils að halda þessum möguleika opnum.Páll Þórhallsson er formaður stjórnarskrárnefndar.Vísir/AntonVísir hefur fjallað um vinnu stjórnarskrárnefndarinnar síðustu daga en þar hefur komið fram að fulltrúar stjórnarandstöðunnar bíði nú eftir að fulltrúar stjórnarinnar komi fram með fastmótaðar tillögur um stjórnarskrárbreytingarnar. Enn sé deilt um heimild til kjósenda um að geta kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögur.Vill klára vinnuna Árni Páll kallaði eftir því að vinnan í stjórnarskrárnefnd kláraðist sem fyrst svo að hægt væri að taka umræðu um það í þinginu og setja breytingarnar í dóm kjósenda áður en þing kemur saman að nýju eftir sumarleyfi næsta vetur. „Þannig að þetta mál fari ekki að tætast inn í umræður á kosningavetri og þess vegna eru bara fáeinar vikur sem að þingið hefur til að vinna málið héðan í frá,“ sagði hann.
Alþingi Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira