Engin plön um þjóðaratkvæði um verðtryggingu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 18. janúar 2016 14:30 Sigmundur Davíð viðraði hugmyndir um þjóðaratkvæðagreiðslu í Eyjunni um helgina. Vísir/Valli Engin vinna hefur átt sér stað til undirbúnings þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra nefndi það í þættinum Eyjunni um helgina að verðtryggingin væri mál sem vel væri hægt að hugsa sér að færi í slíkt ferli. „Þetta er mál sem maður sæi fyrir sér að væri hægt að setja í að minnsta kosti ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu þannig að stjórnvöld hefðu þá þjóðina á bakvið sig í því að fylgja þessu eftir,“ sagði Sigmundur Davíð í þættinum.Ekki allir hrifnir Sterk viðbrögð hafa verið við þessari hugmynd, sem er þó ekki búið að skoða að neinu marki. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði til dæmis í sérstakri bloggfærslu um málið að ekkert kallaði á þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og þjóðfélagsrýnir, tók í sama streng og sagði á Facebook að Sigmundur væri að biðja um rándýrt klapp á bakið frá kjósendum og hjálp við að leysa ágreining innan hans eigin ríkisstjórnar.Þingflokkurinn til í þjóðaratkvæði Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir vel koma til greina að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það liggur alveg ljóst fyrir að það er lagt upp með það að afnema verðtryggingu og ég er sannfærður um það að mikill meirihlutstuðningur á meðal þjóðarinnar við það að afnema verðtrygginguna.Ásmundur Einar, þingflokksformaður Framsóknarflokks.vísir/pjetur„Ég held að forsætisráðherra hafi verið að benda á það með þessu að þjóðarhjartað slær með þessum hætti,“ segir hann. „Þess vegna finnst mér það sem hann er að viðra þarna bara mjög jákvætt fyrir þetta mál, ef við gætum sett það í þjóðaratkvæðagreiðslu, ef menn geta ekki komið sér saman um það að fylgja þessum þjóðartakti,“ segir hann.Sannfærður um að grasrótin vilji afnám En nú hafa það ekki síst verið þingmenn Sjálfstæðisflokks sem hafa verið andsnúnir afnámi eða banni verðtryggingarinnar. Væru þið með þessari þjóðaratkvæðagreiðslu að afgreiða þann ágreining? „Ég er sannfærður um að bæði í grasrót Sjálfstæðisflokksins og hjá mörgum þingmönnum slær hjartað eins og þjóðarsálin almennt,“ segir hann. „En lykilatriði í þessu er að meirihluti þjóðarinnar vill afnema verðtrygginguna og þessi ríkisstjórn lagði upp með það og það er það sem Sigmundur Davíð var að tala um í þessu viðtali að það geti verið mjög jákvætt skref að athuga hvort það sé ekki bara raunverulegur þjóðarvilji til að afnema hana.“ Þingflokksfundur stendur nú yfir í flokknum þar sem meðal annars er verið að ræða um verðtrygginguna. „Ég hef þá trú að þjóðarhjartað slái með þeim hætti jafnvel þó einhverjir stjórnmálamenn og hluti forystumanna launþegahreyfinga og atvinnurekenda séu ekki sammála þessari skoðun,“ segir hann. Alþingi Tengdar fréttir Ekkert kalli á hugmynd forsætisráðherra um þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Helgi Hrafn Gunnarsson segir kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu eiga að koma frá þjóðinni sjálfri. 18. janúar 2016 09:01 Sigmundur Davíð reiðubúinn í þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Forsætisráðherra er hlynntur því að þjóðin fái oftar að segja skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslum og vill til að mynda sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. 17. janúar 2016 20:02 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Engin vinna hefur átt sér stað til undirbúnings þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra nefndi það í þættinum Eyjunni um helgina að verðtryggingin væri mál sem vel væri hægt að hugsa sér að færi í slíkt ferli. „Þetta er mál sem maður sæi fyrir sér að væri hægt að setja í að minnsta kosti ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu þannig að stjórnvöld hefðu þá þjóðina á bakvið sig í því að fylgja þessu eftir,“ sagði Sigmundur Davíð í þættinum.Ekki allir hrifnir Sterk viðbrögð hafa verið við þessari hugmynd, sem er þó ekki búið að skoða að neinu marki. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði til dæmis í sérstakri bloggfærslu um málið að ekkert kallaði á þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og þjóðfélagsrýnir, tók í sama streng og sagði á Facebook að Sigmundur væri að biðja um rándýrt klapp á bakið frá kjósendum og hjálp við að leysa ágreining innan hans eigin ríkisstjórnar.Þingflokkurinn til í þjóðaratkvæði Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir vel koma til greina að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það liggur alveg ljóst fyrir að það er lagt upp með það að afnema verðtryggingu og ég er sannfærður um það að mikill meirihlutstuðningur á meðal þjóðarinnar við það að afnema verðtrygginguna.Ásmundur Einar, þingflokksformaður Framsóknarflokks.vísir/pjetur„Ég held að forsætisráðherra hafi verið að benda á það með þessu að þjóðarhjartað slær með þessum hætti,“ segir hann. „Þess vegna finnst mér það sem hann er að viðra þarna bara mjög jákvætt fyrir þetta mál, ef við gætum sett það í þjóðaratkvæðagreiðslu, ef menn geta ekki komið sér saman um það að fylgja þessum þjóðartakti,“ segir hann.Sannfærður um að grasrótin vilji afnám En nú hafa það ekki síst verið þingmenn Sjálfstæðisflokks sem hafa verið andsnúnir afnámi eða banni verðtryggingarinnar. Væru þið með þessari þjóðaratkvæðagreiðslu að afgreiða þann ágreining? „Ég er sannfærður um að bæði í grasrót Sjálfstæðisflokksins og hjá mörgum þingmönnum slær hjartað eins og þjóðarsálin almennt,“ segir hann. „En lykilatriði í þessu er að meirihluti þjóðarinnar vill afnema verðtrygginguna og þessi ríkisstjórn lagði upp með það og það er það sem Sigmundur Davíð var að tala um í þessu viðtali að það geti verið mjög jákvætt skref að athuga hvort það sé ekki bara raunverulegur þjóðarvilji til að afnema hana.“ Þingflokksfundur stendur nú yfir í flokknum þar sem meðal annars er verið að ræða um verðtrygginguna. „Ég hef þá trú að þjóðarhjartað slái með þeim hætti jafnvel þó einhverjir stjórnmálamenn og hluti forystumanna launþegahreyfinga og atvinnurekenda séu ekki sammála þessari skoðun,“ segir hann.
Alþingi Tengdar fréttir Ekkert kalli á hugmynd forsætisráðherra um þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Helgi Hrafn Gunnarsson segir kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu eiga að koma frá þjóðinni sjálfri. 18. janúar 2016 09:01 Sigmundur Davíð reiðubúinn í þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Forsætisráðherra er hlynntur því að þjóðin fái oftar að segja skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslum og vill til að mynda sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. 17. janúar 2016 20:02 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Ekkert kalli á hugmynd forsætisráðherra um þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Helgi Hrafn Gunnarsson segir kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu eiga að koma frá þjóðinni sjálfri. 18. janúar 2016 09:01
Sigmundur Davíð reiðubúinn í þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Forsætisráðherra er hlynntur því að þjóðin fái oftar að segja skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslum og vill til að mynda sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. 17. janúar 2016 20:02