Olíuverð hríðfellur vegna afnáms viðskiptaþvingana 18. janúar 2016 20:00 Olíuverð í heiminum hefur ekki verið lægra frá árinu 2003 en verðið hefur fallið um sjötíu prósent frá því um mitt síðasta ár. Heimsmarkaðsverð hefur snarlækkað undanfarið en afnám viðskiptaþvingana gegn Íran er helsta ástæða lækkunarinnar. Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í morgun undir 28 dollara á tunnuna en það hefur ekki gerst í tólf ár. Dýfuna má rekja til þess að viðskiptabanni Vesturlanda gegn Íran var aflétt í gær en það var hluti af samkomulagi Vesturlanda og Íran í kjarnorkudeilunni svokölluðu. Fullgilding kjarnorkusamningsins gerir það að verkum að Íranar geta losað gríðarlega háar fjárhæðir af bankareikningum sem höfðu verið frystir vegna refsiaðgerðanna og geta nú flutt olíu til þeirra vestrænu ríkja sem tóku þátt í viðskiptabanninu. Endurkoma Íran á markaðinn þýðir að framboð á olíu hefur nú skyndilega aukist griðarlega. Er það mat sérfræðinga að olíuverð muni halda áfram að falla á næstu árum, meðal annars vegna þess að eftirspurn hefur minnkað mikið bæði í Evrópu og Kína. Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Olíuverð í heiminum hefur ekki verið lægra frá árinu 2003 en verðið hefur fallið um sjötíu prósent frá því um mitt síðasta ár. Heimsmarkaðsverð hefur snarlækkað undanfarið en afnám viðskiptaþvingana gegn Íran er helsta ástæða lækkunarinnar. Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í morgun undir 28 dollara á tunnuna en það hefur ekki gerst í tólf ár. Dýfuna má rekja til þess að viðskiptabanni Vesturlanda gegn Íran var aflétt í gær en það var hluti af samkomulagi Vesturlanda og Íran í kjarnorkudeilunni svokölluðu. Fullgilding kjarnorkusamningsins gerir það að verkum að Íranar geta losað gríðarlega háar fjárhæðir af bankareikningum sem höfðu verið frystir vegna refsiaðgerðanna og geta nú flutt olíu til þeirra vestrænu ríkja sem tóku þátt í viðskiptabanninu. Endurkoma Íran á markaðinn þýðir að framboð á olíu hefur nú skyndilega aukist griðarlega. Er það mat sérfræðinga að olíuverð muni halda áfram að falla á næstu árum, meðal annars vegna þess að eftirspurn hefur minnkað mikið bæði í Evrópu og Kína.
Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira