Lærisveinar Dags sneru við taflinu í seinni hálfleik Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. janúar 2016 21:13 Dagur Sigurðsson breytti gangi mála. vísir/afp Dagur Sigurðsson stýrði sínum mönnum í þýska landsliðinu til sigurs gegn Svíþjóð í C-riðli Evrópumótsins í handbolta í dag. Leikurinn var taumlaus skemmtun frá upphafi til enda og hafði Þýskaland sigur, 27-26, eftir að vera fjórum mörkum undir í hálfleik. Leikurinn var jafn og spennandi framan af í fyrri hálfleik þar sem liðin skiptust á að skora. Eftir tæpar 18 mínútur var staðan jöfn, 10-10, og allt stefndi í hörkuleik. En þá tóku við miklar sveiflur. Svíarnir skelltu í lás í vörninni, fengu mikið af auðveldum mörkum, skoruðu sex mörk á móti einu og komust í 16-11. Síðustu þrettán mínútur fyrri hálfleiks skoraði Svíþjóð sjö mörk á móti þremur mörkum Þýskalands og var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13. Mattias Andersson, hinn magnaði markvörður sænska liðsins, var ósigrandi í markinu seinni hluta fyrri hálfleiks á meðan þýsku markverðirnir klukkuðu ekki bolta. Sveiflurnar héldu svo áfram með látum í seinni hálfleik, en hvað Dagur Sigurðsson sagði við sína menn inn í klefa hlýtur að vera rannsóknarefni. Dagur breytti varnarleiknum og Þjóðverjarnir mættu með látum inni í seinni hálfleik. Þeir skoruðu fimm af sex fyrstu mörkunum og jöfnuðu leikinn í 18-18 eftir fimm mínútur. Þýskaland skoraði ellefu mörk á móti þremur sænskum á fyrstu 15 mínútum seinni hálfleiks og komst fjórum mörkum yfir, 24-20. Átta marka sveifla. Spennan hélt þó áfram því Svíarnir gáfust ekki upp og minnkuðu muninn í tvö mörk, 26-24, og aftur í 27-25 þegar sex mínútur voru eftir af leiknum. Dramatíkinni var ekki lokið því Christian Dissinger, stórskytta Þýskalands sem leikur með Kiel, fékk rautt spjald þegar fjórar mínútur voru eftir eftir brot á Viktor Östlund. Fredrik Petersen minnkaði muninn í eitt mark, 27-26, úr vítakastinu. Þjóðverjar voru þarna tveimur færri. Svíarnir náðu ekki að nýta refsitímann og fengu Þjóðverjar gullið tækifæri til að ganga frá leiknum þegar ein mínúta var eftir. Lærisveinar Dags unnu þá boltann í vörninni og fór skyttan Finn Lemke einn í gegn frá miðju. Honum tókst ekki að skora úr hraðaupphlaupinu, en Lemke þrumaði boltanum yfir markið. Svíar fóru því í lokasókn og gátu jafnað metin og tryggt sér eitt stig. Lukas Nilson tók lokaskotið í miklli neyð eftir að þýska vörnin stóð af sér árásir Svíanna. Skotið fór yfir markið og landaði Þýskaland ævintýralegum sigri, 27-26. Þýskaland er með tvö stig í C-riðli líkt og Svíþjóð, en Spánverjar eru á toppnum með þrjú stig og Slóvenar ekkert. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Dagur Sigurðsson stýrði sínum mönnum í þýska landsliðinu til sigurs gegn Svíþjóð í C-riðli Evrópumótsins í handbolta í dag. Leikurinn var taumlaus skemmtun frá upphafi til enda og hafði Þýskaland sigur, 27-26, eftir að vera fjórum mörkum undir í hálfleik. Leikurinn var jafn og spennandi framan af í fyrri hálfleik þar sem liðin skiptust á að skora. Eftir tæpar 18 mínútur var staðan jöfn, 10-10, og allt stefndi í hörkuleik. En þá tóku við miklar sveiflur. Svíarnir skelltu í lás í vörninni, fengu mikið af auðveldum mörkum, skoruðu sex mörk á móti einu og komust í 16-11. Síðustu þrettán mínútur fyrri hálfleiks skoraði Svíþjóð sjö mörk á móti þremur mörkum Þýskalands og var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13. Mattias Andersson, hinn magnaði markvörður sænska liðsins, var ósigrandi í markinu seinni hluta fyrri hálfleiks á meðan þýsku markverðirnir klukkuðu ekki bolta. Sveiflurnar héldu svo áfram með látum í seinni hálfleik, en hvað Dagur Sigurðsson sagði við sína menn inn í klefa hlýtur að vera rannsóknarefni. Dagur breytti varnarleiknum og Þjóðverjarnir mættu með látum inni í seinni hálfleik. Þeir skoruðu fimm af sex fyrstu mörkunum og jöfnuðu leikinn í 18-18 eftir fimm mínútur. Þýskaland skoraði ellefu mörk á móti þremur sænskum á fyrstu 15 mínútum seinni hálfleiks og komst fjórum mörkum yfir, 24-20. Átta marka sveifla. Spennan hélt þó áfram því Svíarnir gáfust ekki upp og minnkuðu muninn í tvö mörk, 26-24, og aftur í 27-25 þegar sex mínútur voru eftir af leiknum. Dramatíkinni var ekki lokið því Christian Dissinger, stórskytta Þýskalands sem leikur með Kiel, fékk rautt spjald þegar fjórar mínútur voru eftir eftir brot á Viktor Östlund. Fredrik Petersen minnkaði muninn í eitt mark, 27-26, úr vítakastinu. Þjóðverjar voru þarna tveimur færri. Svíarnir náðu ekki að nýta refsitímann og fengu Þjóðverjar gullið tækifæri til að ganga frá leiknum þegar ein mínúta var eftir. Lærisveinar Dags unnu þá boltann í vörninni og fór skyttan Finn Lemke einn í gegn frá miðju. Honum tókst ekki að skora úr hraðaupphlaupinu, en Lemke þrumaði boltanum yfir markið. Svíar fóru því í lokasókn og gátu jafnað metin og tryggt sér eitt stig. Lukas Nilson tók lokaskotið í miklli neyð eftir að þýska vörnin stóð af sér árásir Svíanna. Skotið fór yfir markið og landaði Þýskaland ævintýralegum sigri, 27-26. Þýskaland er með tvö stig í C-riðli líkt og Svíþjóð, en Spánverjar eru á toppnum með þrjú stig og Slóvenar ekkert.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira